Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 10
MasterCard Mundu ferðaávísunina! Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í októberog nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum Wayfarer grá með kanti, 120x180cm Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is „Fjárveitingar til löggæslu í umdæmi lögreglustjór- ans á Selfossi hafa ekki lækkað, heldur hækkað. Hins vegar hafa sértekjur lækkað.“ Þetta segir Þórunn J. Hafstein skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Eins og fram kom í Fréttablað- inu fyrir skömmu gagnrýnir Lög- reglufélag Suðurlands litlar fjár- veitingar ríkisvaldsins til löggæslu í umdæminu og segir „öryggi íbú- anna ógnað með ónógri löggæslu á Selfossi.“ „Forsaga málsins er sú að emb- ætti lögreglustjórans á Selfossi sagði upp samningi um sjúkra- flutninga í september 2005 og hætti þeim í árslok sama ár,“ útskýrir Þórunn. „Við það losnaði um lögreglumenn sem áður sinntu sjúkraflutningunum. Uppsafnað- ur rekstrarafgangur embættisins á þessum tíma nam 27 milljónum króna og nýttist til að greiða lög- reglumönnum laun, þrátt fyrir að 30 milljónir árlegra tekna vegna sjúkraflutninga féllu niður. Frá og með árinu 2006 var fjár- veiting til embættisins hækkuð um sjö milljónir króna gagngert til þess að fjármagna stöðu lög- reglumanns sem áður féll undir samning við heilbrigðisráðuneytið um sjúkraflutninga.“ Sértekjurnar hafa lækkað Kannabis er það efni sem flestir þeirra unglinga sem komu til meðferðar á Stuðlum á árunum 2003 til 2006 misnotuðu eða höfðu ánetjast. Næstalgeng- ustu efnin sem unglingar sögðust hafa notað daglega voru áfengi og amfetamín. Þetta kemur fram í upplýsing- um meðferðardeildar Stuðla. Lagðar voru spurningar fyrir 203 unglinga sem fóru þangað í með- ferð á árunum 2003 til 2006 og kom í ljós að vímuefnaneysla fór vaxandi meðal þeirra á þessum árum. Meðalaldur unglinganna var um fimmtán ár. Upplýsingar um vímuefni sem unglingarnir höfðu notað oftar en tvisvar skiptust milli áranna 2003-2004 annars vegar og 2005- 2006 hins vegar. Þegar tölurnar voru bornar saman kom í ljós að á seinna tímabilinu hafa um 64 pró- sent drengja notað kannabisefni oftar en tvisvar á móti 53 pró- sentum á fyrra tímabili. Meðal stúlkna var kannabisneyslan svipuð milli ára eða rétt tæplega 70 prósent en þær neyttu jafna meira magns vímuefna heldur en drengirnir. Þó ber að nefna að skarpur munur getur verið á hlutföllum milli ára þar sem um tiltölulega fáa einstaklinga er að ræða. Halldór Hauksson, yfirsálfræð- ingur á Stuðlum, segir að áfengis- og kannabisneysla hafi farið ört vaxandi meðal barna sem þangað koma frá árinu 2003 og amfeta- mínneysla frá árinu 2005, þá sér- staklega í aldurshópnum fjórtán til fimmtán ára. „Athyglisverðast við þetta er að þau börn sem á annað borð hafa verið í vanda um ævina eru líklegri til að neyta frekar vímuefna en áður var. Línur hafa því skerpst í þessum málum því á sama tíma sýna kannanir að almennt hefur dregið úr fikti krakka á landinu,“ segir Halldór. Hann bendir á að flest þeirra barna sem koma til með- ferðar eigi sér langa sögu um vandamál oft löngu áður en fíkni- efnaneysla þeirra hófst. „Þetta sýnir okkur hve mikilvægt það er að bregðast við vandamálum barna strax með það í huga hve auknar líkur eru á því að þau leið- ist út í misnotkun fíkniefna síðar meir, jafnvel má hafa þetta í huga þegar þau eru á leikskólaaldri,“ segir hann. Þá segir hann áhyggju- efni hve aðgengi unglinganna að vímuefnum virðist hafa aukist. Vandi verst settra barna fer vaxandi Börn sem hafa átt í vanda um ævina eru enn líklegri til að neyta vímuefna en áður var, þótt almennt hafi dregið úr fíkniefnanotkun unglinga. Sálfræðingur á Stuðlum segir að þetta verði að hafa í huga þegar tekið er á vanda ungra barna. Skoðanakannanir í Danmörku benda til að Nýtt bandalag, miðjuflokkur sem stofnaður var í maí síðastliðnum að frumkvæði þingmannsins Nasers Khader, komist í oddaaðstöðu um myndun næstu ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á þriðjudaginn. Samkvæmt niðurstöðum síðustu kannana nú fyrir helgi mælast flokkarnir að baki núverandi ríkis- stjórn Anders Fogh Rasmussen – Venstre, Íhalds- flokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn – með samtals 47 prósenta fylgi, sem ekki myndi duga til að tryggja þeim áframhaldandi þingmeirihluta. Vinstriflokkarnir mælast með samtals 40 prósent en Nýtt bandalag fimm prósent. „Við óskum okkur þess að fá ríkisstjórn í kringum miðjuna,“ hefur fréttastofan AP eftir Khader, sem er af sýrlenskum uppruna og þekktur talsmaður hófsamra múslima í Danmörku. Yfirlýst höfuð- markmið hans í kosningabaráttunni er að binda enda á þau miklu áhrif sem Danski þjóðarflokkur- inn hefur haft í krafti þess að sjá Fogh fyrir þingmeirihluta tvö kjörtímabil í röð. Khader var í þrettán ár meðlimur Flokks róttækra í Danmörku, sem skipaði stórt hlutverk í dönskum stjórnmálum til ársins 2001. Eftir það gekk Khader til liðs við Nýja bandalagið þar sem hann lætur nú til sín taka. Khader spáð oddaaðstöðu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.