Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 45
Nú í nóvember stendur yfir ljósmyndasýning Karls R. Lilliendahl í Fótógrafí ljósmynda- galleríi við Skólavörðustíg 4a í Reykjavík. Myndirnar eru teknar víða á Ítalíu þar sem Karl dvaldi síðastliðinn vetur. Yfirskrift sýningarinnar er Uno sem er ítalska orðið fyrir einn og er það tilvísun í sýn ljósmyndarans á einstaklinginn í borgarsamfélag- inu. Hver ljósmynd á sýningunni segir sögu einnar manneskju. Sýningin stendur til 1. desember. Ítalskur einn í Fótógrafí Helstu smellir óperubókmenntanna eru fleirum kunnir en hörðustu aðdáendum hins stranga og fjölbreytta forms. Vinsæl lög úr óperum koma víða við sögu, í allt frá bílaaug- lýsingum til túrtappaáróðurs. Vinir óperunnar eiga flestir sín uppáhalds sönglög og kunnir söngvarar gera út á poppelementið í óperu- bókmenntunum með völdum lögum úr efnisskrá sinni. Nú hefur nýr óperustjóri ráðist í að setja saman kvöldtónleika þar sem nokkrir ástsælir söngvarar okkar koma fram og flytja einsöngslög úr óperubókmenntunum. Óperuperlurnar verða frumsýndar í Íslensku óperunni hinn 17. nóvember og endurfluttar 23. og 24. nóvember. Hér er um að ræða kvöld- stund í Óperunni með nokkrum af okkar fremstu óperusöngvurum, þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran sem snýr nú aftur á svið Óperunnar eftir langt hlé, Sigríði Aðalsteinsdóttur mezzósópran, Ágústi Ólafssyni baritón og Bjarna Thor Kristinssyni bassa. Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, leikur undir á flygilinn í nokkrum vel völdum og þekktum óperuaríum, en flutt verða atriði úr óperum eftir Mozart, Verdi, Bizet, Bellini, Delibes, Donnizetti, Gounod, Puccini, Rossini, Tsjaíkovskí og Wagner auk söngleikja- og óperettuatriða eftir Gershwin, Bernstein og Lehár. Allt er þetta fært í leikrænan búning með fulltingi Stefáns Baldurssonar óperustjóra, en útlit annast Þórunn S. Þorgrímsdóttir og um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson. Miðasala er hafin og má búast við að eftir- spurn verði mikil og því rétt að tryggja sér miða sem fyrst. Óperuperlur á bandi Á sýningunni Vetrarvötn Sunnan- heiða í Gallery Turpentine sýnir myndlistarmaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson á annan tug nýrra olíumálverka. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem listamaðurinn tók á björtum en köldum febrúardögum á þessu ári, af straumvötnum á Suður- og Suðvesturlandi. Á sýningunni má sjá afrakstur- inn af áframhaldandi leit Sigtryggs að kerfi í hrynjandi náttúrunnar. Vatn er fjölbreyti- legt í birtingarmyndum sínum og hefur það fært listamanninn í vinnu sinni nær hefðbundnum landslagsmálverkum. Fljótin og lækirnir sem hann heimsótti og ljósmyndaði persónugerðust og tóku hvert á sig sína mynd í listsköpuninni. Vart þarf að taka það fram að breytileg íslensk veðurskilyrði, birta og vatnsmagn höfðu líka sitt að segja um útkomuna á verkum Sigtryggs. Verkin á sýningunni eru að mörgu leyti innblásin af jafn ólíkum listamönnum og Þorvaldi Skúlasyni, Jackson Pollock og Roni Horn. Afrakstur vinnu Sigtryggs með vetrarvötn, ljósmyndir og innblástur má sjá í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5. Landsins vetrarvötn SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.