Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 2
Hafrún, ertu þá ekki orðin
loðin um lófana?
Edmund Joensen, for-
seti færeyska Lögþingsins, var
kjörinn fyrir Sambandsflokkinn
sem annar tveggja fulltrúa Fær-
eyinga á danska þjóðþingið í kosn-
ingunum á þriðjudag. Hann hefur
lýst stuðningi við að ríkisstjórn
Anders Fogh Rasmussen haldi
áfram um stjórnartaumana í Dan-
mörku, en með því tryggir hann
henni eins atkvæðis þingmeiri-
hluta.
„Þar sem minn flokkur, Sam-
bandsflokkurinn, er í góðum
tengslum við Venstreflokkinn í
Danmörku er það eðlilegur hlutur
fyrir okkur að stuðla að því að
þetta góða samstarf haldi áfram,“
segir Joensen í samtali við Frétta-
blaðið.
„Ég veit vel að mitt atkvæði er
afgerandi fyrir meirihlutann, og
það þarf að nota, en það má heldur
ekki misnota það,“ segir hann
spurður hvort hann hafi sett ein-
hver skilyrði fyrir stuðningi
sínum. „Ég og Færeyingar almennt
hafa átt mjög gott samstarf við
Anders Fogh og ríkisstjórn hans
svo að við styðjum gjarnan þessa
stjórn til góðra verka áfram,“
segir Joensen. Hann hafi hins
vegar jafnframt sett þann fyrir-
vara að hann kæri sig ekki um að í
atkvæðagreiðslum um dönsk
innanríkismál sé útkoman undir
sínu atkvæði komin. Í þeim tilvik-
um vilji hann frekar að stjórnin
leiti breiðari stuðnings á þinginu.
Spurður hvort hann og hinn
færeyski fulltrúinn á danska
þinginu, Högni Hoydal, muni að
einhverju leyti stilla saman
strengi í því hvernig þeir greiða
atkvæði segir hann að almennt
séð verði svo ekki. Þar sem Högni
sé fulltrúi lýðveldissinna, sem
vilji alger sambandsslit, en Sam-
bandsflokkurinn vilji halda
tengslunum við danska ríkið liggi
í hlutarins eðli að þeir eigi oft
ekki samleið í afstöðu sinni til
mála. En að þessu slepptu sé vel
hugsanlegt að þeir Högni geti
staðið saman að öðrum málum
sem varða færeyska hagsmuni
sem koma inn á borð þingsins í
Kaupmannahöfn. „Það gerum við
líka í daglegu starfi okkar á Lög-
þinginu,“ segir Edmund Joensen.
Segist ekki vilja misnota aðstöðuna
Elías Rúnar Sveinsson
átti að greiða 10.128 krónur í fast-
eignagjöld 1. mars á þessu ári. Í lok
júlí hafði hann ekki gert upp við
greiðslu og innheimtuþjónustuna
Momentum, sem sér um rukkanir
vangoldinna fasteignagjalda fyrir
Reykjavíkurborg. Þá barst Elíasi
„lokaaðvörun“ í formi innheimtu-
seðils.
Nú var Elías ekki rukkaður um
rúmar 10.000 krónur, heldur næst-
um 16.000. Kostnaður og „ítrekunar-
gjald“ nam 3.500 krónum. Að auki
innheimtir fyrirtækið 24,5 prósenta
virðisaukaskatt, 858 krónur, ofan á
kostnað við innheimtu opinberu
gjaldanna. Kostnaðarauki, fyrir
utan dráttarvexti, nemur því um 43
prósentum.
„Hér í gamla daga gerði maður
alltaf upp í lok sumars við Tollstjóra
og það var aldrei neitt stórmál. Nú
eru einhverjir lögfræðingar komnir
í spilið og mér finnst að það ætti
einhver að ræða þetta; hvort við
viljum í alvöru að einkafyrirtæki
raki inn milljónir við að innheimta
skatt fyrir samfélagið,“ segir Elías.
Þetta fyrirkomulag innheimtu
er tímabundið tilraunaverkefni og
til tveggja ára. Áður innheimti
Tollstjóraembættið gjöldin og
gátu borgarar þá gert upp í lok
sumars án nokkurs aukakostnaðar,
utan áfallinna dráttarvaxta. Í til-
felli Elíasar hefðu það verið 1.217
krónur.
Markmið þess að færa inn-
heimtu til einkafyrirtækis var „að
lækka kostnað almennt fyrir skatt-
greiðendur og færa hann yfir á
skuldarana,“ segir Helgi Þór Jónas-
son, innheimtustjóri fjármála-
skrifstofu Reykjavíkurborgar.
Aukakostnaðurinn kunni hins
vegar að vera fullmikill.
„Við höfum því hugsað okkur að
breyta þessu á næsta ári og fækka
bréfunum sem eru send út,“ segir
Helgi. Ekki standi þó til að taka
upp gamla fyrirkomulagið.
Borgin greiðir Momentum ekk-
ert fyrir innheimtuna, ólíkt Toll-
stjóra, sem fékk greiddan ýmsan
kostnað. Skuldarar bera hann nú
alfarið en Momentum fær ekki
greitt eftir árangri, heldur eftir
fjölda rukkana.
Dýrt að innheimta
gjöldin í Reykjavík
Fasteignagjöld í vanskilum geta hækkað um 55 prósent vegna kostnaðar við
innheimtuþjónustu einkafyrirtækis og dráttarvaxta. Virðisaukaskattur er lagður
ofan á kostnað. Markmiðið var að lækka útgjöld hinna, segir innheimtustjóri.
Tveir karlmenn hafa
verið ákærðir fyrir Héraðsdómi
Reykjaness, báðir fyrir húsbrot
og annar einnig fyrir líkams-
árás.
Mennirnir ruddust saman inn
í hús í Sandgerði í maí á síðasta
ári. Annar þeirra réðst þar á
konu sem var gestkomandi,
greip hana og kastaði í gegnum
baðherbergisdyr svo að hún
lenti á salernisskálinni með
vinstri hlið. Við þetta fór hurð
að baðherberginu af hjörunum.
Konan slasaðist meðal annars á
handlegg og í mjóbaki. Hún á
enn erfitt með að beygja sig
fram. Fólkið er allt af erlendu
bergi brotið.
Kastaði konu á
salernisskál
Pervez Musharraf,
forseti Pakistans, lýsti í gær yfir
að hann byggist við því að hætta
sem yfirmaður hersins í nóvem-
berlok og hefja
þá nýtt
forsetatímabil
sem borgari.
Varaði hann um
leið við því að
léti hann undan
kröfum
andstæðinga
um að segja af
sér yrði
glundroði í
landinu.
Musharraf sakaði Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráð-
herra Pakistans og leiðtoga
stjórnarandstöðuflokks, um að
kynda undir óróa. Hann hafnar
enn fremur þrýstingi frá Vestur-
löndum um að aflétta neyðarlög-
um og sagði þau líklega verða í
gildi fram yfir kosningar í janúar.
Hættir sem yf-
irmaður hersins
Þingmenn allra flokka
sem sæti eiga á Alþingi leggja til
að menntamála-
ráðherra hlutist
til um það að
Háskóli Íslands
stofni prófess-
orsembætti
kennt við Jónas
Hallgrímsson,
með vörn og
sókn fyrir
íslenska tungu
og ljóðrækt að meginmarkmiði.
Annar hópur þingmanna vill
prófessorsembætti á sviði
byggðasafna og byggðafræða.
Árni Johnsen, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, er fyrsti
flutningsmaður beggja tillagna.
Í greinargerð með fyrri
tillögunni segir að íslensk tunga
eigi nú undir högg að sækja,
rótgrónar stofnanir setji erlenda
tungu í fremstu víglínu tungutaks
Íslendinga.
Vörn og sókn ís-
lenskrar tungu
„Þetta er að gera mig brjálaða. Ég vakna með
flúorljós í augunum alla morgna,“ segir Rannveig
Pálsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hefur
tvisvar kvartað við KR vegna ljóskastara á velli
íþróttafélagsins. Kveikt sé á þeim óþarflega oft,
jafnvel þegar enginn er á vellinum, og þeir lýsi beint
inn í íbúðir í nágrenninu kvölds og morgna.
Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri KR,
kannast við slíkar athugasemdir. „Þetta fylgir því að
búa við hliðina á íþróttafélagi,“ segir hann. Þó standi
til að skipta kösturunum út fyrir aðra sem dreifa
ljósinu minna út fyrir völlinn en nú er.
„Völlurinn er náttúrlega mjög vel lýstur hjá okkur
en um leið og síðasta æfing er búin á kvöldin á að
vera slökkt á ljósunum. Það getur komið fyrir að það
gleymist eitt og eitt skipti en þetta er almenna
reglan.“
Honum finnst þó einkennilegt ef ljósin loga
snemma á morgnana. Það hafi gerst í fyrravetur
þegar stundum voru snemmbúnar æfingar á vellin-
um, en eigi ekki að gerast núna.
Ingólfur segir þó greinilega erfitt að gera öllum til
geðs. „Síðasta vetur hringdi kona og spurði hvort við
gætum ekki kveikt ljósin snemma á morgnana því
þau lýstu henni svo vel og væru svo góð fyrir börnin
þegar þau voru á leiðinni í skólann.“
Vaknar með flúorljós í augum
Um tuttugu manns
slösuðust en enginn lét lífið
þegar jarðskjálfti sem mældist
7,7 á Richter skók norðurhluta
Chile í gær. Byggingar og
raflínur skemmdust talsvert í
skjálftanum. Rafmagn fór af
nokkrum borgum í norðurhluta
landsins og sprungur komu í
vegi. Nokkrir eftirskjálftar
komu síðar um daginn.
„Ég varð mjög óttaslegin,
skjálftinn var mjög öflugur. Ég
hef aldrei fundið fyrir svo
öflugum skjálfta,“ sagði Paola
Barria, sem var í um 100
kílómetra fjarlægð frá upptök-
um skjálftans þegar hann reið
yfir.
Tuttugu slasaðir
en enginn lést