Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 26
Fasteignamógúllinn Robert
Tchenguiz, sem jafnframt
er stjórnarmaður í Existu,
krefst þess enn að stjórn
breska stórmarkaðarins
Sainsbury aðskilji dag-
legan rekstur og fasteigna-
umsýslu sína.
Tchenguiz á tíu prósenta
hlut í þessari þriðju
stærstu verslanakeðju
Bretlands. Allt virtist
stefna í að markaðsverð-
mæti hlutarins myndi fara
í einn milljarð sterlings-
punda, jafnvirði rúmra 126
milljarða íslenskra króna,
í síðustu viku en í kjölfar
þess að bæði yfirtökutilboð í
verslanakeðjuna upp á 600 pens á
hlut rann út í sandinn í byrjun
vikunnar auk þess sem skellur
gekk yfir alþjóðlega hluta-
bréfamarkaði tók verðmið-
inn dýfu og gufaði 31 millj-
arður króna úr bókum hans.
Skipting á rekstri Sains-
burys hefur legið á teikni-
borðinu frá í fyrra en stjórn
verslunarinnar hefur fram
til þessa vísað henni jafn-
harðan út af borðinu.
Breska dagblaðið Guardian
segir nú að Justin King, for-
stjóra Sainsburys, hafi snú-
ist hugur enda telji hann
virði eignanna nema allt að
átta milljörðum punda,
jafnvirði eitt þúsund millj-
örðum íslenskra króna, sem
er talsvert yfir verðmati mark-
aðsaðila.
Fasteignir Sainsburys hátt metnar
Alþjóðlegir fjármálamarkaðir
hafa tekið ágætlega við sér síð-
ustu tvo viðskiptadaga enda töldu
margir útlit fyrir að þær hremm-
ingar sem fjármálakrísan hefur
leitt yfir hlutabréfamarkaði víða
um heim séu að mestu gengnar
yfir.
Undirliggjandi óvissa er þó enn
til staðar því ekki liggja fyrir
nákvæmar tölur um það hversu
háar upphæðir bandarískar fjár-
málastofnanir þurfa að afskrifa
vegna slæmra fasteignalána.
Gengi hlutabréfavísitalna snar-
hækkaði í Bandaríkjunum á
þriðjudag eftir skell í vikunni á
undan og gengu lækkanir að
nokkru leyti til baka. Hækkunin
smitaði út frá sér til Japans og
meginlands Evrópu í gær.
Dræmar tölur um vöxt smá-
söluverslunar, sem birtar voru í
gær og sýna svo til óbreytt ástand
á milli mánaða í október, urðu
ekki til að draga úr væntingum og
þykja fjárfestar vestanhafs alla
jafna bjartsýnni en áður um
horfur í efnahagsmálum, að sögn
Associated Press.
Bjartsýni tekur
við á markaði
Skrá á færeyska flugfélagið Atl-
antic Airways í Kauphöllina hér
10. desember næstkomandi. Áður
fer fram sala hlutafjár til fagfjár-
festa og almennra fjárfesta.
Í umfjöllun greiningardeildar
Kaupþings kemur fram að sam-
göngu- og iðnaðarráðuneytið í
Færeyjum ætli að selja þriðjung
hlutafjár í félaginu og muni
útboðsgengi ákvarðast af
áskriftarverðlagningu 19. til 27.
þessa mánaðar. Gengið á þó að
liggja á bilinu 242 til 261 dönsk
króna á hlut.
„Markaðsverðmæti flugfélags-
ins gæti því orðið allt að 3,2 millj-
arðar íslenskra króna seljist allt
sem í boði er,“ segir í umfjöllun
greiningardeildarinnar.
Atlantic Airways verður með
þessu fjórða færeyska félagið á
íslenskum hlutabréfamarkaði.
Atlantic Petroleum var fyrst, árið
2005, en fyrr á þessu ári voru Eik
banki og Føroya banki skráð hér.
Atlantic Airways
í KauphöllinaCubo er frábær jólagjöf!
Cubo er flott útvarp og geislaspilari með tengi fyrir Mp3 spilara og Ipod.
Cubo fæst í 10 litum og er góð gjöf handa börnunum, kærastanum, kærustunni,
pabba og mömmu, afa og ömmu eða bara hvern sem er.
Komdu og sjáðu Cubo!
Ármúli 26