Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 75
Tónlistarmaðurinn Mugison hefur frestað
tónleikaferð sinni um Evrópu sem hann
ætlaði að hefja í þessari viku.
„Ég er búinn að færa tónleikana aftur í febrúar því
ég vil að þeir haldist betur í hendur við útgáfumálin,“
segir Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaðurinn
Mugison, sem nýlega gaf út plötuna Mugiboogie.
Margir dreifingaraðilar hafa sýnt honum áhuga
að undanförnu og vill Mugison negla þau mál niður
áður en lagt er af stað í tónleikaferðina. Eru
samningaviðræður þegar komnar á skrið
hjá aðilum í Bretlandi, Frakklandi,
Skandinavíu, Japan og í austantjaldslöndunum.
Mugiboogie er í efsta sæti á vinsældalistum
Skífunnar og Eymundsson og segist Mugison vera
afar þakklátur fyrir viðtökurnar.
„Þetta er langt framar mínum
björtustu vonum. Maður var
mjög spenntur að sjá
hvernig fólk tæki þessari
breytingu hjá mér og ég er
ekki búinn að fá að heyra
neitt nema gott. Það er líka
magnað hvað þetta er
vinsælt af öllum kynslóðum,
allt frá þrettán ára gítarguttum
í stuðstrompa á elliheimilum sem
hafa verið að banka í mann.“
Mugison spilaði nýverið á
nokkrum tónleikum víða um
landið og tókust þeir vel. „Það
var hrikalega gaman,
sérstaklega fyrir vestan og
á Akureyri. Vonandi
verður framhald af því í
desember og við
stefnum þá að því að
fara á Austfirði og í
minni bæi sem við
komumst ekki í.“
Söngkvintettinn Luxor var settur
saman af Einari Bárðarsyni fyrr á
þessu ári. Luxor hefur komið fram
á nokkrum tónleikum og fengið
spilun í útvarpi. Þetta er fyrsta
plata sveitarinnar.
Ég get ekki setið á mér, Luxor er
einfaldlega holdgervingur flest
þess sem mér þykir miður fara í
tónlist. Þegar tónlist er eingöngu
gerð til að græða peninga getur
útkoman ekki orðið neitt annað en
dapurleg. Sú er einmitt raunin í til-
felli Luxor. Öll hugmyndafræðin á
bak við sveitina er í það minnsta
vafasöm. Hún er sett saman eftir
útliti, síðan eru fengnir til stílisti
og raddþjálfari og loks er dælt
peningum í upptökur þar sem ekk-
ert er til sparað. Búlgarska
sinfóníuhljómsveitin er líklegast
eini ljósi punktur plötunnar en öll
afskræmingin rýrir gildi hennar
til muna.
Kynlaus Disney-tónlist er með
því fyrsta sem kemur upp í hug-
ann en erfitt er þó að njörva niður
stefnu plötunnar. Ekki er þetta
klassísk tónlist og þetta er alls
ekki popp. Helst er hægt að líkja
Luxor við Il Divo enda ábreiður af
Il Divo að finna á plötunni. En eins
og með allir hinar ábreiðurnar (og
platan samanstendur eingöngu af
ábreiðum) eru útgáfur Luxor lak-
ari en útgáfur fyrirrennara þeirra.
Þær eru sungnar í þvinguðum
víbratóum með oft stórfurðuleg-
um framburði, sérstaklega í
íslensku lögunum. Auðvitað syngja
miðlungssöngvarar Luxor hreina
og beina tóna sem eru ágætlega
vel framreiddir – sem má líklegast
þakka upptökustjórn og eftir-
vinnslu frekar en söngvurunum
sjáfum – en er að sjálfsögðu lág-
markskrafa á plötu sem þessari.
Þá leiðir maður hins vegar hug-
ann aftur að hugmyndafræði
sveitarinnar og man líka að söngur
plötunnar hljómar líkt og árshátíð
einhvers söngskóla á karókíbar.
Tónlist er listform sem snýst um
sköpun, vekur tilfinningar og
verður að krefjast einhvers af
hlustandanum. Luxor hefur ekkert
af þessu fram að færa.
Afskræming
Hljómsveitin South River Band
hefur gefið út sína fjórðu plötu.
Heitir hún Allar stúlkurnar og
hefur að geyma fjórtán lög.
Helmingur laganna er eftir
hljómsveitina sjálfa en hinn
helmingurinn er lög sem sveitin
hefur fengið lánuð, þar á meðal
ungversk sígaunalög. Textarnir
fjalla um spaugilegar hliðar til-
verunnar, dauðans alvöru og allt
þar á milli.
Plötunni verður fagnað með
útgáfutónleikum í Iðnó á laugar-
dag klukkan 16. Miðaverð er
1.000 krónur og fer miðasala
fram við innganginn. Nýja platan
verður til sölu á tónleikunum og
renna 500 krónur af hverju seldu
eintaki til MS-félagsins.
Fjórða platan klár
VINNINGSHAFAR
JU!
.971
LA VIE EN ROSE
S T Ó R B R O T I N S A G A E D I T H P I A F
KV IKMYND EFT I R OL IV I ER DAHAN
MAR ION COT I L LARD
„STÓRKOSTLEGASTA UMBREYTING SEM FEST HEFUR VERIÐ Á FILMU;
MARION COTILLARD UMBREYTIST Á SÁL OG LÍKAMA
OG EDITH PIAF BIRTIST OKKUR LJÓSLIFANDI.
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI NÆSTA ÁRS ER FUNDINN!“
- STEPHEN HOLDEN, NEW YORK TIMES, 28. FEBRÚAR 2007
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321