Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 24
Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair,
segir í skoðun að gera upp í annarri mynt
en íslensku krónunni. Sterk staða hennar
nú spili stóra rullu í verri afkomutölum.
„Við erum sæmilega ánægð með niðurstöðuna en ekki
meira en það,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair, um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi.
Síðasta ár var það besta í sögu félagsins, sem fagnar
sjötíu ára afmæli á þessu ári. Stefnt var að því að gera
betur á afmælisárinu en Jón Karl sagði ljóst að það
markmið næðist ekki.
Hagnaður nam 2,1 milljarði króna á fjórðungnum
samanborið við 2,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Grein-
ingardeildir höfðu hins vegar reiknað með á bilinu 2,6
til rétt rúmlega þriggja milljarða króna hagnaði á tíma-
bilinu. Hagnaður á hlut lækkar sömuleiðis á milli ára
og nemur 2,28 krónum samanborið við 2,51 krónu á
sama tíma í fyrra.
Sterk staða krónunnar spilar stóra rullu í verri
afkomutölum Icelandair nú en í fyrra og sagði Jón Karl
í skoðun að gera upp í annarri mynt en krónum. Hvaða
mynt verði ofan á væri vandamál þótt Bandaríkjadalur
skipaði stærstan sess í tekju- og útgjaldaliðum félags-
ins. „Málið er allt á frumstigi,“ sagði Jón.
[Hlutabréf]
Ætluðu að skila betri
afkomu á afmælisári
Peningaskápur ...
Kreditkort voru notuð í viðskipt-
um fyrir um 24 milljarða króna í
október. Það er 21 prósenti hærri
upphæð en í sama mánuði í fyrra.
Heildarvelta debetkorta var 4,1
milljarður króna, sem er ellefu
prósenta aukning frá október
2006.
„Kreditkortavelta ásamt debet-
kortaveltu í verslunum á þriðja
ársfjórðungi hækkaði um tæp átta
prósent frá sama ársfjórðungi í
fyrra og bendir því til þess að
kaupgleði heimila hafi tekið kipp,“
sagði í fréttum greiningardeildar
Kaupþings í gær.
Í úttekt Markaðarins í gær kom
fram að Íslendingar ætluðu sér að
eyða mestu fyrir þessu jól í sam-
burði við önnur Norðurlönd. Norð-
menn fylgja þeim fast á hæla.
Íslendingar munu eyða að meðal-
tali 122 þúsund krónum en Danir
einungis 62 þúsund krónum.
Kortanotkun
eykst í október