Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 36
Auður Björg Jónsdóttir og Þórður Torfason stunda her- þjálfun í Heilsuakademíunni í Egilshöll. Þau hlutu titilinn hermaður ársins hvort í sínum flokki í keppni sem haldin var á dögunum. „Það er gott að fá útrás fyrir hreyfiþörfina hér og byggja sig upp,“ segir Þórður þegar hann og Auður eru tekin tali eftir keppn- ina. Hann kveðst vinna kyrrsetu- vinnu sem kerfisstjóri hjá Össuri og stunda herþjálfunina með tólf manna hópi úr því fyrirtæki tvisv- ar í viku í hádeginu. „Það var heilsuvika hjá Össuri fyrir ári og þar kynnti Heilsuakademían starf- semi sína. Við fórum í prufutíma og leist svo vel á að við höfum verið hér síðan. Það verður fíkn að taka hraustlega á því alltaf líður manni vel þegar maður er búinn að vera á góðri æfingu,“ segir Þórður sem áður kveðst hafa farið í tækjasali og prófað spinning auk þess að hafa spilað körfubolta frá því hann var pjakkur. Auður Björg er lögmaður og kennir eitt lögfræðifag í Háskóla Íslands. Hún mætir sjö á morgn- ana í herþjálfunina í Heilsuaka- demíunni sem hún byrjaði að stunda í janúar síðastliðnum. Kveðst hafa labbað framhjá Heilsuakademíunni á hverjum morgni á leið sinni í Orkuverið, séð fólkið að æfa sig í herþjálfun- arbrautinni og fundist hún spenn- andi. „Ég held ég hafi æft á hverri einustu líkamsræktarstöð á höfuð- borgarsvæðinu en hef hvergi fest svona lengi. Þetta er frábær stað- ur að æfa á, því fyrir utan góðar æfingar þá er hann svo heimilis- legur. Algerlega besta stöðin,“ segir hún og lýkur miklu lofsorði á þjálfarana sem finni alltaf nýjar æfingar og þrautir svo útkoman verði ótrúlega fjölbreytt. „Nú er ég búin að vera næstum í ár og aldrei hafa tveir tímar verið eins,“ segir hún. Þórður er sama sinnis. „Það er einn þjálfari með hópinn hverju sinni og hann skipuleggur æfingarnar fyrirfram. Þær eru mjög alhliða og það er tekið á bók- staflega öllum vöðvum líkamans,“ segir hann. „Ég er enn að fá harð- sperrur því endalaust virðist vera hægt að pína mann meira og láta mann finna fyrir vöðvum sem maður vissi ekki af áður.“ Engir tveir tímar eins Holdugar konur eru greindari og betri til undaneldis en tálg- aðar kynsystur þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum bandarískrar rannsóknar sem tók til 16 þúsund kvenna. Því þrýstn- ari sem konurnar voru, því betur gekk þeim í vitsmunalegum próf- um og börnum þeirra líka. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Evolution & Human Behavior, en þar segir að eftir því sem mjaðmir kvenna eru hold- meiri því greindari séu þær. Er talið að fita á mjöðmum innihaldi Omega-3 fitusýrur, sem bæta and- lega getu kvenna, sem og barna þeirra strax á meðgöngu. Niðurstöðurnar styður gáfulegt atgervi einnar frægustu konu Bretlands, sem gagnrýnd er fyrir þrýstinn líkama, en það er sjón- varpskokkurinn Nigella Lawson sem útskrifaðist með hæstu einkunn frá háskólanum í Oxford. En þótt karlar ættu að kjósa breiðar mjaðmir, er sú ekki raunin samanborið við það sem hæst trónir á óskalista þeirra. Holdugar greindari Harðfiskur er hollur* *Samkvæmt nýrri skýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður var talið, prótínríkur og inniheldur vítamín og bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Leyndarmálið um langlífi Íslendinga komið fram! Tilbúinn réttur sem nærir líkama og sál. Smjörbaunir og grænmeti í flauelsmjúkri hnetu, kókos og engifersósu. Gado Gado
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.