Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 57
Ýmsum kann að þykja að verðtrygging á
höfustól láns sé réttlætis-
mál og hagur beggja aðila,
lántakanda og lánveit-
anda. Vissulega er það
falleg hugsun að lántak-
andi greiði til baka raun-
verðmæti þess láns sem
hann tekur. Á íslenskum
lánamarkaði gilda hins vegar reglur
og háttsemi sem er á skjön við alla
jafnræðishugsun.
Á Íslandi er það aðeins annar aðil-
inn, (íslenskar lánastofnanir) sem
tilkynnir lántakandanum með reglu-
bundnum hætti eða árlega, um
hækkun höfuðstóls láns. Einhver
þriðji aðili „úti í bæ“, oftast opinber
stofnun eða lánveitandinn sjálfur,
reiknar ímyndaða hækkun á raun-
virði höfuðstólsins án tillits til
aðstæðna lántakanda eða raunvirði
hagtalna í lífi hans. Þessi háttur er
ekki aðeins á skjön við það jafnræði
sem aðilar ættu að búa við, sam-
kvæmt almennum hugmyndum um
jafnræði heldur má flokka hann
undir ok. Það að höfuðstóll láns vaxi
samkvæmt duttlungum annars aðil-
ans og án atbeina hins er ekki sam-
kvæmt leikreglum mannréttinda-
sáttmála. Leikreglur íslenska
lánamarkaðarins svipta flesta lán-
takendur fjárhagslegu frelsi.
Íslenskir lántakendur hafa t.d. engin
tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð
sér þegar lánveitandi ákveður upp á
sitt eindæmi að breyta vöxtum, því
á markaðnum ríkir fákeppni og
sameiginlega reyna lánastofnanir
að kúga út úr almenningi eins mikið
fé og þær mögulega geta. Allt er selt
á okurverði samanber færslugjöldin
og dráttarvextirnir eins og þeir eru
í dag.
Lántakendur á Íslandi búa við
hálfgerða einokun einnar stórrar
bankaklíku á peningamarkaðnum,
sem endurspeglast t.d. í því að hér
eru almennir vextir margfalt hærri
en í nágrannalöndunum. Banka-
klíka þessi tók við af ríkisbankaklík-
unni þegar ríkisbankarnir
voru seldir útvöldum ein-
staklingum og félögum á
slikk. Þar að auki leyfist
bönkum á Íslandi að
semja við lántakendur
um tvenns konar vexti,
annars vegar fasta vexti
og hins vegar breytilega
vexti. Um föstu vextina
er samið við töku láns,
en breytilegu vextirnir
eru eins og verðtrygg-
ingin á höfuðstól lána
háðir einhverjum aðstæðum sem
lántakandi hefur engin áhrif á. Á
sumum lánum hvíla jafnvel allir
þessir vextir; verðtrygging, fastir
vextir og breytilegir vextir. Þar að
auki hafa bankarnir leyfi til að
krefja lántakendur um sérstakt
gjald ef lán er greitt upp, fyrir áætl-
aðan endurgreiðslutíma, en það
gjald getur komið í veg fyrir að lán-
takandi ákveði að skipta við aðra
lánastofnum ef þar bjóðast betri
vaxtakjör. Ofan á allt saman leggur
svo ríkissjóður skatta á alla lántöku
með svokölluðum stimpilgjöldum,
sem hamlar enn meir samkeppni á
lánamarkaðnum.
Það þarf að gera róttækar breyt-
ingar á íslenskri bankalöggjöf og
ríkissjóður þarf að leggja af gjöld
sem hamla eðlilegri samkeppni.
Almenningur á ekki að sætta sig við
að þurfa að taka lán á þessum kjör-
um sem nú bjóðast, t.d. til að reisa
sér þak yfir höfuðið og mennta sig
til að koma undir sig fótunum og
koma börnum sínum til manns. Í
raun er staðan sú að ungt fólk sem
kaupir sér húsnæði festist í neti
„kúgara“ sem heimta andvirði láns-
ins (hússins) allt að þrefalt til baka,
enda fer mest öll starfsævi almenn-
ings á Íslandi í að greiða upp hús-
næðislán.
Rök bankanna á móti breytingum
á verðtryggingu lána eru m.a. þau að
benda á alla þá fjármuni sem Íslend-
ingar eiga í bönkunum og lífeyris-
sjóðunum og hvort menn sætti sig
við að þeir fjármunir rýrni í verð-
bólgu þeirri sem er viðvarandi í
Íslandi. Þar komum við aftur að
sama einkenninu í íslenskri lána-
starfsemi sem áður var nefnt, en það
er með verðtrygginguna á innlánin
eins og útlánin að það er bankinn
sjálfur sem ákveður verðtrygging-
una en ekki eigandi innistæðunnar.
Ef eigandi innistæðu tilkynnti bank-
anum um raunhækkun á innistæð-
unni samkvæmt hans eigin hag, þá
væru þessu rök bankanna gild. Það
eru lánastofnanir sem hafa þennan
útreikning allan á eigin hendi og rétt
til að hækka höfuðstól láns eða inni-
stæðu og breytilega vexti að eigin
geðþótta og á meðan svo er mun
íslenskur almenningur þrautpíndur
og okaður.
Verkefnið er að banna verðtrygg-
ingu lána, breytilega vexti og öll
ákvæði samninga sem hafa í för
með sér ófyrirséðar afleiðingar. Svo
þarf að leggja af stimpilgjöld hins
opinbera.
Höfundur er varaþingmaður
Frjálslynda flokksins í
Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hin íslenska verðtrygging
bragð sem aldrei bregst
www.isam.is