Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35
Það er að verða eins árviss viðburður hér í landi í nóvember og Bea- ujolais nouveau-rauðvínið að H&M sendi frá sér tískulínu hannaða af einhverjum af frægustu tískuhönnuðum heims. Á eftir Karl Lag- erfeld, Stellu McCartney og Viktor og Rolf er röðin komin að ítalska hönnuðinum Roberto Cavalli. Cavalli sem er 66 ára stendur í stór- ræðum en hann opnaði nýlega tískuhús á Avenue Montaigne, dýrustu götu Parísar. Þótt vissulega sé ekki sami æsingurinn í gangi eins og fyrir þremur árum þegar tískulína Karls Lagerfeld kom í búðir H&M og viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan og slógust um flík- urnar, þá var vissulega líf í tuskunum hjá H&M á fimmtudaginn. Á laugardagskvöld var ekkert eftir frá Cavalli nema hlébarðamun- straðar sokkabuxur. Kannski borgarbúar hafi notað síðasta tæki- færið til að gleyma daglegu hugarangri og verslað, því frá því á þriðjudagskvöld eru almenningssamgöngur lamaðar í borginni og flestir hafa um annað að hugsa en tískuna. Roberto Cavalli er einn þeirra ítölsku hönnuða sem eru uppteknir af „bimbó-stílnum“ líkt og Dolce & Gabbana og Versace, svo ein- hverjir séu nefndir. Kjólarnir eru ermalausir og opnir niður að brjóstum (niður að nafla liggur mér við að segja) gjarnan með dýra- munstri, til dæmis hlébarða- og sebramynstri sem er sérkenni Robertos Cavalli. Aðrir eru þaktir gylltum pallíettum. Með svörtum buxum er boðið upp á ermalausa silfraða toppa. Karlarnir eru hins vegar kappklæddir, meðal annars í smóking sem er tilvalinn fyrir hátíðarnar sem eru á næsta leiti eða í hálfsíðri jakkapeysu með belti úr grófu prjónaefni og skyrturnar eru svartar. Í herralínunni eru tuttugu flíkur í boði en tuttugu og fimm í dömulínunni auk undirfata sem eiga að vera sexí fyrir jólin. Verðið á tískulínu Cavallis hjá H&M er hærra en þekkst hefur til þessa en kjólar Cavallis kosta upp í þrjú hundruð evrur og herra- jakkar á um hundrað evrur. Hins vegar segja þeir sem vel þekkja til að frágangur sé vandaðri en áður. Þannig vill fyrirtækið ekki aðeins skapa sér tískulegri ímynd heldur um leið auka gæði vörunnar. Sést hefur til viðskiptavina sem kaupa eins mikið og hægt er af tískuvör- unum sem síðar eiga sjálfsagt eftir að sjást til sölu á netinu á marg- földu verði, þannig geta þeir sem ekki náðu í eitthvað af góssinu fengið í það minnsta eina flík. H&M er í fullu fjöri á sextíu ára afmælisári sínu en verslanakeðj- an, sem rekur 1.400 búðir í 28 löndum, velti 1.188 milljörðum evra á síðasta ári og skilaði rúmlega 80 milljörðum evra í hagnað. Ekki að undra að keðjan geti keypt sér eins og einn tískuhönnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.