Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 72
Nicole Scherzinger, söngkona bandarísku
kvennasveitarinnar Pussycat Dolls, gefur
á næstunni út sína fyrstu sólóplötu, sem
nefnist Her Name Is Nicole.
Nicole öðlaðist frægð með þátttöku sinni í raunveru-
leikaþættinum Popstar árið 2001. Með frammistöðu
sinni vann hún sér sess í stúlknasveitinni Eden´s
Crush sem náði toppi vinsældalista með
laginu Get Over Yourself. Skömmu
síðar var sveitin lögð niður og í
framhaldinu gekk Nicole til liðs
við Pussycat Dolls, sem gerði
allt vitlaust með lögum á borð
við Don’t Cha, Buttons, Wait a
Minute og Stickwitu.
Nicole segist alltaf hafa ætlað
að gera sólóplötu, spurningin
hafi ekki verið hvort heldur
hvenær. „Það er búið að vera
heiður að starfa með Dolls
og ég vissi að sú hljómsveit
ætti eftir að verða góður
stökkpallur fyrir mig. En
þessi plata er algjörlega
aðskilin frá mínum fyrri
verkum. Hún er persónu-
leg og ég hef lagt mikið í
hana undanfarin tvö ár,“
segir Nicole, sem margir
telja meðal kynþokka-
fyllstu kvenna í tónlistar-
bransanum.
Beyoncé Knowles sneri aftur í
Destiny´s Child eftir að hafa byrjað
sólóferil sinn og svo virðist sem
Nicole útiloki ekki að feta í
hennar fótspor einn daginn. „Ég
held að það yrði gaman að snúa
aftur í Dolls. Við eigum marga
aðdáendur og höfum eytt
miklum tíma í það verkefni.
En ég veit að hinar stelpurnar
eru núna að gera sína eigin
hluti og ég vil njóta Her Name
Is Nicole til hins ítrasta í
augnablikinu,“ segir hún í
viðtali við fréttavef BBC.
Söngkonurnar í Pussycat Dolls
hafa verið sakaðar um að nota
kynlíf til að selja tónlistina sína.
Nicole segir þá gagnrýni vera
ósanngjarna. „Allir eru sakaðir um
þetta í þessum bransa. Gagnrýnendur
sýna alltaf á sér klærnar, sérstaklega
þegar þeir heyra nafn á borð við okkar.
Ég held samt að á endanum segi tónlistin
allt sem segja þarf. Ef maður horfir á
suma af þeim listamönnum sem eru þarna úti held
ég að við höfum verið mun íhaldssamari og fágaðri
en samt höfum við fengið meiri gagnrýni en þeir.
Það skiptir mig samt ekki öllu máli því við létum
gagnrýnina ekki á okkur fá og stóðum á endanum
uppi sem sigurvegarar.“
Nicole segist vera ánægð með endurkomu Krydd-
píanna, enda hafi hún alla tíð litið upp til sveitar-
innar. „Fólk spurði okkur mikið um þær til að byrja
með og ég sagði það frábært ef við næðum helmingi
þeirra vinsælda sem þær höfðu. Við dáðum það
sem þær stóðu fyrir og reyndum að taka við
kyndlinum af þeim. Ég óska þeim alls hins
besta.“
Hin 29 ára Nicole á ættir sínar að rekja
til Havaí, Rússlands og Filippseyja en
ólst upp í Kentucky í Bandaríkjunum.
Hún játar að þessi óvenjulega
blanda hafi líkast til hjálpað sér
á tónlistarferlinum. „Það er
virkilega gaman að koma fram
fyrir hönd fólks víða úr
heiminum. Ég er algjörlega
sér á báti með þetta útlit,
þennan bakgrunn og þessa
tónlistarstefnu í einum pakka.
Margir frá ólíkum löndum
vilja eigna sér mig og ég hef
bara gaman af því. Það
gerir mig að einstakri
manneskju sem hefur upp á
annað að bjóða en aðrir
listamenn.“
Síðasta sýning á skoska verð-
launaleikritinu Svörtum fugli
eftir David Harrower verður í
Hafnarfjarðarleikhúsinu
annað kvöld, föstudagskvöld,
klukkan 20. Verkið hefur verið
sýnt síðustu tvo mánuði og
hefur það fengið ágætis við-
tökur. Í Svörtum fugli segir af
endurfundum Unu og Ray sem
áttu í sambandi fyrir fimmtán
árum en hafa ekki sést síðan.
Það eru þau Sólveig Guð-
mundsdóttir og Pálmi Gests-
son sem leika en leikstjóri er
Graham Maley. Miða á loka-
sýninguna má kaupa á midi.is.
Eftir áramót ætla leikararnir
að ferðast um landið með
Svartan fugl. Fyrirhugaðar
eru þrjár sýningar í ársbyrjun;
í Vestmannaeyjum, á Ísafirði
og á Egilsstöðum. Sýningarn-
ar verða kynntar þegar nær
dregur.
Svartur fugl í ferðalag
Búið er að selja yfir sjö þúsund
miða á jólatónleika Frostrósanna
í desember. Þegar er uppselt á
tónleika þeirra í Laugardalshöll, á
Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum
og því hefur verið ákveðið að
halda aukatónleika á öllum
þessum stöðum.
Miðasala á aukatónleikana í
Laugardalshöll hefst í dag en sala
er þegar hafin á hina tónleikana.
Á tónleikunum í Höllinni koma
fram dívurnar Margrét Eir, Hera
Björk, Heiða Ólafs og Regína Ósk
ásamt þremur tenórum.
Sjö þúsund
miðar seldir
Megas og Senuþjófarnir ætla að
ljúka viðburðaríku og skemmti-
legu ári með tónleikum á Nasa
hinn 14. desember. Skemmst er að
minnast vel heppnaðra tónleika
þeirra í Laugardalshöll þar sem
2.500 manns létu sjá sig og
skemmtu þeir sér afar vel.
Samstarf Megasar og Senuþjóf-
anna hefur leitt af sér tvær plötur
á árinu, Frágang og Hold er mold.
Forsala er hafin á tónleikana á
Nasa og er miðaverð 2.000 krónur.
Skemmtilegu
ári að ljúka
Liam Gallagher, söngvari Oasis,
segir það ekki koma til greina að
hljómsveitin
feti í fótspor
Radiohead og
leyfi aðdáend-
um sínum að
ráða hvað þeir
borgi fyrir
plötuna.
Oasis er um
þessar mundir
án plötusamn-
ings, rétt eins
og Radiohead
var þegar hún
ákvað að bjóða
plötuna án
endurgjalds.
Segir Liam að
fyrr skuli hann
dauður liggja en
fara í hljóðver
og leggja hart
að sér fyrir engan pening.
Oasis er þessa dagana að vinna
að sinni sjöundu plötu og kemur
hún væntanlega í búðir snemma á
næsta ári.
Plata Oasis
ekki gefins
Daninn Kim Larsen og hljóm-
sveitin Kjukken hafa gefið út
tvöfalda plötu sem nefnist En lille
pose støj. Platan hefur að geyma
tónleikaupptökur frá tónleikum
þeirra á síðasta ári. Á henni eru
lög frá öllum ferli Larsens allt frá
Gasolin til Kjukken og allt þar á
milli.
Tónleikar Larsens og Kjukken í
Vodafone-höllinni verða haldnir
24. nóvember. Miðaverð er 4.900
krónur.
Tvöfalt frá
Kim Larsen
Við getum haft áhrif hvert á annað
með því að sleppa því að drekka sjálf.
Það er ekkert kúl við það að drekka.