Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 68
Skilur ekki fólk sem borðar hafragraut Netsíðurnar freisting.is og ljós- myndakeppni.is hafa tekið höndum saman og efnt til nýstár- legrar samkeppni fyrir ljós- myndara. Keppnin ber heitið Bak við tjöldin og gengur út á að fanga andrúmsloftið í eldhúsum veitingastaða. „Mér fannst þetta sniðug aðferð til að vekja athygli á bestu veitingastöðum Reykjavíkur og kynna kokkana þeirra, þjónana og matinn,“ segir Smári Valtýr Sæbjörnsson, umsjónarmaður matarsíðunnar freisting.is. Hann valdi veitingahúsin Domo, Perl- una, Vox, Sjávarkjallarann, Hótel Holt, Grillið, Friðrik V og Fisk- markaðinn með í verkefnið. „Allir staðirnir tóku þrælvel í þetta, enda er þátttakendum stranglega bannað að þvælast fyrir kokkunum og trufla keyrsl- una. Þetta eiga að vera svokall- aðar action-myndir, ljósmyndar- arnir eiga að ná stemningunni en ekki láta neitt fyrir sér fara,“ segir Smári. Áhugasamir ljósmyndarar geta skráð sig til leiks á netsíð- unni ljosmyndakeppni.is. Myndir verður að senda inn fyrir 25. nóvember, eftir það fer fram net- kosning um bestu myndina. Ljósmyndir úr eldhúsinu Í indverskri matargerð hefst leikurinn oftar en ekki á því að rista kryddin sem uppskriftin segir til um. Það má þó einnig gera í öðrum tilfellum. Krydd eins og kanill, negull og múskat, sem eru ristuð og möluð heima við, hafa meira og sætara bragð en ef þau eru keypt tilbúin. Byrjið á því að rista kryddið á pönnu við vægan hita í um 1-3 mínútur. Lyktin segir til um hve- nær ristunin er farin að bera árangur. Þegar henni er lokið er best að láta kryddið kólna dálítið. Ef leitast er eftir vægu bragði í matarréttinn er best að nota kryddið heilt. Bragðið magnast ef kryddið er marið í mortéli, eða marið með hnífsblaði ef það er mjúkt að gerð, og mest verður það ef kryddið er malað fínt, til að mynda í kaffikvörn. Malið brauðbita eða hrísgrjón eftir á til að hreinsa kvörnina. Bragðmeira krydd Georg Kári Hilmarsson, liðsmaður Sprengjuhallar- innar, gaf út fyrstu mat- reiðslubók sína fimm ára að aldri og er vel kunnugur eldhúsum á veitingastöðum. Georg, sem leikur á bassa í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni, hefur haft mikinn áhuga á mat- reiðslu frá unga aldri. Samhliða menntaskólanámi vann hann í eldhúsum veitingastaða, frekar en hinum megin við borðið. „Mér fannst alltaf svo ótrúlega gaman að elda. Frændi minn var yfir- kokkur á Grillinu og hann smit- aði mig svolítið af þessari bakteríu,“ segir Georg. „Það munaði nú oft litlu að ég henti skólabókunum frá mér og hopp- aði í þetta, en það var vinnutím- inn og annað sem ég nennti ekki alveg að standa í,“ segir hann. Georg segir áhugann á elda- mennsku gegnumgangandi í fjöl- skyldunni. „Mamma er uppá- haldskokkurinn minn, og pabbi kenndi mér líka góða aðferð. Maður á að setja hvítlauk á pönnu í smá olíu og bíða þar til lyktin fer að gera vart við sig. Þá getur maður opnað ísskápinn, séð hvað er til og farið að gera tilraunir,“ útskýrir Georg og hlær við. Mexíkóska súpan er í uppá- haldi hjá Georgi en hana er reyndar ekki að finna í mat- reiðslubók hans sem hann gaf út fimm ára að aldri. „Hún var gefin út í þremur eintökum, og náði yfir svona fimm uppskriftir eða svo. Ég bauð svo fjölskyld- unni og vinafjölskyldu okkar úti í Þýskalandi á veitingahúsið mitt þar sem þau fengu að velja úr bókinni. Það var til að mynda hægt að fá spagettí með tómat- sósu og Goggaborgara,“ segir Georg kíminn. Mexíkósku súpuna segir hann svipaða og íslenska kjötsúpu, að því leytinu til að hún verði bara betri við upphitun. „Svo ræður maður suðutímanum eiginlega sjálfur. Hann getur verið stuttur, og svo er líka hægt að láta hana malla lengi,“ útskýrir hann. Brúnið hakkið í potti með dálít- illi olíu. Kryddið með papriku- kryddi, chilikryddi, cayenne- pipar og salti og pipar, eftir smekk. Bætið lauk og hvítlauk út í og steikið áfram. Bætið niðursoðnum tómötum, papriku, baunum og fíntsökuð- um chilipipar út í ásamt kjúkl- ingasoðinu. Sjóðið. Síðast fara niðurskornir nýir tómatar og kóríander út í; látið súpuna ekki sjóða mikið eftir að því er bætt í. Berið fram með Doritos-flög- um, rifnum osti og sýrðum rjóma. Flögur muldar yfir súpu- skálina, osti og sýrðum rjóma bætt út í. Jólate ársins eru á hraðleið í versl- anirnar Te og kaffi. Um fjórar sér- stakar teblöndur er að ræða, sem allar eru blandaðar með aðventu og jól fyrir augunum. Sigrún Guð- mundsdóttir, verslunarstjóri í Te og kaffi á Laugavegi, segir blönd- una sem heitir Jólate alltaf vin- sælasta. „Við höfum verið með þá blöndu í mörg ár, alltaf svona fyrir jólin. Það er ótrúlega vinsælt og í fyrra seldum við mörg hundruð kíló af því,“ segir Sigrún. „Það er svört teblanda með eplabitum og mikilli jólastemningu,“ útskýrir hún. Í fyrra bauð Te og kaffi einnig upp á þrjár blöndur til viðbótar sem fást nú aftur. Þær heita Frostrósarte, Englate og Aðventute og eru allar mjög ólíkar. „Aðventuteið er grænt te, með möndlum, vanillu og kanil, sem er mjög sniðugt af því að það eru svo margir farnir að drekka græn te,“ útskýrir Sigrún. Frost- rósarteið er hins vegar ávaxtate, þar sem telauf eru fjarverandi með öllu. „Þar er þurrkuðum ávöxtum og jurtum blandað saman. Teið verður mjög fallega rautt, og það er til dæmis mjög gott að nota það í glögg,“ segir Sig- rún, en Frostrósarte er te mánaðarins og því á sérstöku til- boði. Að lokum er Englate búið til úr rauðrunnatei, sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Það er blandað eplum, appelsínublómum, kanil og möndlum. Sigrún segir te njóta sífellt meiri vinsælda og marga þegar farna að spyrja um Jólateið góða. „Það er verið að taka það upp og er væntanlegt í verslanir eftir helgi. Hinar tegundirnar þrjár eru allar komnar,“ segir hún. Tedrykkja í aðdraganda jóla Prófaðu... ...að seilast í kókosmjólk í eldhúsinu. Hana má nota í súpur og kássur, ind- verska rétti og jafnvel bakstur. Bragðið er sætt og gott án þess að vera yfirþyrmandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.