Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur
Stofninn nálægt sögulegu hámarki
Danski forsætisráðherrann
Anders Fogh Rasmussen
getur stjórnað áfram þar
sem flokkarnir að baki
ríkisstjórn hans héldu eins
þingsætis meirihluta að
meðtöldum öðrum tveggja
fulltrúa Færeyinga í þing-
kosningunum á þriðjudag.
Fogh hefur hins vegar sagt að hann
vilji hafa „breitt samstarf“ um
stjórnarstefnuna sem þýðir að
hann mun leita stuðnings Nýs
bandalags, sem fékk fimm þing-
menn kjörna. Þær samninga-
umleitanir kunna að verða snúnar
þar sem það andar köldu á milli
leiðtoga Nýs bandalags og Danska
þjóðarflokksins.
Pia Kjærsgaard, formaður Danska
þjóðarflokksins sem staðið hefur
að baki ríkisstjórn Venstre og
Íhaldsflokksins síðustu tvö kjör-
tímabil án þess að eiga beina aðild
að henni, dró enga dul á að hún
kærði sig ekki um að Naser Khader,
formaður Nýs bandalags, fengi að
hafa nokkur áhrif á stjórnarstefn-
una fyrst meirihlutinn hélt velli.
Sú staðreynd að Danski þjóðar-
flokkurinn bætti við sig fylgi, einn
stjórnarmeirihlutaflokkanna,
styrkti Kjærsgaard í þessari kröfu-
gerð. Í sjónvarpsumræðum flokks-
leiðtoganna á kosninganótt hirti
hún Khader fyrir að gerast svo
djarfur að setja fram pólitískar
kröfur fyrir hugsanlegar viðræður
um stuðning Nýs bandalags við
stjórnina. „Þér væri nær að taka
tillit til vilja kjósenda eins og hann
birtist í úrslitunum,“ sagði hún.
Að minnsta kosti framan af kosn-
ingabaráttunni beindi Khader
mjög spjótum sínum að Danska
þjóðarflokknum, einkum og sér í
lagi stefnu hans í innflytjenda-
málum. Markmið Nýs bandalags
var að „brjóta upp blokkapólitík-
ina“ og helst gera miðjustjórn
mögulega sem ekki væri háð stuðn-
ingi Danska þjóðarflokksins. Því
markmiði náði flokkurinn semsagt
ekki og með því að komast ekki í
oddaaðstöðu eins og flestar skoð-
anakannanir höfðu spáð missti
hann af því að komast í samnings-
stöðu sem hefði gert honum kleift
að hafa umtalsverð áhrif á stjórnar-
stefnuna næstu fjögur árin.
Undir lok kosningabaráttunnar
lagði Nýtt bandalag meiri áherzlu
á skattalækkanir og opinberaði sig
þar með sem borgaralegur flokkur.
Yfirlýsing Khaders tveimur dögum
fyrir kjördag um að hann hallaðist
að því að styðja Fogh Rasmussen
til stjórnarforystu festi flokkinn
endanlega í sessi sem hluta af
„borgaralegu blokkinni“.
Í flokksleiðtogaumræðunum á
kosninganótt sagði Fogh Rasmus-
sen sjálfur að hann vildi bíða unz
endanleg úrslit lægju fyrir áður en
hann ákveddi næstu skref. Eftir að
ljóst varð að Edmund Joensen, for-
seti færeyska Lögþingsins úr Sam-
bandsflokknum, systurflokki
Venstre, yrði annar tveggja full-
trúa Færeyinga á danska þinginu
lá fyrir að stjórnarmeirihlutinn
héldi með 90 þingsætum af 179.
„Ég hef upplýst drottninguna
um, að ég talaði nú fyrir hádegi við
Edmund Joensen, sem hefur stað-
fest að hann muni ganga til liðs við
þingflokk Venstre. Það þýðir að
ríkisstjórnin hefur tryggan stuðn-
ing 90 þingmanna og þar að auki
hefur Nýtt bandalag sagt að það
styðji mig til ríkisstjórnarforystu.
Á þeim grunni get ég slegið því
föstu, að ríkisstjórnin heldur
áfram,“ sagði Fogh Rasmussen við
fréttamenn er hann kom út af fundi
með Margréti Þórhildi drottningu
um hádegisbil í gær.
Um viðræðurnar framundan um
hugsanlega aðkomu Nýs bandalags
að stjórnarmeirihlutanum sagði
Fogh: „Ég hef aldrei sagt að þetta
yrði auðvelt, en það er það sem
pólitískar viðræður snúast um.“
Hann staðfesti að hann myndi einn-
ig tala við Khader er hann fundaði
eftir hádegið með formönnum
meirihlutaflokkanna til að fara yfir
stöðuna eftir kosningarnar.
Stjórnarandstöðuflokkarnir á
vinstri vængnum hlutu samtals 84
þingsæti, að meðtöldum öðrum
færeysku fulltrúanna – Högna
Hoydal – og báðum fulltrúum
Grænlendinga, Juliane Henning-
sen frá IA og Lars-Emil Johansen
frá Siumut. Þau þrjú mynda Norður-
Atlantshafs-þingflokkinn.
Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut
minnsta fylgi í sögu flokksins frá
því árið 1906, 25,3 prósent, hálfu
prósenti minna en í síðustu kosn-
ingum fyrir þremur árum. Úrslitin
fyrir þremur árum voru ótvírætt
afhroð fyrir flokkinn sem í áratugi
hafði vanizt því að vera stærsti
flokkur landsins. Enda sagði þáver-
andi formaður, Mogens Lykketoft,
af sér eftir tapið. Núverandi for-
maður, Helle Thorning-Schmidt,
hefur aðeins haft tvö ár til að byggja
flokkinn upp á ný. Henni er þó ekki
kennt um að flokkurinn skyldi nú
fá sína verstu útkomu í 100 ár; öllu
heldur er henni þakkað fyrir að
vinna vissan varnarsigur; almenn
ánægja er innan flokksins með
frammistöðu hennar í kosninga-
baráttunni og þótt hún hafi ekki
náð því markmiði að verða forsætis-
ráðherra er almennt álitið að hún
hafi fest sig í sessi sem forsætis-
ráðherraefni. „Það gengur bara
betur næst,“ sagði hún líka í ávarpi
á kosningavöku jafnaðarmanna,
við almennan fögnuð viðstaddra.
Það sem bætir annars stemning-
una á vinstri vængnum er fádæma
gott gengi Sósíalíska alþýðu-
flokksins, SF, undir forystu Villy
Sövndal. Hann nær því tvöfaldaði
þingmannafjölda sinn úr 12 í 23.
Aftur á móti tapaði Radikale
Venstre (RV), sem er frjálslyndur
miðjuflokkur sem hallast til sam-
starfs til vinstri, helmingi þingliðs
síns. Sú blóðtaka er ekki sízt rakin
til Nýs bandalags, sem þingmenn
úr RV áttu frumkvæði að því að
stofna, þeirra fremstur Naser
Khader.
Fogh leitar breiðs samstarfs
Góður hundur
á gott skilið
Hunda nammi
(harðfisktöflur)
Hunda bitafiskur
Íslensk framleiðsla
úr úrvals hráefni.
Fæst í Bónus
Of miklar
sveiflur