Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Bærinn keypti sláturhúsið
um síðustu áramót en þá
var það búið að fara fram
og til baka í bæjarstjórn.
Það var mikil pressa frá
fólki í menningargeiranum
því að það vantaði svona
miðstöð,“ segir Kristín
Scheving, framkvæmda-
stjóri Sláturhúss menningar-
seturs sem er að taka til
starfa á Egilsstöðum.
Kristín hefur verið framkvæmda-
stjóri Menningarmiðstöðvar
Fljótsdalshéraðs í tæp tvö ár og er
nú líka framkvæmdastjóri Slátur-
hússins, sem er yfir 2.000 fer-
metra húsnæði á besta stað á
Egilsstöðum. Sláturhúsið var búið
að standa autt í fimm ár þegar það
var keypt í fyrra. Sláturhúsið
verður viðbót í menningarlífinu á
Fljótsdalshéraði því verið er að
byggja Menningarhús Fljótsdals-
héraðs, sviðslistahús og ráðstefnu-
hús við ráðhúsið.
Menningarmiðstöð Fljótsdals-
héraðs verður hins vegar til húsa í
gamla sláturhúsinu og vonast
Kristín til að þar verði líka vinnu-
stofur listamanna, gallerí og stór-
ir viðburðir eins og Kvikmynda-
hátíðin 700IS Hreindýraland og
atvinnuleikhópurinn Frú Norma
ásamt öðrum smærri viðburðum
og sýningum. „Þegar er mikið sótt
í að vera með sýningar, uppistanda
og alls konar gjörninga,“ segir
Kristín.
Sláturhús menningarsetur er
einkahlutafélag undir stjórn fimm
manna. Stefnt er að því að félagið
verði að hluta til í eigu bæjarins
og að hluta einkaaðila. „Þeir vilja
að þetta rúlli áfram og verði ekki
baggi á bænum,“ segir hún og
telur mjög gefandi að sitja á
fundum með fólki úr viðskipta-
lífinu. „Á þessum fundum fljúga
alls konar hugmyndir. Það er rosa-
leg innspýting fyrir þetta verk-
efni að fá sterka aðila úr viðskipta-
lífinu til þátttöku. Við vonumst til
að fá fleiri til liðs við okkur og fá
þannig fjármagn inn í verkefnið,“
segir Kristín.
Verkefnið er þegar byrjað en
starfsemin og framkvæmdir við
sláturhúsið sjálft eru á langtíma-
áætlunum til 2012. Framkvæmdir
eru fram undan. „Húsið var fullt af
drasli þegar við fengum það afhent
og við erum núna að rýma það en
það var aðallega notað fyrir
geymslur og líka sem eggjafram-
leiðsla og ullarframleiðsla. Menn-
ingarsetrið verður í öllu rýminu.“
„Fyrst ætlum við að taka neðri
hæðina í gegn en þar verður menn-
ingarhátíð ungs fólks, aðstaða fyrir
ýmsa hópa og æfingahúsnæði fyrir
tónlistarfólk. Það þarf að setja
lyftu í húsið, laga það að utan og
klæða það. Við ætlum að gefa þessu
tíma og rjúkum ekki í að laga allt
núna strax. Fyrir utan sláturhúsið
er líka risastór braggi sem fylgir. Í
framtíðinni verður byggður upp
nýr miðbær á þessu svæði og þá
vonum við að fólk geti komið
hingað á kaffihús og sest, þetta
verði staður fyrir fólk að hittast.“
Kristín hefur búið lengi erlendis
og segir að þar megi víða finna
skemmtileg rými fyrir listastarf-
semi í gömlu iðnaðarhúsnæði. „Í
Liverpool er gamalt hafnarsvæði
sem var gert upp og breytt í gall-
erí, kaffihús og vinnustofur. Slátur-
húsið verður minni útgáfa af slíku
svæði en eigi að síður mjög
skemmtilegt. Það er ótrúlegur
kraftur í listalífinu hérna. Viðtök-
urnar við Sláturhúsinu hafa verið
mjög góðar en það þarf að gefa
þessu tíma. Markhópurinn er lítill
en það er alltaf fullt á öllum opnun-
um. Fólk er greinilega ánægt með
þetta starf.“
Listir í gömlu sláturhúsi
Kálfur launar
sjaldan ofeldið
Líður best þegar ég hef nóg að gera
Ósanngjarnt Vaxandi vinsældir
Alþingismenn og starfsmenn
Alþingis létu mæla blóðsykur sinn í
Kringlunni í Alþingishúsinu í gær í
tilefni af alþjóðadegi Samtaka syk-
ursjúkra. Gestir og gangandi gátu
einnig fengið slíka mælingu bæði í
Kringlunni og Smáralind.
Dagurinn hefur verið haldinn
hátíðlegur síðan árið 1991 en í ár
var hann í fyrsta sinn viðurkenndur
sem einn af hátíðisdögum Samein-
uðu þjóðanna. Í tilefni þess voru
stórhýsi um allan heim lýst með
bláum lit og hlaut Höfði þann heiður
hérlendis. Einnig var um heim allan
safnað fé til styrktar börnum sem
ekki hafa aðgang að insúlíni.
Þingmenn í sykurmælingu
Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is