Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 58
„Áhugi minn á þjóðfræði og forn-
minjum vaknaði sumarið 1976
þegar ég var í sumarvinnu sem
Árni Björnsson þjóðháttafræðing-
ur stýrði,“ segir Sigríður Sigurðar-
dóttir, safnstjóri í Glaumbæ í Skaga-
firði. „Vinnan fólst í að safna upplýs-
ingum um fráfærur því sú kynslóð
sem mundi þær var óðum að hverfa.
Það var mjög skemmtileg upplifun.
Við vorum tvær stúkur sem fórum
um Strandasýslu og Gullbringu- og
Kjósarsýslu og þar hitti ég fólk sem
gat frætt mig um fráfærur og ótal-
margt fleira.“
Sigríður er fædd og uppalin að
Stóru-Ökrum í Skagafirði og er
komin þangað aftur eftir fjarveru.
Hún er sagnfræðingur og kennari að
mennt og hefur þefað af þjóðhátta-
fræðinni líka. Um þessar mundir á
hún tuttugu ára starfsafmæli sem
safnstjóri.
„Ég kom hingað í Skagafjörð síð-
sumars 1987 til starfa hjá Byggða-
safni Skagfirðinga sem er elsta
byggðasafn landsins, stofnað 1948.
Það liðu fjögur ár þar til fyrsta sýn-
ingin var opnuð í gamla bænum í
Glaumbæ, hann var þá orðinn einn af
torfbæjunum í húsasafni Þjóðminja-
safnsins og er enn. Í framhaldinu
settu fleiri söfn upp sýningar í slík-
um bæjum og í byrjun var það fast-
mótuð hugmynd fólks að byggðasöfn
væru í torfbæjum. Fólk hélt að ég
hefði ekkert að gera á veturna af því
enginn kæmi í bæinn þá. En fyrsta
verkefni mitt var að finna annað
húsnæði til að vista muni í og grisja
sýninguna í Glaumbæ því þar hafði
verið bætt endalaust við. Einnig að
byrja á því starfi sem þarf að vera
á öllum söfnum sem er rannsóknir
og fræðsla. Þetta hafðist allt en hún
var ekki merkileg skrifstofan fyrstu
fjögur árin því hún var bókstaflega í
bílnum hjá mér.“
Auk þess að safna öllu sem tengist
búferlaflutningum, samgöngum og
sögu íslenska hestsins segir Sigríður
Byggðasafn Skagfirðinga leggja höf-
uðáherslu á allt sem lúti að byggingu
torfbæja og lífinu í þeim. „Við erum
sennilega í torfríkasta héraði lands-
ins því af þeim byggingum sem eftir
standa úr því efni eru flestar í Skaga-
firði. Hér er líka auðvelt að ná í torf
ennþá þrátt fyrir þurrkun landsins,“
segir Sigríður, sem í lokin nefnir
tvær einfaldar ástæður endingar
hennar í starfi safnstjóra. „Spenn-
andi verkefni og frábært samstarfs-
fólk.“
„Eru ekki konur alltaf í einhverju
átaki? Það er í kjólinn fyrir jólin
og bikiníið fyrir sumarið. Ég tek
þetta bara jafnt og þétt og hreyfi
mig reglulega.“
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gylfi Þorsteinsson
Sólvöllum, Raufarhöfn,
lést miðvikudaginn 7. nóvember á sjúkrahúsinu á
Húsavík. Útförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00.
Guðný Sigurbjörnsdóttir
Þór Einarsson Janet Borques
Guðmundur Einarsson Katrín R. Rúnarsdóttir
Árni Heiðar Gylfason Erla Guðmundsdóttir
Sigurbjörn Smári Gylfason Ólína S. Ólafsdóttir
Ófeigur Ingi Gylfason Anna H. Traustadóttir
Sandra Ösp Gylfadóttir Halldór Baldvinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Guðmundur Þorleifsson
frá Svínhólum í Lóni,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Höfn Hornafirði þann
8. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju
föstudaginn 16. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð
Skjólgarðs.
Unnsteinn Guðmundsson Sigríður Kristjánsdóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir Eysteinn Ingólfsson
Áslaug Guðmundsdóttir Jón Bjarnason
Júlíus Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, ömmu, langömmu, langa-
langömmu og tengdamóður,
Þórlaugar Kristinsdóttur
Grundargötu 7, Dalvík.
Starfsfólki Dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík eru
færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun og alúð.
Sérstakar þakkir fær Sr. Guðrún Eggertsdóttir fyrir
góða nærveru og samkennd. Guð blessi ykkur öll.
Arnfinnur Friðriksson Steinunn Pálsdóttir
Jóna Kristín Friðriksdóttir Stefán A. Magnússon
Gunnar Magni Friðriksson Sigrún K. Júlíusdóttir
Friðrik Reynir Friðriksson Marín Jónsdóttir
Irma Ingimarsdóttir Bjarmi Fannar Irmuson
Silja Pálsdóttir Freyr Antonsson
og fjölskyldur.
80 ára afmæli
Þorsteinn Einarsson
(Steini frá Sólheimum)
(Steini Rock)
Ég verð 80 ára þann 17. nóvember og
af því tilefni tek ég á móti gestum á
Hótel Lunda í Vík í Mýrdal frá kl. 18.00
sama dag.
Vonast til að sjá sem flesta,
Steini
Elskuleg eiginkona mín,
Ingibjörg Barðadóttir
Spítalastíg 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 12. nóv-
ember. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00.
Garðar Jónasson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ósk Þ. Sigursteinsdóttir
Heiðargerði 5, Akranesi,
lést á heimili sínu 9. nóvember sl. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Akraness. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkr-
unar á Akranesi.
Árni P. Baldursson
María Lovísa Árnadóttir Stefán Sigurðsson
Kristján Ingi Hjörvarsson Jórunn María Ólafsdóttir
Árni Þór Árnason Anna Soffía Hákonardóttir
Arnar Már Árnason Perla Dögg Einarsdóttir
Helgi Þór Heiðarsson Hólmfríður Sólveig Hjaltadóttir
Sigurást Aðalheiður Árnadóttir Ármann Rúnar Vilhjálmsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Bjarni Eyvindsson
Dynskógum 8, Hveragerði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
föstudaginn 9. nóvember sl., verður jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.
Gunnhildur Þórmundsdóttir
Eyvindur Bjarnason Þórdís Magnúsdóttir
Kjartan Bjarnason Sigríður Inga Wiium
Rakel Móna Bjarnadóttir Ármann Ægir Magnússon
Gréta Mjöll Bjarnadóttir Björn Ragnar Björnsson
Ingvar Bjarnason Hrafnhildur Loftsdóttir
Svanur Bjarnason Gunnhildur Gestsdóttir
Jakob Þór Skúlason Jóhanna Hallgrímsdóttir
Þórmundur Skúlason Rósa Hjálmarsdóttir
Vilberg Skúlason Guðlaug Skúladóttir
börn og barnabörn.
90 ára afmæli
Ari Benjamínsson
Hringbraut 2a, Hafnarfirði,
er 90 ára í dag. Ennfremur eiga þau
hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Ari
60 ára brúðkaupsafmæli.
Þau eru að heiman.
Heittelskaður eiginmaður minn,
sálufélagi, besti vinur og pabbi okkar,
Ásgeir Einarsson
lést 7. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda
Linda Björk Hávarðardóttir og börn.
Keisaradæmi afnumið