Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 4
 Talið er að ný smáeyja hafi verið uppgötvuð norður af Grænlandi, undir ísnum sem þar er að bráðna. Ef staðfest verður að þarna sé í raun um eyju en ekki sker að ræða yrði hún norðlægasta eyja heimsins. Það gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir kröfur Grænlendinga/Dana um land- grunnsréttindi í Norður-Íshafi. Það var bandaríski heimskauta- fræðingurinn Dennis Schmitt sem uppgötvaði eyjuna og gaf henni nafnið Stray Dog West. Ný eyja finnst við Grænland Bæjarstjórn Akraness segir að treysta þurfi forystuhlutverk Íslendinga við beislun vistvænn- ar orku. Eftir umræður undanfarið um málefni Orku- veitu Reykjavík- ur og sameiningu REI og Geysis Green Energy sé rétt að einbeita sér að framtíðar- hagsmunum Orkuveitunnar og eigenda þess. „Bæjarstjórn Akraness hvetur til þess að Íslendingar sameini krafta sína sem mest í orkunýt- ingu á alþjóðavísu,“ segir bæjarstjórinn, sem kveðst taka undir það með Degi B. Eggerts- syni borgarstjóra að Orkuveitan verði áfram í útrásinni og að alls ekki sé útilokað að af frekara samstarfi verði við Geysi Green Energy. Vill sameina útrásarkrafta Bandaríska alríkis- lögreglan FBI hefur komist að þeirri niðurstöðu að öryggisverðir bandaríska fyrirtækisins Black- water hafi enga ástæðu haft til að skjóta fjórtán af þeim sautján manns sem þeir drápu á götum Bagdad í september. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá þessu í gær og byggir frétt sína á viðtölum við menn sem hafa fengið upplýsingar um rannsókn málsins. Blaðið segir ekkert staðfesta fullyrðingar Blackwater-manna um að óbreyttir íraskir borgarar hafi skotið í áttina til þeirra áður en þeir sjálfir beittu skotvopnum. Alríkislögreglan telur hugsan- legt að Blackwater hafi haft ástæðu til að skjóta á þrjá hinna látnu, þá vegna þess að þeim hafi stafað ógn af þeim og réttlætanlegt hafi verið að grípa til varnar. Rannsóknin hefur leitt í ljós að fimm Blackwater-mannanna hafi beitt skotvopnum sínum í Bagdad 16. september síðastliðinn. Rann- sóknin hefur beinst meir að einum þeirra en hinum því hann er talinn bera ábyrgð á nokkrum drápanna. Óljóst er hvort ákært verður þar sem starfsmenn erlendra öryggis- fyrirtækja njóta friðhelgi í Írak. Þá hefur bandaríska utanríkisráðu- neytið sagt að öryggisverðir þess njóti takmarkaðrar friðhelgi, en telur það þó ekki koma í veg fyrir saksókn í Bandaríkjunum. Fjórtán drápanna tilefnislaus Dómstóll í Þýska- landi gaf í gær leyfi til þess að umdeild brú yrði reist í næsta nágrenni borgarinnar Dresden. Framkvæmdum hafði verið frestað vegna þess að bygginga- svæðið er bæði á heimsminjaskrá UNESCO og vistsvæði sjald- gæfrar leðurblökutegundar. Dómstóllinn setti þó það skilyrði að hámarkshraði á brúnni yrði 30 kílómetrar að næturlagi til þess að stofna ekki leðurblöku- stofninum í hættu. Í júní gaf UNESCO borgaryfir- völdum fjögurra mánaða frest til að breyta áætlunum um fram- kvæmdirnar, en stjórnin í Saxlandi, sem er eitt sextán sambandslanda Þýskalands, brást ókvæða við þeim kröfum. Krafa UNESCO að engu höfð „Þetta eru mikil gleði- tíðindi. Jóhanna var búin að gefa stór loforð um hvað hún hygðist gera kæmist hún aftur í ríkis- stjórn. Ég sé ekki annað en hún ætli að standa við orð sín,“ segir Sædís Björk Þórðardóttir, for- maður Félags einstakra barna, um nýtt frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Frumvarpið kveður á um breyt- ingar á lögum sem sett voru árið 2006 sem fjalla um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Markmiðið er að koma betur til móts við foreldra barna sem þurfa mikla umönnun vegna veikinda en annmarkar þóttu á núgildandi lögum. Aðeins höfðu tíu foreldrar sótt um aðstoð á grundvelli þeirra auk þess sem fjölskyldur, sem áttu barn sem hafði greinst með lang- vinnan sjúkdóm 1. janúar 2006, nutu ekki góðs af lögunum. Þá þóttu greiðslurnar of lágar en þær námu að hámarki 95 þúsund krón- um. Í frumvarpi Jóhönnu er lagt til tvískipt kerfi. Annars vegar er lagt til að foreldri sem hefur verið samfellt í sex mánuði á vinnu- markaði áður en barn þess grein- ist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða fötlun geti átt sam- eiginlegan rétt með hinu foreldri barnsins á greiðslum sem nema 80 prósentum af meðaltali heildar- launa í allt að þrjá mánuði. Í alvar- legustu tilvikunum er heimilt að framlengja rétt foreldra á tekju- tengdum greiðslum í allt að sex mánuði samtals. Hins vegar er lagt til að sá hópur foreldra barna sem þarfnast veru- legrar umönnunar njóti 130.000 króna mánaðargreiðslna þegar tekjutengdakerfinu sleppir. „Því miður er þetta ekki aftur- virkt fyrir þá foreldra sem eiga börn sem greindust með veikindi fyrir 1. janúar 2006. Mér sýnast þetta samt vera miklar úrbætur,“ segir Margrét Össurardóttir, móðir Kristjönu Lífar, sem greindist með fötlun tveimur mánuðum áður en fyrra frumvarpið tók gildi og gátu foreldar hennar því ekki notið greiðslna á grundvelli þess. „Það er full ástæða til að óska foreldrum langveikra barna til hamingju með þetta,“ bætir Margrét við. Hanna Sigurrós Ásmundsdóttir, móðir Svanfríðar Briönu, níu ára langveikrar stúlku, segist ekki treysta sér til að gleðjast strax. „Síðasta frumvarp hljómaði mjög vel, svona áður en maður sá smáa letrið og áttaði sig á því að við áttum ekki rétt á neinu. Ég vona samt hið besta.“ Foreldrar langveikra barna vongóðir Félagsmálaráðherra hefur lagt til nýtt frumvarp sem kveður á um breytingar á lögum um greiðslur til foreldra langveikra barna. Annmarkar þykja á núgild- andi lögum. Formaður Félags einstakra barna segir nýtt frumvarp gleðitíðindi. Af þeim 232 ökutækjum sem óku Víkurveg í norðurátt á einni klukkustund fyrir hádegi í Grafarvogi í fyrradag reyndust 128 vera yfir leyfilegum hámarkshraða, eða 55 prósent ökumanna. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu kílómetrar á klukku- stund, en meðalhraði hinna brotlegu var 68 kílómetrar. Alls óku 22 ökumenn á sjötíu kílómetra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 101 kílómetra hraða á klukkustund. Helmingur ökumanna ók of hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.