Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 42
 15. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR Til stendur að setja nýtt hjólabrettasvæði upp sunn- an við íþróttahúsið Smárann og Fífuna. Svæðið er unnið út frá tillögu garðyrkjustjóra Kópavogs sem bæjarráð hefur samþykkt. „Þetta er í raun malbikaður platti, svipaður þeim í Seljahverfi við Breiðholtsbrautina. Frekar slétt, malbikað svæði þar sem gott er að renna á brettum og öðru og ekkert sem truflar. Mikil áhersla verður lögð á góða lýsingu. Síðan eru hug- myndir uppi um að þarna verði haldin einhvers konar brettamót næsta vor.“ Þetta segir Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæj- ar, um nýtt hjólabrettasvæði sem bærinn ætlar að láta reisa sunnan við íþróttahúsið Smárann og Fíf- una upp úr áramótum ef veður leyfir. Sem stendur er verið að undirbúa svæðið fyrir komu tækj- anna, sem notuð verða til bretta- iðkunar, en verið er að setja þau saman erlendis. Kópavogsbær bætist þar með í ört stækkandi hóp bæjarfélaga, sem hafa tekið fullbúin hjóla- brettasvæði í notkun. Nægir þar að nefna Akureyri og Sel- tjarnarnes. En spurning vakn- ar af hverju Kópavogsbær hafi fyrst núna ákveðið að samþykkja hjólabrettasvæði þar sem íþrótt- in hefur verið stunduð hérlendis árum saman. „Það er nú ekki fyrr en á síðustu árum sem alvöruvellir hafa verið búnir til,“ svarar Friðrik. „Hér var settur upp rampur í kringum árið 1990. Hann entist hins vegar ekki neitt og var á endanum fjar- lægður ónýtur. Svo voru frum- stæð tæki til brettaiðkunar, rör og rampur og þess háttar, niðri við bílastæðið hjá Kópavogsvelli. Það var tekið út af Landsmótinu og ekkert sett í staðinn. Hér var því ekkert brettasvæði.“ Að sögn Friðriks varð þessi skortur til þess að nokkrir dreng- ir tóku sig saman og fóru á fund bæjarstjóra og óskuðu eftir brettasvæði. „Bæjarstjórinn bað mig að skoða málið og ég kom síðan með tillögu að staðsetningu, sunnan við Fífuna og Smárann og við hlið- ina á gervigrasvelli, en við höfum sett slíka velli upp fyrir alla skóla bæjarins. Tillagan að svæðinu var síðan samþykkt af bæjarráði Kópavogs.“ Hjólabrettasvæðið mun ekki aðeins koma að góðum notum fyrir hjólabrettaiðkendur, heldur mun það nýtast vel fyrir reiðhjól, línu- og hjólaskauta. Það verður opið allri fjölskyldunni en Frið- rik á þó frekar von á að yngri kyn- slóðirnar nýti sér aðstöðuna held- ur en þær eldri. „Hefurðu séð marga yfir fimm- tugt á bretti?“ spyr hann og hlær. „Ekki ég og auk þess held ég að það gæti beinlínis verið hættu- legt. Sérstaklega fyrir fólk sem er komið með beinþynningu og þess háttar.“ Blaðamanni liggur þá forvitni á að vita hvort Kópavogsbúar megi ekki vænta þess að sjá garðyrkju- stjórann sinn taka smá snúning á svæðinu? „Nei, ekki sjens,“ svarar Frið- rik að bragði. „Ég er svo klauf- skur og nokkuð viss um að ég myndi brjóta mig við það eitt að stíga á bretti,“ segir hann hlæj- andi og bætir við að hann eftirláti frekar syni sínum slíkar kúnstir. Sá sýni nokkuð góða takta á hjóla- brettinu. - rve Fullkomið hjólabrettasvæði Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, sunnan við íþróttahúsið Smárann og Fífuna þar sem til stendur að reisa hjólabrettasvæði. Að hans sögn mun það verða opið öllum sem vilja og einnig nýtast vel fyrir reiðhjól, línu- og hjólaskauta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í leikskólanum Kór í Kópavogi er lögð áhersla á heilsueflingu eins og í fleiri leikskólum í bænum. Friðarlundur, Gleðilundur, Gæða- lundur, Kærleikslundur, Tryggðar- lundur og Vinarlundur eru nöfn á deildum heilsuleikskólans Kórs við Baugakór 25 í Kópavogi. Áhersl- an þar er á heilsueflingu eins og í fleiri leikskólum bæjarins og kjör- orðið er hið gamalkunna og sígilda slagorð „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Heilsuskólinn Kór varð eins árs í júní í sumar en börnin sem þar dvelja eru frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Um það bil 20 börn eru á hverri deild og þeim er skipt eftir aldri. Kór er einkarekinn leikskóli af verktakanum RV-ráðgjöf. Þar gilda í meginþáttum sömu reglur og í öðrum leikskólum Kópavogs og fylgt er sömu gjaldskrá. Boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma og getur hann verið frá fjórum upp í níu tíma. Einnig er hægt að kaupa svokall- aða opnun og lokun sem er 30 mín- útur fyrir og fram yfir umsamdan vistunartíma. - gun Heilsuefling í leikskólanum Kór Þessi unga stúlka ber örugglega holla fæðu fyrir sína gesti eins og venjan er í heilsu- leikskólanum Kór. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr u m ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Litir í miklu úrvali Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.