Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 13

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 13
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 13 EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópu- þingmaðurinn Claudio Fava segist hafa sannanir fyrir því að flugvélar sem notaðar voru í leyniflugi með fanga á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafi ítrekað lent á flugvelli í Úkraínu. Hann segist einnig vera að kanna hvort CIA hafi notfært sér aðstöðu í herstöð í Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu neita því að nokkuð sé hæft í þessu. Á síðasta ári birti Fava upplýsingar um meira en þúsund fangaflug á vegum CIA með millilendingum í Evrópuríkjum. - gb Fangaflug CIA í Evrópu: Úkraína tengd fangaflugi CIA FÓLK Fjölskylduhjálp Íslands veitti fimmtíu stuðningsaðilum þakkarbréf fyrir dygga aðstoð við hátíðlega athöfn í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu á þriðjudaginn var. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Ragnhildur Gísladóttir, verndari félagsins, afhentu bréfin. Hvern miðvikudag dreifir Fjölskylduhjálp rúmlega einu tonni af matvælum til bágstaddra á Íslandi og segir Ásgerður Flosadóttir, formaður félagsins, framlag stuðningsaðilanna, sem oftast er í formi matvæla, vera ómetanlegt. Ráðherra þakkaði Fjölskyldu- hjálp sérstaklega fyrir gott starf og minnti á að enginn leitaði sér aðstoðar tilneyddur. Þá sagði hann mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar við að skapa jafnara og betra samfélag. - eb Þakkarbréf Fjölskylduhjálpar: Þiggur aðstoð fimmtíu aðila STUÐNINGSAÐILUM ÞAKKAÐ Fimmtíu stuðningsaðilar Fjölskylduhjálpar Íslands veita ómetanlegan stuðning. VÍETNAM, AP Fleiri lík hafa fundist eftir flóðin í Víetnam um helgina og er fjöldi látinna nú kominn upp í 35. Það sem af er nóvember- mánuði hafa 86 manns látist og 227 frá því að flóðahrinan hófst í lok október. „Yfir 100.000 manns horfa fram á matarskort þar sem margir þeirra hafa tapað öllum matarbirgðum sínum í flóðahrinu sem hefur verið í meira en mánuð,“ sagði Van Phu Chinh, yfirmaður deildar sem hefur eftirlit með stormum og flóðum á svæðinu. Talið er að 190.000 hús hafi farið á kaf í flóðunum. - sdg Matarskortur yfirvofandi: 227 látist í flóð- um í Víetnam FLÓÐ Yfir 200 manns hafa látist í flóðunum og meira en hundrað þúsund manns horfa fram á matarskort. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vetnisverðlaun Forsætisráðherra Íslands tók við heið- ursverðlaunum Alþjóðavetnissam- starfsins á Alþjóðaorkuþingi í Róm. Verðlaunin voru veitt fyrir framlag Íslands til framþróunar og kynningar á alþjóðavetnissamfélaginu. ÍSLAND EFNAHAGSMÁL Hætta er á að heimilin lendi í vand- ræðum ef húsnæðismark- aðurinn frýs og vextir lækka ekki á næstunni. Þetta er mat Ingólfs H. Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra ráðgjafa- fyrirtækisins Fjármál heimilanna. Hann vill að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr verðbólgu- mælingunni. „Mér finnst alvarlegast í þessu að ríkisstjórnin virðist ætla að horfa á og bíða eftir því að verð á húsnæðismarkaði fari að lækka og slá á verðbólguna. Það er dálítið harkaleg aðgerð því að það mun þýða að mörg heimili gætu orðið gjald- þrota meðan verðbólgu- markmiðunum er náð með þessum hætti,“ segir Ingólfur. Hann telur að markmið- inu sé hægt að ná með því að taka húsnæðisþáttinn út úr neysluverðsvísitöl- unni. „Það mun ekki laga efnahagsástandið í landinu en það mun allavega verða til þess að Seðlabankinn tæki annað viðmið en hann gerir í dag. Hann sæi verð- bólguna lækka og myndi lækka vexti eins og beðið er eftir að ger- ist. Seðlabankinn hefur þá réttlæt- ingu fyrir því að lækka vexti og heimilin í landinu myndu sleppa fyrir horn.“ Ingólfur bendir á að víða erlend- is sé húsnæðisþættinum sleppt út úr vísitölunni. Bankarnir horfi ekki á það þegjandi og hljóðalaust að húsnæðismarkaður frjósi, eignaverð hrapi og veð fyrir lánum rýrni. „Mörg heimili í land- inu sem nú fleyta sér áfram munu lenda í miklum erfiðleikum. Það er ljóst. Mér finnst það allt of hár fórnarkostnaður þar sem hægt er að ná svipuðum árangri með tæknilegu inngripi inn í efnahags- kerfið.“ - ghs Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fjármála heimilanna: Heimilin lenda í vandræðum INGÓLFUR H. INGÓLFSSON NEYTENDUR SAMAN-hópurinn samþykkir ekki frumvarp um sölu léttvíns og bjórs í matvöru- verslunum. Hópurinn tekur mark á niðurstöðum þeirra rannsókna sem sýna að aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu, einnig meðal unglinga, segir í tilkynningu. Þá telur SAMAN-hópurinn að frumvarpið gangi gegn allri reynslu og þekkingu sem hafi gefið góða raun í forvarnarstarfi á Íslandi undanfarin ár. Í SAMAN-hópnum eru þrjátíu fulltrúar stærstu sveitarfélaga landsins, auk félaga og samtaka sem láta sig velferð barna og ungmenna varða. - eb Mótmæla áfengisfrumvarpi: Aukið aðgengi eykur neyslu TOYS”R”US Við auglýsum eftir afgreiðslufólki í fullt starf TOYS”R”US hefur fengið góðar viðtökur á Íslandi. Þess vegna auglý- sum við nú eftir enn fleira starfsfólki. Hefurðu: Við viljum byrja á því að þakka öllum nýju viðskiptavinum okkar á Íslandi fyrir frábærar móttökur á opnun nýrrar verslunar okkar í Kópavogi. Við viljum ein- nig þakka fyrir tillitsemina sem þið hafið sýnt starfsfólki okkar. SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.