Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 16.11.2007, Síða 13
FÖSTUDAGUR 16. nóvember 2007 13 EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópu- þingmaðurinn Claudio Fava segist hafa sannanir fyrir því að flugvélar sem notaðar voru í leyniflugi með fanga á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA hafi ítrekað lent á flugvelli í Úkraínu. Hann segist einnig vera að kanna hvort CIA hafi notfært sér aðstöðu í herstöð í Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu neita því að nokkuð sé hæft í þessu. Á síðasta ári birti Fava upplýsingar um meira en þúsund fangaflug á vegum CIA með millilendingum í Evrópuríkjum. - gb Fangaflug CIA í Evrópu: Úkraína tengd fangaflugi CIA FÓLK Fjölskylduhjálp Íslands veitti fimmtíu stuðningsaðilum þakkarbréf fyrir dygga aðstoð við hátíðlega athöfn í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu á þriðjudaginn var. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Ragnhildur Gísladóttir, verndari félagsins, afhentu bréfin. Hvern miðvikudag dreifir Fjölskylduhjálp rúmlega einu tonni af matvælum til bágstaddra á Íslandi og segir Ásgerður Flosadóttir, formaður félagsins, framlag stuðningsaðilanna, sem oftast er í formi matvæla, vera ómetanlegt. Ráðherra þakkaði Fjölskyldu- hjálp sérstaklega fyrir gott starf og minnti á að enginn leitaði sér aðstoðar tilneyddur. Þá sagði hann mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar við að skapa jafnara og betra samfélag. - eb Þakkarbréf Fjölskylduhjálpar: Þiggur aðstoð fimmtíu aðila STUÐNINGSAÐILUM ÞAKKAÐ Fimmtíu stuðningsaðilar Fjölskylduhjálpar Íslands veita ómetanlegan stuðning. VÍETNAM, AP Fleiri lík hafa fundist eftir flóðin í Víetnam um helgina og er fjöldi látinna nú kominn upp í 35. Það sem af er nóvember- mánuði hafa 86 manns látist og 227 frá því að flóðahrinan hófst í lok október. „Yfir 100.000 manns horfa fram á matarskort þar sem margir þeirra hafa tapað öllum matarbirgðum sínum í flóðahrinu sem hefur verið í meira en mánuð,“ sagði Van Phu Chinh, yfirmaður deildar sem hefur eftirlit með stormum og flóðum á svæðinu. Talið er að 190.000 hús hafi farið á kaf í flóðunum. - sdg Matarskortur yfirvofandi: 227 látist í flóð- um í Víetnam FLÓÐ Yfir 200 manns hafa látist í flóðunum og meira en hundrað þúsund manns horfa fram á matarskort. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vetnisverðlaun Forsætisráðherra Íslands tók við heið- ursverðlaunum Alþjóðavetnissam- starfsins á Alþjóðaorkuþingi í Róm. Verðlaunin voru veitt fyrir framlag Íslands til framþróunar og kynningar á alþjóðavetnissamfélaginu. ÍSLAND EFNAHAGSMÁL Hætta er á að heimilin lendi í vand- ræðum ef húsnæðismark- aðurinn frýs og vextir lækka ekki á næstunni. Þetta er mat Ingólfs H. Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra ráðgjafa- fyrirtækisins Fjármál heimilanna. Hann vill að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr verðbólgu- mælingunni. „Mér finnst alvarlegast í þessu að ríkisstjórnin virðist ætla að horfa á og bíða eftir því að verð á húsnæðismarkaði fari að lækka og slá á verðbólguna. Það er dálítið harkaleg aðgerð því að það mun þýða að mörg heimili gætu orðið gjald- þrota meðan verðbólgu- markmiðunum er náð með þessum hætti,“ segir Ingólfur. Hann telur að markmið- inu sé hægt að ná með því að taka húsnæðisþáttinn út úr neysluverðsvísitöl- unni. „Það mun ekki laga efnahagsástandið í landinu en það mun allavega verða til þess að Seðlabankinn tæki annað viðmið en hann gerir í dag. Hann sæi verð- bólguna lækka og myndi lækka vexti eins og beðið er eftir að ger- ist. Seðlabankinn hefur þá réttlæt- ingu fyrir því að lækka vexti og heimilin í landinu myndu sleppa fyrir horn.“ Ingólfur bendir á að víða erlend- is sé húsnæðisþættinum sleppt út úr vísitölunni. Bankarnir horfi ekki á það þegjandi og hljóðalaust að húsnæðismarkaður frjósi, eignaverð hrapi og veð fyrir lánum rýrni. „Mörg heimili í land- inu sem nú fleyta sér áfram munu lenda í miklum erfiðleikum. Það er ljóst. Mér finnst það allt of hár fórnarkostnaður þar sem hægt er að ná svipuðum árangri með tæknilegu inngripi inn í efnahags- kerfið.“ - ghs Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fjármála heimilanna: Heimilin lenda í vandræðum INGÓLFUR H. INGÓLFSSON NEYTENDUR SAMAN-hópurinn samþykkir ekki frumvarp um sölu léttvíns og bjórs í matvöru- verslunum. Hópurinn tekur mark á niðurstöðum þeirra rannsókna sem sýna að aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu, einnig meðal unglinga, segir í tilkynningu. Þá telur SAMAN-hópurinn að frumvarpið gangi gegn allri reynslu og þekkingu sem hafi gefið góða raun í forvarnarstarfi á Íslandi undanfarin ár. Í SAMAN-hópnum eru þrjátíu fulltrúar stærstu sveitarfélaga landsins, auk félaga og samtaka sem láta sig velferð barna og ungmenna varða. - eb Mótmæla áfengisfrumvarpi: Aukið aðgengi eykur neyslu TOYS”R”US Við auglýsum eftir afgreiðslufólki í fullt starf TOYS”R”US hefur fengið góðar viðtökur á Íslandi. Þess vegna auglý- sum við nú eftir enn fleira starfsfólki. Hefurðu: Við viljum byrja á því að þakka öllum nýju viðskiptavinum okkar á Íslandi fyrir frábærar móttökur á opnun nýrrar verslunar okkar í Kópavogi. Við viljum ein- nig þakka fyrir tillitsemina sem þið hafið sýnt starfsfólki okkar. SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.