Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 32

Fréttablaðið - 16.11.2007, Side 32
[ ]Kökudiskar gera sjálfa kökuna fallegri. Ef kakan eða tertan er mikil hnallþóra sem girnilegheitin leka af nýtur hún sín mun betur á fallegum diski, til dæmis á fæti. Margir Íslendingar eiga pólska vinnufélaga og þeim leikur forvitni á að kynnast pólskri matarmenningu. Við Flatahraun 21 í Hafnarfirði er veitingastaður sem heitir Bar Polonia. Þar sér Ola Alexandra um matseldina og reiðir fram pólska rétti í bland við íslenska. Ola hefur búið á Íslandi í tíu ár og talar og skilur íslensku. Hún segir fleiri Íslendinga en Pól- verja borða hjá sér í hádeginu og að flestir þeirra komi aftur og aftur. Ola eldaði fyrir Fréttablaðið innbakaðar svínalundir og fylltar pönnukökur sem hún segir hvoru- tveggja ekta pólska rétti. Þeim síðarnefnda lýsir hún svo: „Ég baka venjulegar pönnukökur, svolítið þykkar, steiki sveppi, lauk og súrkál á pönnu, set á kökurnar og rúlla þeim upp. Síðan velti ég þeim upp úr eggi og raspi og steiki aftur á pönnu. Þetta er bæði fljótlegt og gott.“ Í Drafnarfelli 2 í Breiðholti er verslunin Mini Market sem selur meðal annars pólskar matvörur á borð við ávaxtasafa, krydd, kaffi, niðursuðuvörur og þurrkaða skógarsveppi. Þar ræður Stani- slaw Piotr Kowal ríkjum og stemningin er alþjóðleg í kring- um hann. „Ég opnaði í júlí í sumar og það er nóg að gera enda versla hér mjög margir, bæði útlending- ar og Íslendingar,“ segir hann. - gun Berum pólskt á borðið Mikið fæst af niðursuðuvörum í Mini Market. Stanislaw verslunarstjóri við einn vöru- rekkann í Mini Market. Ola Alexandra í Bar Polonia ber fram innbakaðar svínalundir og fylltar pönnukökur ásamt meðlæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eldsnöggt í matinn GOTT Á PITSUR, Í SALÖT, PASTARÉTTI OG MEXÍKÓSKAR PÖNNUKÖKUR. Kjötmeistarar Sláturfélags Suður- lands senda nú frá sér enn eina nýjungina til að flýta fyrir mat- reiðslu önnum kafinna lands- manna. Það er álegg, beikon eða kjöt sem búið er að skera, sneiða, bita niður eða steikja. Þessar vörur falla undir SS-vörumerkið og eru hugsaðar til að auka þægindin og spara tíma. Um er að ræða fjóra mismunandi pakka, skinkustrimla, pepperóní-sneiðar, eldaða beikon- bita og forsteikt hakk. Skammtarnir henta sérlega vel þegar verið er að búa til pitsur, pastarétti, salöt, brauðrétti, mex- íkóskar pönnukökur eða aðra rétti í þeim dúr. Vörurnar eru tilbúnar til neyslu, skammtastærð er hæfileg og um- búðirnar þannig úr garði gerðar að auðvelt er að opna þær og loka. Auðveldara gæti það ekki verið! Eldsnöggt fæst í öllum helstu mat- vöruverslunum landsins. Þægilegt er að kippa með sér Eldsnöggu heim og hafa matinn til á mettíma. Hvernig færð þú barnið þitt til að borða ferskan fisk daglega? Svarið er Skólabiti 25 gr. Skólabiti samsvarar 125 gr. af ferskum roðlausum fiskflökum. Inniheldur prótín, vítamín og bætiefni. Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land N Æ R I N G O G H O L L U S T A Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.