Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.11.2007, Qupperneq 32
[ ]Kökudiskar gera sjálfa kökuna fallegri. Ef kakan eða tertan er mikil hnallþóra sem girnilegheitin leka af nýtur hún sín mun betur á fallegum diski, til dæmis á fæti. Margir Íslendingar eiga pólska vinnufélaga og þeim leikur forvitni á að kynnast pólskri matarmenningu. Við Flatahraun 21 í Hafnarfirði er veitingastaður sem heitir Bar Polonia. Þar sér Ola Alexandra um matseldina og reiðir fram pólska rétti í bland við íslenska. Ola hefur búið á Íslandi í tíu ár og talar og skilur íslensku. Hún segir fleiri Íslendinga en Pól- verja borða hjá sér í hádeginu og að flestir þeirra komi aftur og aftur. Ola eldaði fyrir Fréttablaðið innbakaðar svínalundir og fylltar pönnukökur sem hún segir hvoru- tveggja ekta pólska rétti. Þeim síðarnefnda lýsir hún svo: „Ég baka venjulegar pönnukökur, svolítið þykkar, steiki sveppi, lauk og súrkál á pönnu, set á kökurnar og rúlla þeim upp. Síðan velti ég þeim upp úr eggi og raspi og steiki aftur á pönnu. Þetta er bæði fljótlegt og gott.“ Í Drafnarfelli 2 í Breiðholti er verslunin Mini Market sem selur meðal annars pólskar matvörur á borð við ávaxtasafa, krydd, kaffi, niðursuðuvörur og þurrkaða skógarsveppi. Þar ræður Stani- slaw Piotr Kowal ríkjum og stemningin er alþjóðleg í kring- um hann. „Ég opnaði í júlí í sumar og það er nóg að gera enda versla hér mjög margir, bæði útlending- ar og Íslendingar,“ segir hann. - gun Berum pólskt á borðið Mikið fæst af niðursuðuvörum í Mini Market. Stanislaw verslunarstjóri við einn vöru- rekkann í Mini Market. Ola Alexandra í Bar Polonia ber fram innbakaðar svínalundir og fylltar pönnukökur ásamt meðlæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eldsnöggt í matinn GOTT Á PITSUR, Í SALÖT, PASTARÉTTI OG MEXÍKÓSKAR PÖNNUKÖKUR. Kjötmeistarar Sláturfélags Suður- lands senda nú frá sér enn eina nýjungina til að flýta fyrir mat- reiðslu önnum kafinna lands- manna. Það er álegg, beikon eða kjöt sem búið er að skera, sneiða, bita niður eða steikja. Þessar vörur falla undir SS-vörumerkið og eru hugsaðar til að auka þægindin og spara tíma. Um er að ræða fjóra mismunandi pakka, skinkustrimla, pepperóní-sneiðar, eldaða beikon- bita og forsteikt hakk. Skammtarnir henta sérlega vel þegar verið er að búa til pitsur, pastarétti, salöt, brauðrétti, mex- íkóskar pönnukökur eða aðra rétti í þeim dúr. Vörurnar eru tilbúnar til neyslu, skammtastærð er hæfileg og um- búðirnar þannig úr garði gerðar að auðvelt er að opna þær og loka. Auðveldara gæti það ekki verið! Eldsnöggt fæst í öllum helstu mat- vöruverslunum landsins. Þægilegt er að kippa með sér Eldsnöggu heim og hafa matinn til á mettíma. Hvernig færð þú barnið þitt til að borða ferskan fisk daglega? Svarið er Skólabiti 25 gr. Skólabiti samsvarar 125 gr. af ferskum roðlausum fiskflökum. Inniheldur prótín, vítamín og bætiefni. Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land N Æ R I N G O G H O L L U S T A Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.