Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 8
 3. desember 2007 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 12 07 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Opnu nartí mi í versl un RV í des embe r: Mánu daga til fö studa ga frá kl. 8:00 – 18:0 0 Lauga rdaga frá kl. 10:00 – 16: 00 Ferkantaður diskur, 25cm 3 stk 3.185 kr. Einar Kristjánsson, framreiðslumaður sölumaður hjá RV Á tilboði í desember 2007 - Valdar gerðir af Pillivuyt postulíni SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 í jólapakkann Peysur, buxur og bolir 1.990 Verð frá SVEITARFÉLÖG Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa komið sér saman um aðgerðaáætlun fyrir kjara- samningana í vor. Karl Björnsson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að báðir aðilar hafi lært af slæmri reynslu sinni og samskiptaerfiðleikum síðustu ára og nú sé fullur vilji beggja til að bæta úr. Karl flutti erindi um samningaviðræður við kennara síðustu ár á Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku. Þar kom fram að samskipti hefðu verið erfið og of miklu púðri hafi verið eytt í að deila um stað- reyndir en skort á sameiginlegan undirbúning. Hvergi hafi verið sameiginlegan flöt að finna. Þessu sé sátt um að breyta. Búið er að gera aðgerðaáætlun sem á að auka fagmennsku, bæta vinnubrögð, skapa traust og efla virðingu milli aðila. „Þegar kjaraviðræður hefjast í febrúar er markmiðið að fyrir liggi nákvæmar upp- lýsingar og að sátt ríki um allar tölur þannig að á kjaraviðræðu- tímabilinu sé ekki eytt púðri í að deila um tölur og grunngögn,“ segir Karl. „Aðgerðirnar felast í því að undirbúa kjaraviðræðurnar vel. Í janúar og febrúar reyna menn að setja sér sameiginleg markmið og koma ekki til leiks með ólík mark- mið sem erfitt er að samræma eins og síðast. Nú er von mín að mönn- um heppnist að setja fram sameig- inleg markmið,“ segir Karl og telur aðgerðaáætlunina lofa góðu. - ghs Aðgerðaáætlun tilbúin fyrir kennarasamningana 2008: Vilji til umbóta AÐGERÐAÁÆTLUN KENNARA Tími Skilgreining sameiginlegra markmiða nýs kjarasamnings janúar 2008 Gerð viðræðuáætlunar febrúar 2008 Kjaraviðræður febrúar-apríl 2008 Undirritun kjarasamnings maí 2008 Opinber ósk frá formanni Félags grunnskólakennara: Aðilar stígi raunveruleg skref í þá átt að ná sáttum um að kennarastarfið beri að launa eins og önnur háskólamenntuð störf. KARL BJÖRNSSON ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, líkir stöðu gyð- inga í Ísrael við stöðu hvítra manna í Suður-Afríku og segir nauðsyn- legt að Palestínumenn fái að stofna sitt eigið ríki svo gyðingar verði ekki hreinlega undir í baráttunni við araba. „Ef sá dagur kemur að tveggja ríkja lausnin fellur um sjálfa sig og við stöndum frammi fyrir baráttu um jafnan atkvæðisrétt svipað því sem gerðist í Suður-Afríku, þá eru dagar Ísraelsríkis taldir,“ segir Olmert í viðtali við ísraelska dag- blaðið Haaretz, nýkominn heim frá fundinum í Annapolis í Bandaríkj- unum þar sem reynt var að koma friðarsamningum við Palestínu- menn af stað á ný. Þetta segir hann ef til vill til að sannfæra trúbræður sína um nauð- syn þess að ná friðarsamningum við Palestínumenn sem allra fyrst, en samkvæmt tveimur skoðana- könnunum, sem birtar voru í ísra- elskum fjölmiðlum í gær, eru innan við 20 prósent Ísraela þeirra skoð- unar að árangur hafi náðst í Anna- polis. Meira en 80 prósent telja engar líkur á því að friðarsamning- ur verði að veruleika fyrir lok næsta árs. Rússar hafa nú boðist til að halda framhaldsfund um málefni Mið- Austurlanda, þótt enn sé óljóst um tímasetningu slíks fundar. Rússar segja að vel hafi verið tekið í þá til- lögu á fundinum í Annapolis. - gb Ehud Olmert segir Ísraelsríki í hættu ef Palestínumenn geta ekki stofnað ríki: Ísraelar vantrúaðir á árangur EHUD OLMERT Í ANNAPOLIS Á fundinum samþykktu hann og Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, meðal annars að ræða saman á hálfs mánaðar fresti og stefna að samningi fyrir lok næsta árs. BRUSSEL, AP Lög um hertari reglur um byssueign í 27 ríkjum Evrópu- sambandsins hlutu yfirgnæfandi stuðning þegar kosið var um þau á Evrópuþinginu í síðustu viku. Nýju reglurnar eru háðar samþykki stjórnvalda aðildarríkjanna en búist er við að þær gangi í gildi strax í janúar. Eftir það hafa aðild- arríkin tvö ár til að koma þeim í framkvæmd. Samkvæmt nýju reglunum, sem verið er að upp- færa frá árinu 1991, mega aðeins átján ára og eldri kaupa og eiga skotvopn. Undanþegin því eru skotvopn notuð til veiða eða skot- fimi undir eftirliti þar til bærra fullorðinna. Aðildarríki skuldbinda sig til að halda tölvuskrár með upplýsingum um sérhvert skotvopn þar sem fram kemur gerð, árgerð, hlaup- vídd, raðnúmer ásamt nöfnum og heimilsföngum bæði seljanda og kaupanda. Upplýsingarnar verða geymdar í að minnsta kosti 20 ár. Tæpur mánuður er síðan átján ára gamall nemi skaut átta til bana í finnskum skóla. Þó að frumvarpið hafi verið í vinnslu síðustu átján mánuði sögðust þingmenn sjá brýna þörf á að koma nýju reglunum á sem fyrst til að fyrirbyggja slíka harmleiki í framtíðinni. Nýju regl- urnar eru í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna um skotvopn. Mismunandi reglur eru um byss- ueign í Evrópu. Í Finnlandi mega fimmtán ára vera með skotleyfi á veiðiriffla. Um 5,3 milljónir manns búa í Finnlandi og eru 1,6 milljón skráð skotvopn þar í landi. í Bret- landi mega sautján ára kaupa skot- vopn. sdg@frettabladid.is Hertari reglur um byssueign í Evrópu Ítarlegri skráning skotvopna og hærra aldurstakmark til að kaupa skotvopn eru meðal reglna sem búist er við að taki gildi í janúar hjá Evrópusambandinu. Tæpur mánuður er síðan átján ára nemandi skaut átta til bana í Finnlandi. SKOTÁRÁS Í Finnlandi geta fimmtán ára fengið skotleyfi og í Bretlandi mega sautján ára kaupa haglabyssu. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.