Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.12.2007, Qupperneq 16
16 3. desember 2007 MÁNUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þeir eru fáir sem hafa kom- ið meiru í verk á sinni ævi en hinn lífsglaði Sveinn Jónsson, betur þekktur sem Sveinn í Kálfskinni. Hann er fullur af fjöri og hefur yndi af lífinu en segir þó hátt sinn lítt til eftirbreytni. Tekinn í jórdanskri lögsögu „Mér hefur alltaf þótt gaman að því að sjá eitthvað gerast,“ segir Sveinn eftir að hann er kominn heim eftir vel unnið dagsverk. Hann er orðinn 75 ára gamall en það er engu líkara en unglingur sé þar á ferð. „Það á því vel við mig að eiga við mannvirkjagerð því þá sér maður eitthvað liggja eftir sig.“ Hann á og rekur bygginga- fyrirtækið Katla með syni sínum Jóni Inga en með hinum syninum Marinó rekur hann fjölþætta ferðaþjónustu. Hann er með átta sumarhús og býður ferðamönnum upp á köfun, siglingar, sjóstang- veiði og margt fleira sem hægt er að gera í Eyjafirðinum. Þar að auki þvælist hann með ferða- mennina um fjöll og firnindi í snjósleðaferðum eða gönguferð- um. En eins og verða vill um menn sem eru hamhleypur til flestra verka fara sumir hlutir á annan veg en ætlað var. Eitt sinn var Sveinn til dæmis á seglbretti á Dauðahafinu í Ísrael þegar kappið varð forsjánni yfirsterkara. „Það var nú þannig að ég var ágætur í því að sigla undan vindi en var ekki búinn að ná lagi á því að fara á móti,“ rifjar hann upp. „Ég var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þar sem ég var á góðu róli en þá kemur lögreglubátur að og ég var stöðvaður enda kominn í jór- danska lögsögu. En þeir mega eiga það að ég fékk ókeypis ferð til baka, sem kom sér nokkuð vel því ég hefði sennilegast verið nokkuð lengi að koma mér sjálf- ur,“ segir hann og hlær við. Allir eiga sínu góðu hliðar Þó að Sveinn sé víðförull er hann vanari því að sinna ferðamönnum en vera sjálfur ferðamaður í háska enda má segja að hann sé frumkvöðull í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. „Það er svo skemmtilegt við ferðamennskuna að þar kynnist þú svo mörgu fólki. Vissulega sé ég líka eitt og annað sem ekki er mikill sómi að. Sér- staklega þykir mér sárt að sjá ungt fólk sem hefur misstigið sig í öldurótinu. En ég lendi þó nær aldrei í neinum vandræðum með mitt ferðafólk enda haga ég venjulega ráðum mínum þannig að ef einhver vill sýna á sér ljóta hlið þá sný ég mér bara að góðu hliðinni; það eiga sér nefnilega allir góðar hliðar.“ En þó að Sveinn eigi ýmis góð ráð handa þeim sem yngri eru eftir erilsama ævi á fjölmörgum vígstöðvum telur hann sig alls enga fyrirmynd. „Ég er náttúru- lega ekkert eðlilegur og það er ekkert hollt að miða við mig, því ofan á þetta stúss allt saman hef ég líka verið bóndi með stórt bú í fjörutíu ár. Þetta er alls ekki til eftirbreytni. Hvernig heldur þú til dæmis að það sé fyrir hana Ásu mína að vera gift svona manni?“ Þó að einhverjum finnist oft nóg um hamaganginn í Sveini hafa enn fleiri notið góðs af verk- um hans. Meðal þeirra er fyrr- verandi prestur í Hrísey en Sveinn gerði fyrir hann heilan flugvöll. „Hann Helgi Hróbjartsson prestur í Hrísey var einnig flug- maður og hann vantaði flugvöll svo hann kæmist nú á milli sókn- arbarna sinna. Þá fékk ég leyfi til að laga gamla þjóðveginn, það þurfti bara að fletja hann út og slétta aðeins, þá var það komið. En guðsmaðurinn naut þessa ekki lengi því hann var ekki hjá okkur nema tvö ár blessaður karlanginn, þá var hann farinn til Afríku.“ Vilja gera krá á Hlíðarfjalli En þó að margt hafi verið gert og ýmislegt sýslað segir Sveinn margt eftir enn. „Mig langar til dæmis að gera miklu meira í ferðaþjónustunni eins og að gera eigin hitaveitu og jafnvel heilsu- hótel í framhaldinu. Svo geng ég enn með þann draum í maganum að byggja krá á Hlíðarfjalli og svo kláfferju þangað upp. Þetta myndi auka ferðamanna- strauminn á sumrin og á veturna mætti nota hana við skíðaiðkun. Svona eru nú tækifærin óteljandi, bara ef við Íslendingar sem eigum svo mikinn pening bærum nú gæfu til að eyða honum í meiri uppbyggingu hér heima heldur en að vera að spandera þessu alltaf í útlöndum.“ Björn Ingólfsson hefur skráð endurminningar Sveins sem komu út í bók fyrir skemmstu. En hvernig viðtökur hefur hún feng- ið hjá vinum og sveitungum hans? „Það þorir enginn að segja annað en þetta sé bara alveg ágæt bók. En ég hef svo sem engar áhyggj- ur af viðtökunum, ég þekki margt fólk, alla vega svona fjóra eða fimm og þeir hljóta að álpast til að kaupa hana.“ jse@frettabladid.is Best að snúa sér að góðu hliðinni SVEINN VIÐ BERNSKUSTÖÐVAR Hamhleypan kann að slaka á þó að venjulega fari hann mikinn í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hér situr hann á bagga en í baksýn má sjá bæinn Kálfskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS „Ég hef nú ekki fylgst nógu mikið með þessu máli, en það er kannski slæmt ef þing- menn hafa mjög stuttan ræðutíma fyrir mál sem þarf virkilega að fjalla um,“ segir Inga Elín Kristinsdóttir myndlistar- maður spurð um skoðun sína á fyrirhuguðum takmörkunum á ræðutíma á þingi. Lagt hefur verið til að þingskapalögum verði breytt þannig að ótakmarkaður ræðutími verði afnuminn. Þingmenn Vinstri grænna standa einir í andstöðu við breytingar á lögunum og kalla þær aðför að málfrelsi þingmanna. „Þeir mega nú alveg tala svolítið lengi, er þetta ekki vinnan þeirra?“ segir Inga. Á þingi hefur einnig verið rætt um að þingmenn fái sérstakan aðstoð- armann, en forsætisnefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp þess efnis. Um það segir Inga: „Er ekki nóg að þeir leiti sér bara ráðgjafar í hverju máli fyrir sig í staðinn fyrir að hafa aðstoðarmann í fullu starfi? Annars þekkir maður þetta starf ekkert almennilega, maður veit ekki hversu umfangsmikið það er.“ SJÓNARHÓLL BREYTINGAR Á ÞINGSKÖPUM Mega tala svolítið lengi INGA ELÍN KRISTINSDÓTTIR Myndlistamaður „Platan mín var að koma út í vikunni. Þetta er endurhljóðblöndun á tíu lögum af latínóplöt- unum mínum sem menn af ýmsum þjóðernum eru að kljást við,“ segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. „Þetta er töluvert ólíkt því sem ég hef verið að fást við. Ég tók mér smá tíma til að víkka út eyrun á mér en það kom án verulegrar fyrirhafnar og ég er farinn að fíla þetta í tætlur. Ég hafði bara heyrt ávæning af teknómúsík fram að þessu. Stundum þegar Samúel Jón (Samúelsson) hafði dregið mig á Kaffibarinn upp úr miðnætti þá heyrði maður þetta,“ segir hann. Platan nefnist Rommtommtechno þar sem plötusnúðar frá ýmsum löndum spila lög Tómas- ar. „Það eru mjög skemmtilegar pælingar í gangi hjá þessum skífuþeyturum og þeir eru með mjög forvitnilega hugsun.“ Tómas segir að nýja platan sé fyrir forvitið fólk á öllum aldri þó svo að hún höfði líklega frek- ar til ungs fólks. „Það er dálítið villimannslegri tónn í þessu en hefur verið hjá mér venjulega en til að vera ekki sífellt í þessu sama hjakki verður maður að breyta til og gera eitthvað spennandi og forvitnilegt.“ Áframhaldandi spilamennska er fram undan hjá Tómasi. „Hvað kemur næst í höfuðið á mér veit ég ekki og þótt ég vissi það myndi ég ekki vilja segja það,“ segir Tómas, sem er lítið jólabarn í sér. „Ég fer kannski að velta fyrir mér einhverjum gjöfum snemma á Þorláks- messu. Síðan myndi ég kannski stinga inn á mig læri á Þorláksmessu til að elda daginn eftir. Jólaundirbúningurinn er mjög aftarlega á verkefnalistanum hjá mér.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TÓMAS R. EINARSSON TÓNLISTARMAÐUR Fyrir forvitna á öllum aldri Skilur ekki stressið „Ég hef alltaf notið mín best í leikjum þar sem mikið er í húfi og margir áhorfendur eru að fylgjast með.“ PÉTUR PÉTURSSON, NÝR AÐSTOÐ- ARÞJÁLFARI ÍSLENSKA LANDSLIÐS- INS Í KNATTSPYRNU. Fréttablaðið 2. desember Peningarnir okkar? „Við greiðum öll í þessa sjóði. Svo kemur eitthvað upp á og þá erum við bara einskis virði.“ GUÐMUNDUR FELIX GRÉTARSSON ER MEÐAL ÞEIRRA SEM MISSTU TEKJUR ÚR LÍFEYRISSJÓÐUM UM MÁNAÐAMÓTIN. Fréttablaðið 2. desember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.