Fréttablaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 56
36 3. desember 2007 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Eimskipsbikarinn
í handbolta karla í dag!
VALUR – HAUKAR
kl. 16.00
í Vodafone-höllinni
AFTURELDING 2 – AKUREYRI
kl. 16.00
að Varmá
Þú skorar með okkur! Eimskip
8-liða úrslit
!
Átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla lýkur
í kvöld með tveim leikjum sem báðir hefjast
klukkan 20. Þróttur úr Vogum tekur á móti
Víkingi í Strandgötu en í Safamýri verður
boðið upp á sannkallaðan stórleik hjá
Fram og Stjörnunni. Þar mætast í fyrsta
skipti í langan tíma Akureyringarnir og
fyrrverandi samherjarnir hjá KA, Halldór
Jóhann Sigfússon sem nú spilar
með Fram og Heimir
Örn
Árnason
hjá Stjörn-
unni.
„Það verður
verulega gaman að mæta Heimi
en við spiluðum saman i mörg ár
fyrir norðan. Heimir er hörkuleik-
maður og við berum mikla virðingu
hvor fyrir öðrum. Þegar út í leikinn er komið
eru þetta bara slagsmál og það verður ekkert
gefið eftir,“ sagði Halldór Jóhann, sem kom
heim frá Þýskalandi á dögunum þar
sem hann lék með Tusem Essen.
„Það er alltaf sérstakt að mæta
gömlum félögum og það kemst
ekki í vana. Maður þykist alltaf
þekkja inn á félagann og öfugt
og það verður oft barn-
ingur út af því. Svo er
líka keppni á milli
félaganna í svona
leikjum og það
er alltaf
gaman,“ sagði Halldór en hann er að flytja
í næsta hús við hliðina á Heimi á næstunni
og þeir félagar eru þegar farnir að skipu-
leggja grillveislur næsta sumars.
Heimir segist ekki bíða síður spenntur
eftir því að mæta Halldóri. „Það leggst
mjög vel í mig að mæta Dóra og það
er alltaf gaman að mæta gömlum KA-
félögum. Það er alltaf mjög sérstakt
og maður fær aukakraft fyrir svona
leiki. Svo er ég að vinna með
tveim Frömurum þannig að
það er alveg ljóst að ég verð
meira en tilbúinn í þennan
leik,“ sagði Heimir ákveðinn.
„Ég var grimmur gegn þeim
síðast en verð enn grimmari
núna. Það verður ekkert
gefið eftir í þessum leik.“
EIMSKIPSBIKAR KARLA: FRAM TEKUR Á MÓTI STJÖRNUNNI Í SAFAMÝRINNI Í STÓRLEIK KVÖLDSINS
Einvígi hjá fyrrum miðjumönnum KA-liðsins
HANDBOLTI Það var mikið látið með
að Valsmenn yrðu að keyra upp
hraðann til að leggja Hauka í bik-
arnum. Það tókst þeim aldrei í gær
en Valsmenn létu það ekki á sig fá
og spiluðu fína vörn með Ólaf
Hauk í fantaformi fyrir aftan.
Þessi fína vörn og markvarsla,
ásamt ákaflega þolinmóðum og
skynsömum sóknarleik, lagði
grunn að góðum sigri Hlíðarenda-
liðsins gegn toppliði N1-deildar-
innar.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
sveiflukenndur. Valur leiddi
framan af, svo náðu Haukar
þriggja marka forskoti en Valur
kom til baka á ný og leiddi með
einu marki í leikhléi, 12-11. Vals-
menn byrjuðu síðari hálfleikinn af
miklum krafti og komust í 14-11.
Í stöðunni 17-16 setti Aron,
þjálfari Hauka, Gísla Guðmunds-
son í markið og sú skipting svín-
virkaði því Gísli varði eins og ber-
serkur um leið og hann kom í
markið og Haukar náðu for-
ystunni, 17-18. Þeir fóru í kjölfarið
ákaflega illa að ráði sínu í sóknar-
leiknum og Valur náði yfirhönd-
inni á nýjan leik.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi en Sigfús Páll, sem átti
mjög góðan leik fyrir Valsmenn,
skoraði lykilmarkið er hann kom
Val í 22-20 þegar mínúta var eftir.
Það bil náðu Haukar ekki að brúa
og Valur kominn í undanúrslit.
„Þetta var alvöru bikarleikur og
mjög sterkt hjá okkur að koma til
baka eftir að hafa lent undir 17-
18,“ sagði Baldvin Þorsteinsson
Valsari eftir leikinn. „Haukarnir
voru snöggir aftur og náðu að
draga úr hraðanum hjá okkur.
Varnarleikurinn var góður eins og
oft áður í vetur. Þegar vörnin er
svona fáranlega þétt þá vinnur
okkur enginn.“
Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, var að vonum niðurlútur
eftir leikinn.
„Þetta er gríðarlega svekkjandi
því mér fannst við hafa getað
klárað þennan leik. Það sem gerir
útslagið að mínu mati er að við
klúðrum allt of mörgum dauða-
færum og það má einfaldlega ekki
í svona jöfnum og spennandi leik,“
sagði Aron. henry@frettabladid.is
Varnarsigur Valsmanna
Valur bókaði sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarsins eftir sigur á Haukum, 23-
22. Þó svo að Haukar næðu að stöðva hraðaupphlaup Vals og hægja á leiknum
kom allt fyrir ekki því Valur vann á vörn, markvörslu og skynsamri sókn.
Í HELJARGREIPUM Haukamaðurinn Andri Stefán komst lítt áleiðis gegn Valsvörninni í gær. Hann er hér í klóm Elvars Friðrikssonar
og Ernis Hrafns Arnarsonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI ÍBV, sem vann sinn
fyrsta sigur um daginn, var
númeri of lítið fyrir HK. Ragnar
Hjaltested skoraði tíu mörk fyrir
HK-liðið sem bar öruggan sigur
úr býtum, 36-22.
„Þetta kannski virtist auðvelt
en maður þarf alltaf að halda
fullri einbeitingu í þessari deild
því öll lið geta refsað,“ sagði
Migilius Astrauskas, þjálfari HK,
eftir leikinn.
Kolbeinn Arnarson, mark-
vörður ÍBV, var að vanda í lítt
öfundsverðu hlutverki en stóð sig
með mikilli prýði og varði sautján
skot. „Við gerum of mikið af
heimskulegum mistökum og fáum
allt of mikið af brottvísunum,“
sagði Kolbeinn. - tom
N1-deild karla:
Létt hjá HK
Eimskipsbikar karla:
Valur-Haukar 23-22 (12-11)
Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarson 6 (13),
Sigfús Páll Sigfússon 5 (6), Baldvin Þorsteins-
son 5/2 (7/2), Fannar Friðgeirsson 3 (8), Elvar
Friðriksson 2 (7), Ingvar Árnason 1 (1), Kristján
Karlsson 1 (1), Arnór Gunnarsson (4).
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 21 (43/2) 49%.
Mörk Hauka (skot): Arnar Jón Agnarsson 6 (12),
Sigurbergur Sveinsson 4 (12), Andri Stefan 4
(12), Kári Kristjánsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3
(6), Arnar Pétursson 1 (1), Halldór Ingólfsson 1/1
(2/1), Gísli Þórisson (3), Jón K. Björnsson (1/1).
Varin skot: Magnís Sigmundsson 10 (27/2)
37%, Gísli Guðmundsson 6 (12) 50%.
Afturelding 2 - Fram 20-39
N1-deild karla:
HK-ÍBV 36-22
Mörk HK (skot): Ragnar Hjaltested 10/4 (14/5),
Ragnar Snær Njálsson 5/1 (6/1), Ólafur Bjarki
Ragnarsson 3 (4), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (4),
Gunnar Steinn Jónsson 3/1 (5/1), Sergei Petraytis
3 (5), Tomas Eitutis 3 (7), Árni Þórarinsson 2 (2),
Agustas Strazdas 2 (3), Hákon Bridde 1 (1), Bjarki
Már Gunnarsson 1 (2), Arnar Sæþórsson (1).
Varin skot: Egidijus Petckvicius 13/1 (28/2)
46%, Guðlaugur Tryggvi Karlsson 5 (12/1) 41%
Hraðaupphlaup: 13 (Ragnar 4, Sigurgeir 3,
Ragnar 3, Ólafur, Árni, Agustas)
Fiskuð víti: 7 (Arnar Þór 2, Tomas 2, Hákon, Árni,
Agustas)
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk ÍBV (skot): Sergy Trotsenko 12/2 (27/2),
Zilvinas Grieze 3 (6), Nikolay Kulikov 2 (2), Leifur
Jóhansson 2 (6), Sindri Haraldsson 2 (8), Grétar
Þór Eyþórsson 1 (2/1), Hilmar Björnsson (1),
Davíð Óskarsson (1).
Varin skot: Kolbeinn Arnarson 17/1 (50/6)
34%, Friðrik Sigmarsson (3/1) 0%
Hraðaupphlaup: 3 (Nikolay, Leifur, Grétar)
Fiskuð víti: 3 (Nikolay 2, Brynjar)
Utan vallar: 16 mínútur
Iceland Express-deild karla:
Grindavík-Snæfell 82-95
Stigahæstir hjá Grindavík: Þorleifur Ólafsson
21, Jonathan Griffin 15, Páll Axel Vilbergsson 13.
Stigahæstir hjá Snæfelli: Hlynur Bæringsson
27, Sigurður Þorvaldsson 23, Justin Shouse 23.
Stjarnan-ÍR 82-97
Stigahæstir hjá Stjörnunni: Dimitar Karadzov-
ski 23, Sævar Haraldsson 21, Calvin Roland 15.
Stigahæstir hjá ÍR: Hreggviður Magnússon 30,
Sveinbjörn Claesen 21, Nate Brown 21
Hamar-KR 90-91
Stigah. hjá Hamri: George Byrd 38 (17 frák.),
Roni Leimu 16, Marvin Valdimars. 13, Bojovic 11.
Stigah. hjá KR: Brynjar Björnsson 18, Avi Fogel
18, Joshua Helm 16, Zdravevski 14, Pálmi 10.
Skallagrímur-Njarðvík 90-82
Stigah. hjá Skalla.: Zekovic 27, Fall 23, Flake 20.
Stigah. hjá Njar.: Brenton 20, Jóhann Ólafs 12.
ÚRSLIT
> Gömlu kempurnar úr leik
Bikarævintýri gömlu mannanna í Mosfellsbæ er á
enda en Afturelding 2 féll úr leik í gær þegar
Akureyri kom í heimsókn. Norðanmenn
voru ekki mættir til að leika sér og gáfu
gömlu mönnunum engin grið strax frá
upphafi. Akureyri var komið með drjúga
forystu fljótlega og lét hana aldrei af
hendi þó svo Norðanmenn hafi heldur
slakað á klónni. Þegar upp var staðið
vann Akureyri með 19 marka mun,
20-39, og Akureyri því komið í undan-
úrslit Eimskipsbikarsins.
KÖRFUBOLTI Snæfell gerði góða ferð
suður með sjó þegar liðið sigraði
Grindavík 82-95 í gær.
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega
og voru Snæfellingar greinilega
mættir til að selja sig dýrt. Hlynur
Bæringsson skoraði fyrstu stig
leiksins og uppfrá þeim stigum
voru gestirnir allsráðandi á vellin-
um. Grindvíkingar virtust engan
veginn tilbúnir í leikinn og voru
þeir nokkuð lengi að komast í
gang. Staðan eftir fyrsta leikhluta
var 23-28 fyrir gestina.
Snæfell var enn í bílstjórasæt-
inu í upphafi annars leikhluta og
svo virtist sem heimamenn væru
ekki líklegir til að ógna þeim að
ráði. Annað kom þó á daginn því
Grindvíkingar tóku góða rispu
sem varð til þess að Snæfell tók
leikhlé og munurinn aðeins tvö
stig, 32-34.
Þorleifur Ólafsson átti svo til-
þrif leiksins þegar hann jafnaði
leikinn með trukkatroðslu og það
kveikti heldur betur í heimamönn-
um. Leikurinn var svo í járnum
allt til hálfleiks og staðan 51-51.
Það var gríðarlega barátta sem
kom í leikinn í síðari hálfleik og
allt í járnum. Snæfellingar ætluðu
sér svo sannalega ekki að fara
tómhentir heim því baráttan skein
úr hverju andliti. Svo fór að Snæ-
fell sigraði Grindavík 82-95 og
voru sárafáir grindvískir áhorf-
endur sem yfirgáfu íþróttahúsið
þungir á brún.
Hlynur Bæringsson, Sigurður
Þorvaldsson og Justin Shouse voru
frábærir í liði Snæfells en Þorleif-
ur Ólafsson var yfirburðamaður
hjá Grindavík. Þá vakti það einnig
athygli hve Igor Beljanski var
ótrúlega slakur.
Þorleifur Ólafsson var svekktur
í leikslok. „Þetta var mjög slakt af
okkar hálfu. Þeir voru svo sem
ekkert að spila frábærlega en við
vorum bara arfaslakir. Næst er
leikur gegn KR og þá verðum við
að mæta einbeittari til leiks.“
- höþ
Snæfell hristi af sér slæmt gengi síðustu vikna í Grindavík í gær:
Frækinn sigur Snæfells gegn Grindavík
HEITUR Sigurður Þorvaldsson átti mjög
fínan leik gegn Grindavík í gær.
MYND/VÍKURFRÉTTIR
KÖRFUBOLTI Góður síðasti fjórð-
ungur hjá ÍR-ingum skilaði þeim
mikilvægum stigum í botnbarátt-
unni í Iceland Express-deild karla
í körfubolta í gær. Þeir unnu þá
Stjörnuna í Ásgarði með fimmtán
stiga mun, 82-97.
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari
ÍR, var mjög ánægður með leik
sinna manna. ,,Við spiluðum góða
vörn nánast allan leikinn og
fráköstin voru mun betri og fleiri
en þau hafa verið. Það var bara
gott lið sem spilaði í ÍR búningn-
um í dag.“ Nate Brown sem er
kominn aftur til ÍR skoraði 21 stig
í leiknum. - tom
Iceland Express-deild karla:
Sigur hjá ÍR
GRIMMIR ÍR-ingar gáfu ekkert eftir í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI