Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 4
4 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN Íranskir ráðamenn hafa tekið því fagnandi að banda- ríska leyniþjónustan telji ekki lengur að Íranar séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir segja Bandaríkjastjórn nú verða að breyta um stefnu gagn- vart Íran og biðjast afsökunar, auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar verði að aflétta refsiaðgerðum. Stofnanir bandarísku leyniþjón- ustunnar sendu á mánudag frá sér sameiginlega skýrslu um stöðu kjarnorkumála í Íran. Þar kemur fram að leyniþjón- ustan telur sig hafa góða vissu fyrir því að Íranar hafi árið 2003 hætt við öll áform um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Engar heimildir séu auk þess fyrir því að Íranar hafi nein áform um að koma sér upp slíkum vopnum síðar meir. Á hinn bóginn telur leyniþjón- ustan að Íranar gætu, ef þeir vildu, orðið færir um að búa til kjarn- orkuvopn einhvern tímann á árun- um 2010 til 2015, en þó næðu þeir því líklega ekki fyrr en árið 2015. Mohamed ElBaradei, yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöður banda- rísku leyniþjónustunnar falla vel að því mati kjarnorkueftirlitsins, að engar áþreifanlegar vísbend- ingar séu um að Íranar hafi haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Hann segir að leyniþjónustu- skýrslan „ætti að auðvelda mönnum að draga úr hita deilunnar“. Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sagðist þó hafa efasemdir um bandaríska leyniþjónustumatið. Hann sagði ísraelsku leyni- þjónustuna enn þeirrar skoðunar að Íranar héldu áfram að þróa kjarn- orkuvopn. Þess vegna væri „lífs- nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Íranar verði færir um það“. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar voru sömuleiðis ekki þau að það hefðu verið mistök að setja þrýsting á Íran vegna málsins. „Ég lít á þessa skýrslu sem við- vörun um hættu,“ segir George W. Bush Bandaríkjaforseti: „Þeir höfðu kjarnorkuáætlun, þeir hættu við þau áform, en ástæða þess að ég lít á þetta sem viðvörun er að þeir gætu byrjað aftur.“ „Á heildina litið eru þetta góð tíðindi,“ sagði Steve Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta. „Annars vegar staðfestir matið að það var rétt hjá okkur að hafa áhyggjur af því að Íranar reyndu að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Á hinn bóginn sýnir þetta okkur að við höfum náð nokkrum árangri við að tryggja að það gerist ekki. En það segir okkur líka að hættan á því að Íranar komi sér upp kjarn- orkuvopnum er enn mjög alvar- legt mál.“ gudsteinn@frettabladid.is Engin áform í Íran um kjarnorkuvopn Nýtt leyniþjónustumat frá Bandaríkjunum staðfestir það mat alþjóða kjarn- orkueftirlitsins að engar áþreifanlegar vísbendingar séu um að Íranar séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Bush segir hættuna enn fyrir hendi. STEVE HADLEY Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna greinir fjölmiðlum frá nýjasta mati leyniþjónustunnar á kjarnorkugetu Írans. NORDICPHOTOS/AFP MIKIÐ ÓSKAPLEGA ER ÞETTA GÓÐUR SKÁLDSKAPUR – KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJAN „JÓN KALMAN ER KOMINN Í RÖÐ OKKAR MESTU OG MIKILVÆGUSTU HÖFUNDA“ – PÁLL BALDVIN, FRÉTTABLAÐIÐ „ÞETTA ER FRÁBÆR SKÁLDSAGA“ –JÓN INGVI, ÍSLAND Í DAG LEIÐRÉTTING Rangt var farið með nafn rithöfundar- ins Ævars Arnar Jósepssonar í frétt á blaðsíðu 42 í blaðinu í fyrradag. STYRKIR Jóhannes Jónsson kaup- maður afhenti Rauða krossinum, Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi gjafakort til bágstaddra í verslunum Bónuss. „Við afhentum 25 milljónir til matarkaupa. Þetta er gert í 5.000 króna einingum svo við gerum ráð fyrir að 5.000 heimili fái aðstoð þessi jól,“ segir Jóhannes. Gjafakortin dreifast um allt land og mun Hjálparstarf kirkj- unnar sjá um dreifinguna á landsbyggðinni. Þetta eru fyrstu jólin sem gjafakortin eru á rafrænu formi. „Ef fólk notar ekki alla upp- hæðina kemur það fram á kort- inu og hægt er að nota það aftur. Áður fyrr þurftum við að gefa innleggsnótur sem er meira vesen.“ Jóhannes segir alltaf sælt að gefa. „Ekki síst til svona málefna sem veita fólki ánægju og til þeirra sem þurfa þess mest með. Við treystum þessum aðilum best til að koma á kortunum á réttu staðina.“ - eb Bónus færir hjálparsamtökum 25 milljóna króna matargjafir til bágstaddra: Fimm þúsund heimili fá jólaaðstoð JÓLAGJAFAKORT Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir veitir 5.000 gjafakortum viðtöku í Bónusverslun Jóhannesar.               !  " #! $ %! ! &  '   (    (  )  %*#! $ ')   + % &  ,-./  ,-./ 0./ 0./  1./  ,./  ,2./  0./  ,,./  1./  3./ 45 ,-./ 45 ,./6 45 ,7./6 45 ,./6 45                 !""  # $ %& " '    "% ( &!   )    &   #* &*$  '+,  ( (   &* $     )  $ %& "   "-$( .  &/      012% '  ( !%% &' 34506 - *' ( %& " ")      *#*( '-8(9' 8! 79,-:   ;   <$ # = $  ><$# = $   ' /      7        9, , ,-, : :0 7 7 0 2 ,- ? 1 ? , , 9, 99  2 2 DÓMSMÁL Reykvísk kona hefur verið dæmd til sektargreiðslu fyrir að reyna að smygla slævandi lyfi inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Um var að ræða níu ílangar gular töflur af lyfinu „tafil“ sem vafðar voru í plast og svart einangrunarlímband. Konan kom þeim fyrir í leggöngum sínum, en framvísaði til lögreglu eftir röntgenmyndatöku á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Fíkniefnahundur hafði þá „merkt“ á konuna í fangelsinu. Konan var dæmd til að greiða 60 þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir tiltækið. - jss Kona dæmd til sektar: Lyfjasmygl inn á Litla-Hraun DÓMSMÁL Síbrotamaður hefur verið dæmdur í eins árs fang- elsi, óskilorðsbundið, fyrir fjölmörg brot. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða VÍS 436 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn hefur þrjátíu sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í september. Að þessu sinni var hann sakfelldur fyrir fíkniefnalaga- brot, þjófnaði, hylmingu, nytjastuld og umferðarlagabrot. Fram kemur að maðurinn hefur strokið úr fangelsi þegar hann var að afplána refsidóm og hélt áfram afbrotum á meðan hann gekk laus. - jss Síbrotamaður fékk eitt ár: Með þrjátíu dóma á bakinu STJÓRNMÁL Bæjarráð Akureyrar segir greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar við Reykjavík forsendu þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. „Flugvöllur í grennd við miðbæ Reykjavíkur og góð aðstaða fyrir farþega á leið til og frá höfuð- borginni þurfa nauðsynlega að vera fyrir hendi í þessum tilgangi,“ segir bæjarráðið sem styður fyrirhugaða samgöngu- miðstöð í Vatnsmýri þannig að hægt sé að koma á samkeppni í innanlandsflugi. Nauðsynlegt sé að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. - gar Bæjarráð Akureyrar: Vilja flugvöll við miðborgina AUSTURRÍKI, AP Þrjátíu skógar- birnir er horfnir í Austurríki og vinna nú þarlend stjórnvöld, dýravinir og skotveiðimenn sameiginlega að rannsókn málsins. Christoph Walder, yfirmaður hjá umhverfissamtökunum World Wildlife Fund, segir þrennt koma til greina: „Birnirnir dóu eðlileg- um dauðdaga, þeir fóru eitthvert af sjálfsdáðum eða eitthvað óeðlilegt gerðist. Við getum ekki útilokað lögbrot.“ - gb Ráðgáta í Austurríki: Þrjátíu skógar- birnir horfnir SKÓGARBJÖRN Þeir eru sjaldgæfir í Austurríki og nákvæmlega er fylgst með afdrifum þeirra. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 4.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,6948 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,63 61,93 127 127,62 90,38 90,88 12,12 12,19 11,133 11,199 9,58 9,636 0,5613 0,5645 97,77 98,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.