Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 5. desember 2007 — 331. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. Erling Jóhannesson leikari fór með fjölskylduna í stórreisu um Skandinavíu í sumar.Erling Jóhannesson leikari lagði í sumar af stað með fjölskylduna, konu sína Sigríði Heimisdóttur og tvo syni, í stórreisu um Skandinavíu. Förin hófst á ættar- móti í Færeyjum þaðan sem Erling á ættir að rekj Frá Færeyjum lá leiðin tilDanm k veltust um í forinni. Við vorum svo heila viku úti á Jótlandi,“ útskýrir Erling, sem freistaðist ekki til að kíkja á útihátíðina þrátt fyrir það góða orð sem af henni fer. „Nei, enda kannski ekki mikið um að fólk á miðjum aldri sæki hana. Aftur á móti þægilegt að ferð t Í siglingu með fjölskylduna Erling æfir um þessar mundir fyrir nýtt íslenskt verk, Höllu og Kára, eftir Hávar Sigurjónsson í uppsetn- ingu Hafnarfjarðarleikhússins. Þar leikur hann aðra aðalpersónuna, Kára, en verkið segir hann vera kolsvarta kómedíu. Frumsýning á verkinu er áætluð í janúarlok 2008. GJAFIR BARNANNAMisjafnt er eftir löndum hver er talinn færa börn-unum jólagjafirnar. JÓL 3 DÓNASKAPUR AÐ AKA BÍL MEÐ BILUÐ LJÓSLjósastilling bifreiða er vanda-samt verk og það er ekki á allra færi að skipta um perur í bílum. BILAR 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Auglýsingasími tölvur & tækniMIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2007 Myndavél með sjálfstæðan vilja Myndirnar úr myndavélinni Holgu verða oft æði skrautlegar. BLS. 2 Efnalaugin BjörgGæðahreinsunGóð þjónustaÞekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00föst 8:00 - 19:00laugardaga 10:00 - 13:00 ERLING JÓHANNESSON Fór með fjölskylduna í Norðurlanda reisu ferðir bílar jól Í MIÐJU BLAÐSINS TÖLVUR&TÆKNI Mest leitað að Britney Spears á Yahoo Sérblað um tölvur og tækni FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Bráðum koma dýrðleg jól Eru jólakortin farin í póst? www.postur.is EKTA ÍTALSKUR SKYNDIBITI! NÝR STAÐUR Í FAXAFENI Stjörnutorgi Kringlunni • Bláu húsunum Faxafeni • www.sbarro.is Frábærir pastaréttir, ljúffengar pizzur og fersk salöt Skaupið að fæðast Ragnar Bragason lýkur tökum á Ára- mótaskaupinu í dag. FÓLK 46 Leikari og klippari Hinn tólf ára gamli Árni Beinteinn klippti kynningarmyndband fyrir myndina Dugg- holufólkið. FÓLK 34 Í lífshættu Stjörnumaðurinn Jón Heiðar Gunn- arsson var hætt kominn í hand- boltaleik á dögunum þegar hann fékk olnbogaskot. ÍÞRÓTTIR 38 Hjól tímans Lestarstarfsmenn í Frakklandi eru ekki einir um að búa við sérstakt eftirlaunakerfi, skrifar Einar Már Jónsson. Það gera líka þingmenn. Í DAG 22 VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA EINHVER ÚRKOMA Í dag verður norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum, annars hægari. Rign- ing eða slydda víða um land. Hiti 0-6 stig, mildast syðst. VEÐUR 4      LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi og á Akranesi hefur tekið mun fleiri ökumenn undir áhrifum fíkniefna en áfengis það sem af er þessu ári. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur tekið nær einn ökumann á dag undir áhrifum fíkniefna það sem af er árinu. „Ástæðan fyrir fjölda þessara brota er fyrst og fremst sú að fíkniefnaneyslan er komin inn í skemmtana mynstrið,“ segir Theo- dór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Með tilkomu nýrra laga er varða akstur undir áhrif- um fíkniefna og sem tóku gildi á síðasta ári er komin ný leið til að taka á fíkniefnabrotum. Þarna er komin aðferð til að taka á þeim sem eru í neyslu. Þótt þeir séu ekki með nein fíkniefni á sér eða þau falin í bílnum, þá losna þeir ekki við þau úr líkamanum í einu vet- fangi.“ Theodór segir að þeir lögreglu- menn sem séu vakandi fyrir brotum vegna fíkniefnaaksturs sjái hlutina nokkuð út. Hann bend- ir jafnframt á að lögreglan í Borg- arnesi hafi verið ýmist í öðru eða þriðja sæti með fjölda mála á landsvísu vegna fíkniefnaaksturs, þrátt fyrir að þar séu aðeins níu lögreglumenn. „Það segir okkur að menn eru með það á oddinum að fylgjast með umferðinni hér í gegn. All- flestir ökumennirnir eru teknir á leið sinni í gegnum Borgarnes. Viðbrögð við þessu aukna eftir- liti eru meðal annars þau að í tví- gang í sumar sem leið tókum við fólk með fíkniefni falin innvortis. Þetta segir mér að það óttast aukið eftirlit og er farið að smygla fíkni- efnunum innvortis á milli lands- hluta. Ökumennirnir voru í báðum tilvikum teknir fyrir fíkniefna- akstur og farþegarnir voru með efnin innvortis.“ Theodór segir að árangur lög- reglunnar í Borgarnesi sýni að fíkniefnaakstur sé algengur. - jss Hundruð aka undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Akranesi og í Borgarnesi hefur tekið 129 ökumenn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en 101 fyrir ölvunarakstur. Vegna aukinnar löggæslu hefur færst í vöxt að eiturlyfjum sé smyglað innvortis milli landshluta. LÖGREGLUMÁL Sóðaskapur sem flokkast undir brot á lögreglusam- þykkt Reykjavíkurborgar hefur kostað hina brotlegu rúmlega þrjár milljónir króna. Það sem af er þessu ári hafa 665 slík brot verið skráð, samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins. Í 203 málum hefur sekt verið greidd. Í 108 málum er brot í sektarmeðferð. Önnur mál eru annaðhvort í vinnslu eða þeim hefur verið lokið án sektar. Að öllu jöfnu er sektarfjárhæðin 10 þúsund krónur en í einstaka til- vikum, ef brot er alvarlegt, er hún 20 þúsund. Öflug barátta lögreglu gegn sóðaskap og óskunda í Reykjavík hófst í sumar . Þá hafði talsvert borið á óspektum, einkum í mið- borginni að nætur lagi um helgar. Í dagbók lögreglu mátti sjá bókanir um fólk sem hafði pissað á almannafæri, fleygt rusli, slegist og hindrað störf lögreglu. Til að flýta fyrir meðferð mála af þessum toga eru lögfræðingar embættis lögreglustjóra nú að störfum um helgar, svo uppi- vöðsluseggir geti greitt sektina á lögreglustöðinni. - jss Átak lögreglu á höfuðborgarsvæðinu gegn sóðaskap og hvers kyns óskunda: Pissusektir á fjórðu milljón FÓLK Tveggja vikna gamall dóttursonur Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, hefur verið nefndur í höfuðið á forsetanum. Ólafur Ragnar yngri er sonur Svanhildar Döllu Ólafsdóttur lögfræðings og eiginmanns hennar, Matthíasar Sigurðarsonar tannlæknis en fyrir eiga þau dótturina Urði sem er þriggja ára. Ólafur Ragnar er fjórða barna- barn forsetans og fyrsti karlkyns afkomandinn því tvíburasystir Svan hildar Döllu, Guðrún Tinna, á dæturnar Katrínu Önnu og Kötlu. Svo skemmtilega vill til að Ólafi Ragnari hinum eldri var á sínum tíma einnig gefið nafn í höfuðið á móðurafa sínum. - sók / sjá síðu 46 Forseti Íslands eignast nafna: Ólafur Ragnar yngri nefndur INDÓNESÍA Flugvöllurinn á Balí í Indónesíu rúmar ekki allar þær einkaþotur sem koma til landsins vegna fundar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsmál. Fundurinn hófst á mánudag og stendur fram til 15. desember. Samkvæmt indónesíska fréttamiðlinum Tempo Interaktif hafa sumir fundargestir sem koma á einkaþotum verið beðnir um að leggja vélum sínum á flugvöllum í borgunum Surabaya, Lombok, Jakarta og Makassar. Þeir fá þó að lenda og taka á loft á flugvellinum á Balí, en verða að geyma flugvélarnar utan borgar- innar. - sþs Ekki pláss fyrir einkaþoturnar: Flugvélafargan á loftslagsfundi EINKAÞOTUR Sumir fundargestir verða að leggja einkaþotum sínum í nærliggj- andi borgum. NORDICPHOTOS/AFP YNGSTI FORSTJÓRI STÓRFYRIRTÆKIS Jón Sigurðsson tók við forstjóra- starfinu í FL Group í gær af Hannesi Smárasyni. Hann er aðeins 29 ára gamall og yngsti forstjóri félags sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfið leggst vel í Jón sem hefur verið aðstoðarforstjóri FL og því öllum hnútum kunnugur í rekstrinum. Í gær tók hann þátt í að kynna sókn félagsins í kjölfar hlutafjárútboðs FL Group. - sjá síðu 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N FJÖLDI BROTA 1. JANÚAR TIL 3. DESEMBER 2007 Fíkniefnaakstur Ölvunarakstur Akranes 44 36 Borgarnes 85 65 Höfuðborgarsv. 298 1.179 Selfoss 92 131 Samtals 519 1.411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.