Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 24
24 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Umönnun aldraðra
Ný og vaxandi þjóðmála-hreyfing er risin –
aðstandendur aldraðra á
hjúkrunarheimilum. Við teljum
það eitt meginhlutverk okkar
að tala máli aldraðra, einkum
þeirra fjölmörgu sem þjást af
heilabilun og geta því ekki
sjálfir mælt.
Fyrir um tveim árum fóru aðstandendur á lítilli deild
á hjúkrunarheimilinu Skjóli að hittast æ oftar í
setustofu deildarinnar. Foreldrar okkar voru mislangt
leidd á sjúkdómsferli sínu, en þurftu öll mikla
umönnun og örvun til að lifa þolanlegu lífi, og við
þurftum ekki að tala lengi saman til að sjá að heila-
bilaðir aldraðir sitja á hakanum í heilbrigðiskerfinu.
Á öldrunarstofnunum nýtur hver einstaklingur 4,8
stunda umönnunar á dag að meðaltali (Ríkisendurskoð-
un, 2005). Landlæknir hefur gert faglegt mat, þar sem
fram kemur að magn umönnunar hefur nánast staðið í
stað um áratuga skeið, á meðan hjúkrunarþörf hefur
stóraukist. Landlæknir telur að auka þurfi starfslið á
hjúkrunarheimilum um a.m.k. 50%.
Á umræddri deild á Skjóli fær hver einstakur
sjúklingur umönnun sem svipar til meðaltalsins í
landinu. Það er sem sé verið að veita heilabiluðu fólki
sömu umönnun og talin var þurfa að jafnaði á öldrunar-
heimilum fyrir nokkrum áratugum, þegar vistmenn á
slíkum stofnunum gátu sjálfir sinnt flestum sínum
þörfum.
Núverandi umönnun heilabilaðra snýst að langmestu
leyti um hinar einföldustu líkamlegu þarfir. Fólki er
hjálpað við að borða og taka lyf, við hægðir, þvaglát,
bað, að komast í rúmið og úr því aftur, klæðast og
greiða sér. Stundum fyllist heilabilaður einstaklingur
ótta, tekur á rás ef hann er ferðafær eða sýnir önnur
viðbrögð. Starfsmenn komast ekki yfir að sinna öðrum
verkefnum. Það sem forðar slysum, er annars vegar
þátttaka aðstandenda og hins vegar sú staðreynd, að
áhugasamt og fórnfúst fólk hefur fengist til starfa að
umönnun aldraðra – en þeim fer nú fækkandi vegna
lágra launa og aukins álags.
Þeir aðstandendur, sem nú hittast á hjúkrunarheimil-
unum, eru upp til hópa fólk sem hefur vanist skóla-
starfi sem samstarfsverkefni foreldra og starfsmanna.
Í aðstandendafélagi á Skjóli er fólk sem hefur unnið að
rannsóknum og þróun á starfi ófaglærðra og í skólum,
eða við mannauðsstjórnun. Margir hafa langa reynslu
af umönnun heilabilaðra einstaklinga, áður en pláss
fékkst á stofnun (meðalbiðtími eftir plássi er meira en
200 dagar). Á grundvelli reynslu okkar sjáum við,
hvernig líf aðstandenda heilabilaðra gæti orðið miklu
ríkara. Sjúkra- og iðjuþjálfar og aðrir sérfræðingar
þyrftu að leggja á ráðin, en fela vönu almennu
starfsfólki að blanda meira umönnunar- og örvunar-
starfi saman við úrlausn daglegra þarfa.
Heilabilun vinnur hægt á einstaklingi, og mikilvægt
er að halda sem lengst í tengsl hvers einstaklings við
umheiminn, þjálfa kunnáttu sem annars gleymist,
tryggja reglubundna hreyfingu og hafa þolinmæði
gagnvart sífelldum endurtekningum. Langt leiddir
heilabilaðir einstaklingar eru mis upplagðir frá einni
stundu til annarrar, en ef rétt stund er gripin, lifna þeir
allir við þegar talað er við þá, minnt á gott fólk og
góðar minningar, sem lifa með þeim. Þeir geta fengið
mikla ánægju af hreyfingu, sem við fyrstu sýn virðist
ómerkileg – að snerta á efni, slétta úr tusku og brjóta
hana saman. Þannig mætti lengi rekja, en er eiginlega
dapurlegt, því að hér er verið að tala um hluti sem
starfsfólk hefur ekki tíma til að sinna.
Og hvaða hálfvitaskapur réði því á sínum tíma, að
Skjól var sett niður bak við Hrafnistu og ekkert hægt
að fara þaðan út nema á bílastæðið, þar sem blasir við
útsýni yfir hraðbraut? Ríkisendurskoðun telur þörf á
450 sjúkrarúmum í öldrunarþjónustu á ári 2005-2014
(þörfin er þó varlega metin), og þessi heimili þarf að
byggja við Laugardalinn, Elliðadalinn og í öðru
umhverfi, þar sem aðstandendur geta ekið foreldrum
sínum í hjólastól í grænt umhverfi, þar sem fuglar,
börn og ilmur af náttúrunni gefa lífsgleði.
Á síðastliðnum tveim árum hafa verið mynduð
samtök aðstandenda aldraðra á nokkrum heimilum, og
einstaklingar frá öðrum hafa komið að máli við okkur.
Við höfum snúið okkur til allra, sem koma að ákvörðun-
artöku í málinu: Landlæknis, heilbrigðisnefndar
Alþingis, fjárlaganefndar Alþingis, heilbrigðisráð-
herra. Þeir hafa svo sem sýnt okkur skilning, en reynt
að humma fram af sér þá augljósu þörf sem er á
aukningu útgjalda til málaflokksins. Á næstu dögum
verða fjárlög afgreidd, og fyrir helgi mátti skilja á
formanni fjárlaganefndar, að fjárveitingar til öldrunar-
heimila yrðu á borðinu við þá umræðu.
Bætið myndarlega við fjárveitingar til öldrunar-
heimila. Höfundur er félagsfræðingur.
UMRÆÐAN
Varnarmál
Á tímum kalda stríðsins, og raunar enn þann dag í dag,
hafa umræður á Íslandi um
öryggis- og varnarmál einkennst
af því annarlega viðhorfi að önnur
lögmál í öryggismálum gildi um
Ísland en önnur lönd. Á Íslandi
þurfi ekki að gera sambærilegar
öryggisráðstafanir og gerðar eru í
öðrum löndum. Þetta sjónarmið
byggir á óskhyggju en ekki á raun-
sæju mati á staðreyndum.
Raunsæis stefna í íslenskum
öryggismálum felst í því að
bregðast rétt við breyttum
aðstæðum með aðgerðum og
varnarviðbúnaði af Íslands hálfu
– án þess að hrófla við grundvall-
arforsendum íslenskrar öryggis-
stefnu, aðild Íslands að NATO og
varnar-
samningnum
við Bandaríkin.
Meginkjarni
þessarar stefnu
Íslands er að
vörnum lands
og þjóðar skuli
ávallt hagað í
samræmi við
íslenska örygg-
ishagsmuni.
Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur
gegnt sögulegu forystuhlutverki
við mótun og framkvæmd ábyrgrar
stefnu í öryggismálum. Er brýnt að
undir hans forystu verði áfram
hugað að farsælli stefnu um stöðu
Íslands í alþjóðasamstarfi og bestu
og skynsamlegustu leiðunum til að
tryggja varnir og öryggi landsins.
Efnahagslegu og pólitísku „ofur-
miðstöðvarnar“ tvær í Brussel og í
Washington eru Íslendingum ávallt
ofarlega í huga þegar horft er til
samstarfs og samvinnu, en best er
sú samvinna þegar hún byggist á
nytsemisgrundvelli.
Eitt stærsta verkefni Geirs H.
Haarde forsætisráðherra árið 2006
var að ná samkomulagi við ríkis-
stjórn Bandaríkjanna um öryggis-
mál og öll þau atriði sem tengdust
brottför varnarliðsins frá Íslandi.
Lagt var til grundvallar að öryggis-
samtarf ríkjanna byggði áfram á
varnarsamningnum frá 1951 enda
töldust þá engir aðrir raunhæfir
kostir fyrir hendi fyrir Ísland. Nú
byggist íslensk öryggisstefna á
jafnvægi milli Atlantshafstengsla
og þátttöku í samstarfi Evrópu-
ríkja. Ástæðulaust er að draga
skörp skil milli stöðu Íslands á
tímum kalda stríðsins og þess
ástands sem nú ríkir í alþjóðamál-
um. Engin grundvallarbreyting
hefur orðið, þegar hagsmunir eru
metnir á hlutlægan hátt. Frekar er
um huglæg atriði að ræða sem vega
misjafnlega þungt eftir því hver á í
hlut.
Ég minni á að í tíð ríkisstjórna
Davíðs Oddssonar frá 1991 til
2004 voru teknar ákvarðanir um
utanríkis- og öryggismál Íslands í
samræmi við breytta heimsmynd.
Ítarlegar úttektir voru gerðar á
þessum árum á öryggishagsmun-
um landsins og í þeim er alls
staðar komist að þessari sömu nið-
urstöðu, að aðild Íslands að NATO
og tvíhliða varnarsamningur við
Bandaríkin verði áfram tvær
meginstoðir öryggis Íslands. Það
er því rangt að halda því fram að
íslensk stjórnvöld hafi frá því
kalda stríðinu lauk látið reka á
reiðanum og ekki mótað sér stefnu
eða skoðanir á því hvað ætti að
gera í öryggismálum.
Á fimmtán árum mörkuðu tveir
atburðir öðrum fremur þáttaskil í
öryggismálum Íslands. Hin fyrri
urðu þegar Sovétríkin hurfu af
vettvangi 8. desember 1991. Brott-
hvarfið leiddi til viðræðna Banda-
ríkjanna og Íslands 1994 og aftur
1996 um breytt fyrirkomulag
varna á Íslandi. Þessar viðræður
voru undanfari hinna seinni þátta-
skila sem urðu 15. mars 2006,
þegar Bandaríkjastjórn tilkynnti
einhliða að allt bandaríska varnar-
liðið hyrfi frá Íslandi. Í raun átti
þessi ákvörðun Bandaríkjastjórn-
ar ekki að koma á óvart. Hún hafði
lengi verið yfirvofandi. Niður-
staða ræður hins vegar miklu – en
ekki úrslitum – um nauðsyn þess
fyrir okkur Íslendinga að huga nú
sjálfir að okkar eigin öryggi.
Höfundur er fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri.
BRÉF TIL BLAÐSINS
RÓBERT TRAUSTI
ÁRNASON
Raunsæi í öryggismálum
GESTUR GUÐMUNDSSON
Afléttið fjársveltinu
UMRÆÐAN
Trúmál
Biskup Íslands segir að hörð atlaga sé að áhrifum kristni og
kirkju í skólum landsins. Honum
finnst sjálfsagt mál að kristniboð
sé stundað í bæði leik- og grunn-
skólum og þjóðkirkjan sækir stíft
að koma prestum inn í umræddar
stofnanir. Þangað eiga þeir hins
vegar ekkert erindi, enda eiga börn
að fá að vera í friði fyrir trúaráróðri
í opinberum skólum.
Það er réttur foreldra að annast
trúarlegt uppeldi barna sinna enda
eru þetta viðkvæm mál sem fólk
hefur mjög ólíkar skoðanir á. Með
því að setja presta inn í skóla og
boða þar kristna trú er verið að
taka þennan rétt af foreldrum.
Þeim er stillt upp við vegg og þurfa
að velja milli þess að láta skilja
börnin sín frá hópnum eða að láta
þau sitja undir
trúboðinu.
Flestir foreldr-
ar velja seinni
kostinn til að
einangra ekki
börnin sín enda
er það ekki boð-
legt að lítil börn
séu reglulega
sett út í horn í
skipulögðu
skólastarfi.
Fólk á ekki að vera sett í þessa
stöðu og það sorglegasta er hvað
það er mikill óþarfi. Það er ekkert
sem kallar á að börn séu dregin í
dilka í opinberum skólum eftir lífs-
skoðunum foreldra þeirra. Fólk
getur alið börnin sín upp í kristinni
trú ef það vill og boðið er upp á
ýmislegt barnastarf á vegum kirkj-
unnar fyrir þá sem það vilja. Opin-
berir skólar eiga hins vegar að vera
fyrir alla og trúarleg starfsemi
innan þeirra er bæði óviðeigandi og
með öllu óþörf.
Það væri óskandi að boðendur
kristinnar trúar myndu fara að
orðum frelsara síns og koma fram
við aðra eins og þeir vilja að aðrir
komi fram við sig. Myndu kristnir
foreldrar t.d. sætta sig við að hluti
af skipulögðu skólastarfi barna
sinna væri heimsókn frá félagi trú-
leysingja sem kæmi til að ræða við
börnin um lífið og tilveruna á for-
sendum húmanisma og guðleysis?
Það efast ég um enda væri fráleitt
að fara fram á slíkt.
Það getur verið mjög gaman að
rökræðum um ólíkar lífsskoðanir
en það er siðlaust að beina spjótum
sínum að börnum annarra í þeirri
umræðu. Það er það sem kirkjan er
að gera í þessu máli og það er henni
til skammar.
Höfundur er varaformaður Ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði.
Trúboð í skólum
ÞORVALDUR
KRISTINSSON
Framboðsgjörningur
Valgeir Ómar Jónsson, frambjóðandi
til formanns VM, skrifar:
Föstudaginn 23ja nóvember sl.
hringdi varaformaður VM (Félags
vélstjóra og málmtæknimanna) til
mín. Erindi hans var að biðja mig að
draga framboð mitt til formanns VM
til baka. Hann sagði mér að hann og
formaður væru búnir finna kand-
ídat til að fara í framboðið, en þeir
vildu ekki bjóða hann fram nema
að við fjórir sem erum þegar búnir
að tilkynna okkar framboð drægjum
þau til baka.
Ég varð mjög undrandi þegar
ég heyrði þessar hugmyndir. Þeir
ætluðu sem sagt að koma að kand-
ídat sem þeim hugnaðist, og væri
einn í framboði. Félagsmenn áttu
bara að kokgleypa þennan gjörning
formanns og varaformanns. Þeirra
hugmynd er kannski sú að þeir gætu
þá verið með puttana í félaginu,
þó svo að þeir væru sestir í helgan
stein. Útskýringin sem ég fékk var
að sameining Félags járniðnaðar-
manna og Vélstjórafélagsins væri
nýgerð og það gæti komið upp meiri
ágreiningur meðal félagsmanna
ef einhver okkar fjórmenninganna
væri kosinn. Skilaboð formanns og
varaformanns hljóta því að vera þau
að félagsmenn séu það vitgrannir að
þeir geti ekki unnið sem ein heild.
Þetta er móðgun við okkur fram-
bjóðendur, að ég tali nú ekki um
félagsmenn. Þeir vilja að félagsmenn
fái nýja stjórn, varastjórn, kjörnefnd
og formann án þessa að fá að kjósa.
Það er eins og félagsmönnum komi
bara ekki við hverjir verða í forustu
fyrir félagið, að mati núverandi for-
manns og varaformanns.
Ég vil ekki halda þessari ráðagerð
leyndri eins og ég var beðinn um.
Svona gjörningur á að vera uppi á
yfirborðinu. Ef þetta er raunveru-
lega skoðun þeirra þá hefðu þeir
ekki átt að vinna að sameiningu
þessara félaga. Mín skoðun er sú að
formaður og stjórn eigi að vinna fyrir
opnum tjöldum og að því markmiði
að sameina félögin og ekki draga
taum annars hvors eldra félagsins.
Því fyrr sem félagsmenn gera sér
grein fyrir því að hagsmunum þeirra
er best borgið með því að allir vinni
saman, því betra. Það var hugsun
mín og þess vegna studdi ég sam-
eininguna.
Góður hundur
á gott skilið
Hunda nammi
(harðfisktöflur)
Hunda bitafiskur
Íslensk framleiðsla
úr úrvals hráefni.
Fæst í Bónus