Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 27
[ ]Enska jólaköku þarf að útbúa með fyrirvara þar sem það þarf að vökva hana í mánuð áður en hennar er neytt. Þá er hún ýmist vökvuð með koníaki eða rommi og pakkað vel inn á milli. Jólin eru hátíð barnanna en sinn er siður í hverju landi. Gjafir úr óvæntri átt gleðja börn hvar sem þau eru í heiminum. Á Ítalíu fá börn gjafir frá góðu norninni Le Befana, sem var barn- laus ekkja þegar vitringarnir þrír mættu henni á leið sinni að jötu Jesúbarnsins. Þeir spurðu hana vegar til Betlehem en hún var önnum kafin við þrif og sendi þá burt. Fljótlega uppgötvaði hún mistök sín og fór sjálf að leita Jesúbarnsins. Enn í dag leitar hún hús úr húsi á þrettándanum um leið og hún skilur eftir gjafir handa góðum börnum. Rússnesk börn bíða gjafa frá bóndakonunni Babúsku sem bauð vitringunum þremur skjól og mat á leið sinni til Betlehem. Hún afþakkaði samfylgd þeirra til Jesúbarnsins, en þótti það mikil yfirsjón á þrettándanum þegar hún reyndi árangurslaust að finna þá aftur. Á leið sinni afhenti hún börnum á vegi sínum gjafirnar til frelsarans. Á Spáni, í Mexíkó, Púertó Ríkó og Suður-Ameríku færa vitr- ingarnir þrír börnum gjafir, en í Frakklandi bíða börn óþreyjufull eftir gjöfum jólasveinsins. Sænsk börn bíða eftir dvergnum Jultomten, sem einnig kallast jóla- sveinn, og klæðist rauðu þegar hann ber mal sinn fullan af gjöf- um á bakinu. Sleða hans draga geitur þrumuguðsins Þórs. Jóla- álfar leynast á háaloftum Svíþjóðar árið um kring í von um aðstoð frá jólasveininum og skilja börnin eftir mjólk eða grjónabúðing í skál handa álfunum, með ósk um að skálin sé tóm að morgni. Í Austurríki og Sviss kemur Christkindl, eða Kristsbarnið, með gjafirnar. Í sumum þorpum bíða börn eftir því heilaga barni en annars staðar er Christkindl gull- fallegur stúlkuengill sem kemur af himnum ofan með gjafir. Á Englandi bíða börnin jóla- gjafa frá jólasveini í rauðri skikkju með teinunga af kristþyrnum í hárinu. - þlg Heims um ból Íslensk börn bíða þess að jólasveinninn færi þeim gjafir en jafnaldrar þeirra um heimsbyggðina eiga sér margir aðra siði. NORDICPHOTOS/ GETTY IMAGES Unnið úr leir, taui og tré IÐJUÞJÁLFUN GEÐDEILDAR VIÐ HRINGBRAUT BÝÐUR FÓLK VELKOMIÐ Á ÁRLEGA JÓLASÖLU SÍNA Á MORGUN, 6. DESEMBER, FRÁ KLUKKAN 12.00 TIL 15.30. „Hér eru munir úr tré, mósaik, leir og taui svo eitthvað sé nefnt,“ segir Heimir Guðmundsson hjá iðjuþjálfun geðdeildarinnar við Hringbraut. Þar lá starfsemin niðri um tíma á þessu ári og því er salan ekki jafn umfangsmikil og venjulega en í nóvember var hafist handa að nýju og á síðustu vikum hafa margir fallegir hlutir orðið þar til. Þeir verða boðnir til sölu á 1. hæð í geðdeildarhúsinu á morgun milli 12 og 15.30 og að sjálfsögðu verður heitt kaffi á könnunni ásamt gómsætu meðlæti. - gun Munir á jólasölu iðjuþjálfunar geðdeildar við Hringbraut eru eigulegir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr. K R A FT A V ER K Fæst hjá N1, veiðibúðum og á www.veidikortid.is Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum billiard.is Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. Sími: 568-3920 & 897-1715 Hægt að pakka saman eins og andstæðingunum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.