Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 12
 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR NÝSKÖPUN „Þetta stuðningskerfi sem er um nýsköpunarfyrirtæki hér á landi er hreinlega hand- ónýtt,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri á Súðavík. Þrátt fyrir að sprotafyrirtækið Seabait á Súðavík, sem framleiðir pokabeitu úr feitum makríl, anni ekki eftir- spurn segir hann bæjaryfirvöld nú reyna að bjarga því frá gjald- þroti en það sé með mikinn þróun- arkostnað á bakinu. Fyrirtækið sótti um styrk úr Nýsköpunarsjóði en því var hafnað í vor og er Ómar Már mjög undrandi. „Það þykir sýnt að þeir sem nota pokabeituna fá að jafnaði um 300 kíló á balann eða helmingi meira en ella. Enda er svo komið að verk- smiðjan annar ekki eftirspurn og það er rúmlega mánaða biðtími eftir beitu,“ segir sveitarstjórinn. Af þessum sökum hafa forsvars- menn Seabait leitað út fyrir land- steinana en einnig hafa innlendir fjárfestar lýst yfir áhuga sínum. „Það er eftir miklu að slægjast fyrir þá því hægt er að nota þessa aðferðafræði og tækni sem Sea- bait hefur þróað til vinnslu á mat- vælum. Hugmyndin er því að setja af stað verksmiðjur þar í landi sem nota myndu aðferðina en Sea- bait er með einkaleyfi á henni í 27 löndum.“ Nú starfa fjórir við verksmiðj- una í Súðavík. - jse Sveitarstjórinn á Súðavík segir ekki nægilega vel hlúð að nýsköpunarfyrirtækjum: Segir nýsköpunarkerfið ónýtt FRÁ SÚÐAVÍK Fjórir starfa hjá fyrirtækinu Seabait. DEILUR „Framkvæmdastjórinn sagði að ég gæti ekki ímyndað mér hvað hann hefði mörg úrræði til að gera starf okkar óbærilegt hér innan veggja fyrirtækis- ins,“ segir Friðrik Róbertsson, fráfarandi trúnaðar- maður starfsmanna hjá Strætó bs. „Hann sagði að ég mætti velja hvort ég væri á hans bandi eða myndi fylgja hinum trúnaðarmönnunum og hljóta verra af.“ Friðrik segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó bs., hafa látið ummælin falla vegna deilna hans við trúnaðarmenn starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upphaf deilnanna má rekja til fundar sem starfs- mannafélag BSRB boðaði í síðustu viku þar sem trúnaðarmannaskipti á fjölmörgum starfsstöðum bandalagsins fóru fram. Áfengi var veitt á fundinum og að honum loknum fóru fjórir fráfarandi og núverandi trúnaðarmenn hjá Strætó bs. á Hlemm til að ræða við samstarfsmenn sína og til að komast heim til sín, að sögn Friðriks. Stuttu síðar var fjórmenningunum afhent bréf í vitna viðurvist þar sem þeir voru boðaðir á fund þar sem veita átti þeim skriflega áminningu fyrir að hafa verið ölvaða í starfi og ólíðandi framkomu á starfstöð fyrirtækisins, en starfsmennirnir voru á launum á fundinum og fengu frí frá störfum. Trúnaðar mennirnir hafa allir sagt upp. „Starfsmenn okkar á Hlemmi tilkynntu að fjórir vagnstjórar væru þar ölvaðir og hefðu áfengi um hönd. Þetta lítum við alvarlegum augum og geti þeir ekki útskýrt mál sitt verða þeir áminntir fyrir brot í starfi, það kemur skýrt fram í starfskjarasamningi að ölvun í vinnutímanum er alvarlegt brot,“ segir Reynir. Starfsmennirnir mættu á fund hjá stjórn fyrir- tækisins í lok síðustu viku, en starfsmannafélag Reykjavíkur fór fram á frest til að afla sér frekari upplýsinga um málið. Daginn eftir atvikið hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins samband við lögreglu og tilkynnti að hann grunaði að Friðrik væri að störfum undir áhrifum áfengis. Lögregla stöðvaði för strætisvagnsins og lét Friðrik blása í áfengismæli fyrir framan farþega, en hann reyndist allsgáður. Friðrik hafði samband við lögreglu vegna eineltis, eins og hann kallar það, af hálfu framkvæmdastjóra. aegir@frettabladid.is Sakar yfirmann Strætó um hótanir Fyrrverandi trúnaðarmaður hjá Strætó bs. sakar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins um hótanir í sinn garð. Framkvæmdastjórinn segir það litið alvar- legum augum þegar grunur leiki á að vagnstjórar séu ölvaðir við störf. STRÆTISVAGNAR Allt logar í deilum milli fjögurra fyrrverandi trúnaðarmanna starfsmanna og framkvæmdastjórans. Allt í drasli mælir með - hrein fagmennska! Fita og önnur óhreinindi hverfa skotvirkar á erfiða bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er úðað beint úr brúsanum á blettinn og síðan þurrkað. Þarf ekki að skola. Skilur ekki eftir leifar. Burt með uppsafnaðan kísil Frábært til að fjarlægja erfiða bletti, uppsöfnuð óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Auðvelt að skola og skilur ekki eftir himnu. Burt með blettina! Náðu burt blettum og öðrum óhreinindum úr sófum og teppum með Contempo teppa- og blettahreinsi. Helluborðið eins og nýtt Helluborðið verður eins og nýtt með Sterling keramikhelluhreinsi. Skítur á veggjum ekki vandamál Hvimleið fingraför og skítur á veggjum eru ekki lengur vandamál með SD-20 hreinsiefninu. RV U N IQ U E 12 07 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Einar Kristjánsson, framreiðslumaður sölumaður hjá RV Ferkantaður diskur, 25cm 3 stk 3.185 kr. Opnu nartí mi í versl un RV í des embe r: Mánu daga til fö studa ga frá kl. 8:00 – 18:0 0 Lauga rdaga frá kl. 10:00 – 16: 00 Á tilboði í desember 2007 - Valdar gerðir af Pillivuyt postulíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.