Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 5. desember 2007 25
UMRÆÐAN
Trúmál
Þjóð á að hafa
metnað og
því meiri
sem hún
er minni.
Það þarf
nefnilega
svo lítið
útaf að
bera svo
hún týnist
í orðsins
fyllstu merkingu. Þjóð sem víkur
trú sinni og siðum fyrir fjölþjóð-
lega innflytjendur, fer villur vega.
Þjóðir sem slíkt gerðu, upp skáru
vandræði og vanþakklæti, sem
ekki sést fyrir endann á. Múslima-
þjóðir, Indverjar, Japanar, Kínverj-
ar, Rússar og fleiri, breyta ekki
trúarvenjum sínum og siðum fyrir
útlendinga sem þar vilja vera.
Þeim er ætlað að laga sig að við-
tökuþjóð sinni, eins og sjálfsagt er.
Ef þeir sætta sig ekki við það, er
þeim vinsamlega bent á að leita
annað. Það er að segja, koma sér
burt.
Við Íslendingar höfum ekkert að
gera með fólk sem ekki vill laga sig
að siðum okkar og sætta sig við að
trú vor hafi forgang eins og þeirra
í eigin löndum. Við eigum ekki að
breyta mataræði barna okkar í
skólum, fyrir forneskjulegar trúar
venjur innflytjenda. Innflytjendur
eiga að sjá sóma sinn í að taka tillit
til siðar og trúar þeirrar þjóðar
sem við þeim tekur. Heimtufrekja
er illa séð af þjóð sem hefur tekið
fólkinu svo vel sem Íslendingar.
Sú einstaka heimska, eða skiln-
ingsleysi, sem kom yfir ráðamenn
nokkurra leikskóla borgarinnar, að
meina prestum að flytja þar guðs-
orð eins og tíðkast hefur, er útlend-
ingum síst til góðs. Nokkrir borg-
arar voru spurðir álits og voru svör
öll á einn veg. Prestana inn í skól-
ana. Sem skilja má að hætt sé öllu
fjölmenningar kjaftæði.
Tökum við góðu fólki frá öðrum
löndum eftir bestu getu, en höldum
áfram að vera Íslendingar með
okkar siði og venjur. Vonandi
kristnir.
Höfundur er trésmíðameistari.
Prestum
úthýst
ALBERT JENSEN
UMRÆÐAN
Loftslagsmál
Hinn 3. desember gengu Banda-ríkin til liðs við hin 191
aðildarríkin að Rammasamningi
Sameinuðu þjóðanna um loftslags -
breytingar (UNFCCC) á Balí í
Indónesíu. Þar verður tekið lykil-
skref fyrir samfélag þjóðanna til
að takast á við hið alvarlega við-
fangsefni þar sem loftslagsbreyt-
ingar eru annars vegar. Á þessari
tveggja vikna ráðstefnu hyggjast
Bandaríkin vinna á uppbyggilegan
hátt með öðrum þjóðum að því að
setja fram „Balí-vegvísi“ sem mun
kortleggja leiðina að nýjum alþjóð-
legum rammasamningi um lofts-
lagsbreytingar fyrir árið 2009.
Við óskum eftir Balí-vegvísi
sem mun stuðla að samningavið-
ræðum samkvæmt UNFCCC og
þróa rammasamning eftir 2012
sem mun takast á áhrifaríkan hátt
á við loftslagsbreytingar og
styrkja orkuöryggi okkar.
Bandaríkjamenn telja að
rammasamningur, sem tæki gildi
eftir 2012, um loftslagsbreytingar
verði að vera umhverfislega
áhrifaríkur og efnahagslega sjálf-
bær. Útblástur er hnattrænn og
lausnin verður að vera hnattræn
til að bera árangur. Nálgun þar
sem aðeins sumir eru virkir er
ekki umhverfislega áhrifarík. Þar
að auki verður framtíð-
arrammasamningur að
vera sveigjanlegur og
gera ráð fyrir margvís-
legum aðstæðum hinna
ýmsu þjóða, auk víð-
tækra félagslegra og
efnahagslegra mark-
miða.
Bandaríkin hafa,
bæði heima fyrir og
erlendis, frumkvæði
að ýmiss konar aðgerð-
um til að draga úr
losun gróðurhúsa loft tegunda,
auka orkuöryggi og draga úr
hættulegri loftmengun. Við höfum
gripið til fjölbreyttra aðgerða, þar
á meðal eru tugir lögboðinna,
hvetjandi, markaðstengdra og
frjálsra verkefna til að
draga úr útblæstri
innanlands. Við höfum
einnig varið 37 millj-
örðum dala í aðstoð við
að þróa og útfæra nýja
tækni til að draga úr
losun gróðurhúsaloft-
tegunda án þess að
draga úr hagvexti.
Við vitum að þetta er
hægt. Á árunum 2000-
2005 fjölgaði Banda-
ríkjamönnum um
fimm prósent (14 milljónir manna)
og verg landsframleiðsla jókst um
tólf prósent (u.þ.b. 1,2 billjónir
dala) en á sama tíma jókst losun
gróðurhúsalofttegunda um aðeins
1,6 prósent. Frá 2005 til 2006 var
hagvöxturinn hjá okkur 2,9 pró-
sent en losun gróðurhúsaloftteg-
unda dróst saman um 1,5 prósent.
Á alþjóðavettvangi er stefna
Bandaríkjanna í loftslagsmálum
hluti af víðtækri, sjálfbærri þró-
unarstefnu. Við höfum haft frum-
kvæði að, eða tekið þátt í mörgum
alþjóðlegum samvinnuverkefnum
– til dæmis í Asíu-Kyrrahafsverk-
efninu um hreina þróun og loftslag
og Metanverkefninu – sem taka á
loftslagsbreytingum á þann hátt
sem ýtir undir hagvöxt og hjálpar
ríkjum að skapa íbúum sínum
meiri hagsæld. Á grundvelli þessa
árangurs kölluðu Bandaríkin
saman fulltrúa sautján stærstu
hagkerfa heims – sem standa fyrir
80 prósent hagkerfa heimsins,
orku notkunar og losunar gróður-
húsalofttegunda – og Sameinuðu
þjóðirnar til fyrsta Fundar helstu
hagkerfa um orkuöryggi og lofts-
lagsbreytingar í september 2007.
Með uppbyggilegri samvinnu telja
Bandaríkin að helstu hagkerfin
geti stuðlað að og flýtt fyrir
umræðum samkvæmt UNFCCC.
Á ráðstefnunni á Balí munum
við hlusta gaumgæfilega á hug-
myndir annarra og miðla viðleitni
okkar og vilja til að ná samkomu-
lagi um „Balí-vegvísi“ sem mun
leiðbeina samfélagi þjóðanna fram
á við næstu tvö árin.
Höfundur er sendiherra Banda-
ríkjanna.
Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna á Balí
CAROL VAN VOORST
Aðventan er tíminn til að njóta þess besta sem völ er á í mat og drykk.
Jólamatseðillinn á Grillinu er aðventan í allri sinni dýrð.
Pantaðu borð núna í síma 525 9960 og tryggðu þér sæti við kræsingarnar.PIP
A
R
•
S
ÍA
•
7
2
4
1
0