Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 50
42 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Sam Allardyce, stjóra
Newcastle, hefur ekki gengið sem
skyldi síðan hann tók við liðinu
fyrir tímabilið og er sjálfur fyrst-
ur til að viðurkenna að hann sé nú
undir mikilli pressu að ná úrslit-
um, sérstaklega í ljósi þess að líf-
tími stjóra í starfi fer minnkandi.
„Ég ætla ekkert í felur með það
að ég þarf að fara að ná fram
góðum úrslitum fyrr en síðar.
Okkur hefur ekki gengið nógu vel
undanfarið en hlutirnir geta verið
fljótir að breytast ef ein góð úrslit
nást,“ sagði Allardyce á blaða-
mannafundi fyrir leikinn gegn
Arsenal.
Stöðugar sögusagnir eru nú í
ensku blöðunum um að leikmenn
Newcastle séu ósáttir við
þjálfunaraðferðir Stóra Sam og að
Alan Shearer muni taka við New-
castle ef liðið nær ekki að vinna
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í
kvöld. Allardyce lætur sögu-
sagnirnar ekkert á sig fá.
„Leikmenn eru eflaust ósáttir
við margt sem ég geri, en ég veit
hvað er best fyrir þá og liðið, þess
vegna er ég knattspyrnustjórinn
og þeir leikmenn. Ef Shearer tekur
við starfinu af mér vona ég að það
verði þegar ég er búinn að ná
markmiðum mínum með New-
castle og breyta liðinu til hins
betra frá því búi sem ég tók við á
sínum tíma,“ sagði Allardyce kok-
hraustur.
Tveir af leikreyndustu leik-
mönnum Newcastle, markverð-
irnir Shay Given og Steven Harper,
gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem
öllum sögusögnum um að leik-
menn væru ósáttir við Allardyce
var vísað á bug. „Sögusagnirnar
eru algjört bull og allir leikmenn
Newcastle standa á bak við Allar-
dyce,“ sagði meðal annars í yfir-
lýsingunni. - óþ
Ensk dagblöð telja að starf Sam Allardyce, stjóra Newcastle, sé í hættu:
Fær Stóri Sam að fjúka næstur?
KOKHRAUSTUR Sam Allardyce vill
ekki yfirgefa Newcastle fyrr en hann
hefur náð markmiðum sínum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Meistaradeild Evrópu:
AC Milan-Celtic 1-0
1-0 Filippo Inzaghi (70.).
Shaktar Donetsk-Benfica 1-2
0-1 Oscar Cardozo (6.), 0-2 Oscar Cardozo (22.),
1-2 Cristiano Lucarelli, víti (30.)
STAÐAN:
Milan 6 4 1 1 12:5 13
Celtic 6 3 0 3 5:6 9
Benfica 6 2 1 3 5:6 7
S.Donetsk 6 2 0 4 6:11 6
Iceland Express-deild kvk:
Valur-KR 64-87
Stig Vals: Molly Peterman 29, Hafdís Helgadóttir
11, Lovísa Guðmundsdóttir 7 (7 frák., 7 varin),
Þórunn Bjarnadóttir 6 (8 frák., 5 stoðs.), Tinna
Björk Sigmundsdóttir 4, Berglind Ingvarsdóttir
3, Guðrún Baldursdóttir 3, Helga Þorvaldsdóttir
1 (7 frák.).
Stig KR: Monique Martin 31 (4 varin), Hildur Sig-
urðardóttir 20 (12 frák., 9 stoðs.), Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir 9, Guðrún Arna Sigurðardóttir 5,
Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Þorbjörg Friðriks-
dóttir 5, Lilja Oddsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 3
(10 frák. á 16 mín.), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Steve Coppell, stjóri
Ívars Ingimarssonar og Brynjars
Björns Gunnarssonar hjá
Reading, virðist vera búinn að fá
nóg af þjálfun í bili ef marka má
viðtal sem birtist við hann í enska
götublaðinu The Sun í fyrradag.
„Ég væri til í að taka mér
fljótlega frí frá þjálfun. Mér
finnst vera kominn tími á það
eftir níu ára hark hjá Crystal
Palace, Brentford, Brighton og
svo Reading. Ég væri til í að
endurmennta mig sem þjálfari og
fá að fylgjast með bestu þjálfur-
unum að störfum, ásamt því að
spila golf og slappa aðeins af. Það
getur verið lýjandi að vera
knattspyrnustjóri og vinna alla
vikuna til þess að ná góðum
úrslitum sem veita gleðivímu í
svona tuttugu mínútur, eða
þangað til það þarf að fara að
hugsa um næsta leik. Ef leikurinn
tapast hins vegar taka við
botnlaus vonbrigði fram að næsta
leik,“ sagði Coppell. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Coppell að
missa neistann
ERFITT Steve Coppell er til í að taka sér
frí frá þjálfun í bili ef marka má viðtal
við hann sem britist nýverið í The Sun.
NORDICPHOTOS/GETTY
NFL Útför Sean Taylor fór fram á
mánudag en þúsundir fylgdu
varnarmanninum til grafar.
Athöfnin sjálf tók eina þrjá
klukkutíma og margir sem tóku
til máls. Þeirra á meðal voru
Jesse Jackson og Roger Goddell,
yfirmaður NFL-deildarinnar.
Taylor var skotinn til bana á
heimili sínu í Flórída á dögunum
en hann var aðeins 24 ára. Fjórir
menn hafa verið handteknir
vegna morðsins og líklegt að sá
fimmti verði handtekinn líka.
Mennirnir voru að ræna heimili
Taylors sem þeir töldu vera
mannlaust þegar Taylor kom að
þeim. Þeir skutu hann og hann
lést degi síðar á sjúkrahúsi.
- hbg
Jarðarför Sean Taylor:
Þúsundir fylgdu
Taylor til grafar
TÁR Á HVARMI Gestir útfararinnar voru
af öllum stærðum og gerðum.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið
Portsmouth og nígeríska knatt-
spyrnusambandið eiga nú í deilu
vegna æfingabúða sem landsliðs-
menn Nígeríu hafa verið boðaðir
til tveimur vikum fyrir Afríku-
keppnina sem fram fer í janúar.
Tveir leikmenn Portsmouth,
Nwankwo Kanu og John Utaka,
leika með Nígeríu og geta ekki
leikið með Portsmouth í þær sex
vikur sem Afríkumótið stendur
yfir og liðið er því afar mótfallið
því að missa þá í tvær vikur til
viðbótar í æfingabúðir.
Fyrir utan þá Kanu og Utaka
munu fleiri leikmenn Portsmouth
líklega taka þátt í Afríkukeppn-
inni. Sulley Muntari spilar fyrir
Gana, Papa Bouba Diop spilar
fyrir Senegal og Djimi Traore
verður að öllum líkindum valinn í
landsliðshóp Malí.
Harry Redknapp, stjóri
Portsmouth, er þegar farinn að
líta í kringum sig að leikmönnum
á láni til þess að fylla tímabundið
skörð Afríkumannanna í lið
Portsmouth. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Redknapp vill
menn á láni
KLÓKUR Harry Redknapp, stjóri Ports-
mouth, þarf líklega að fara á markaðinn
í janúar og finna lánsmenn.
NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI KR-stelpur unnu
fimmta leik sinn í röð og þann átt-
unda í síðustu níu leikjum í Iceland
Express-deild kvenna í gær þegar
þær unnu sannfærandi sigur, 64-
87, á Valsstúlkum í Vodafone-höll-
inni á Hlíðarenda í gær. Nýliðar
KR hafa vakið mikla athygli fyrir
framgöngu sína í vetur og það
stefnir í stórleik í næstu umferð
þegar vesturbæjarstúlkur fá topp-
lið Keflavíkur í heimsókn.
Valsliðið hélt í við KR í byrjun og
var meðal annars 21-20 yfir í upp-
hafi annars leikhluta eftir tvær
þriggja stiga körfur Molly Peter-
man í röð. KR-liðið tók þá mikinn
kipp og var 16 stigum yfir í hálf-
leik, 28-44. Valsliðið náði aftur að
minnka muninn í upphafi þriðja
leikhluta en kom muninum ekki
nema niður í 9 stig áður en annar
góður sprettur KR-liðsins, 24-7 á 5
mínútum, gerði endanlega út um
leikinn og kom KR í 44-70 fyrir
lokaleikhlutann.
Monique Martin var í aðalhlut-
verki í KR-liðinu, skoraði tíu
fyrstu stig liðsins í leiknum og
endaði með 31 stig. Besti maður
liðsins var þá Hildur Sigurðar-
dóttir sem vantaði aðeins eina
stoðsendingu upp á að ná hinni
eftirsóttu þrennu en Hildur end-
aði með 20 stig, 12 fráköst og 9
stoðsendingar.
Valsliðið lék án landsliðsmið-
herjans Signýjar Hermannsdótt-
ur í gær og munaði um minna en
einnig að Hafdís Helgadóttir sem
skoraði 11 stig á fyrstu 13 mínút-
um sínum í leiknum fór meidd af
velli í stöðunni 32-44 í upphafi
seinni hálfleiks. Molly Peterman
var áfram langatkvæðamest í
Valsliðinu með 29 stig en byrjun
liðsins á keppnistímabilinu hefur
valdið miklum vonbrigðum enda
hefur liðið aðeins unnið 1 af
fyrstu 10 leikjum sínum á tíma-
bilinu.
- óój
Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild kvenna í gær þegar Valur tók á móti KR í Vodafone-höllinni:
Sigurganga KR-stúlkna hélt áfram gegn Val
BARÁTTA Monique Martin KR-ingur og Hafdís Helgadóttir Valsari berjast hér um
boltann í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Mikil spenna var fyrir þá
tvo leiki sem fram fóru í Meistara-
deildinni í gærkvöldi en þá klárað-
ist D-riðill. AC Milan var þegar
komið áfram en Celtic og Shaktar
Donetsk börðust um annað sætið
sem gefur þátttökurétt í sextán
liða úrslitum keppninnar.
Celtic hafði þriggja stiga for-
skot á úkraínska liðið og nægði
þar með jafntefli gegn Milan. Ef
Celtic tapaði aftur á móti færi
Donetsk áfram svo framarlega
sem liðið ynni Benfica enda með
betri stöðu í innbyrðisviðureign-
um. Ef Donetsk tapaði aftur á móti
myndi liðið falla í fjórða og neðsta
sæti og missa einnig af þátttöku í
UEFA-bikarnum.
Það byrjaði ekki gæfulega hjá
úkraínska liðinu því Oscar Car-
dozo skoraði tvívegis fyrir Benfica
á fyrstu 22 mínútum leiksins.
Cristiano Lucarelli minnkaði mun-
inn úr víti fyrir hlé og því var enn
möguleiki fyrir úkraínska liðið.
Á sama tíma var markalaust í
daufum leik Milan og Celtic á San
Siro. Það var því allt opið fyrir
síðari hálfleikinn.
Filippo Inzaghi hefur eflaust
kveikt von í brjóstum úkraínska
liðsins þegar hann kom Milan yfir
20 mínútum fyrir leikslok en
Shaktar var í miklum vandræðum
með að skora á heimavelli en liðið
þurfti tvö mörk til að komast í sex-
tán liða úrslit og eitt mark til að
komast í UEFA-bikarinn.
Úkraínska liðið sótti gríðarlega
hart síðustu mínútur leiksins,
skaut grimmt á markið og átti
meðal annars eitt skot í stöng.
Nær komst liðið ekki og missti þar
með af algjöru úrvalsfæri til að
komast í sextán liða úrslit Meist-
aradeildarinnar þar sem Milan
vann Celtic. Shaktar missir einnig
af þátttöku í UEFA-bikarnum eins
og áður segir og því vafalítið
takmörkuð stemning í Donetsk í
gær. Leikmenn Celtic gátu aftur á
móti leyft sér að fagna á San Siro
þrátt fyrir tapið. Þeir fóru þó hægt
í sakirnar en gátu þó leyft sér að
brosa út í annað.
henry@frettabladid.is
Celtic áfram en Shaktar
sat eftir með sárt ennið
Skoska liðið Celtic tryggði sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeild-
ar Evrópu þrátt fyrir tap gegn AC Milan á Ítalíu. Á sama tíma tapaði Shaktar
Donetsk á heimavelli fyrir Benfica og missti þar með af gullnu tækifæri.
ALLIR SÁTTIR Gennaro Gattuso, leikmaður Milan, heilsar hér Paul Hartley eftir leikinn
í gær. Allir kátir enda bæði lið komin áfram í Meistardeildinni. NORDIC PHOTOS/AFP