Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 26
[ ]Kappakstursbílar geta verið skemmtilegir þó að það sé nú ekki á færi allra að eiga slíkan grip til að ham-ast á. Þeir geta þá huggað sig við Formúluna. Lítið notuð dekk á góðu verði HJÁ VÖKU ER BÆÐI HÆGT AÐ KAUPA NÝ OG NOTUÐ DEKK. Lítið notuð dekk má fá á góðu verði hjá Vöku en þeir sem vilja frekar ný geta einnig fengið þau á sanngjörnum kjörum. Hjá Vöku er mikið úrval nýlegra dekkja sem annaðhvort koma undan íslensk- um bílum eða eru keypt að utan. Þeir sem luma á vel með förnum dekkjum geta líka komið þeim í verð hjá Vöku. - eö Ljósin á bílnum eru eitt af þýðingarmestu öryggistækjum hans, ekki síst í skammdeginu þegar myrkur er meirihluta sólarhringsins. Hér eru nokkur heilræði ljósastillingarmanns. „Ljósin á bílnum eru á ábyrgð öku- manns og einskis annars, eins og annar búnaður bílsins. Í bókinni sem við lærum í fyrir bílprófið stendur að ökumaður eigi að ganga í kringum bílinn áður en hann ekur af stað og aðgæta hvort öll örygg- istæki séu í lagi og þar á meðal ljósin. Það er hreinn dónaskapur að aka um með biluð og vanstillt ljós,“ segir Jón Brynjólfsson, verkstæðisformaður í Ljósaskoð- un og stillingu í Hátúni 2. Hann kveðst oft fá bíla á verkstæðið með perum sem snúi öfugt en ítrekar að stilling ljósanna skipti miklu máli fyrir ökumanninn sjálfan. „Ef ljósin lýsa of mikið niður þá sér ökumaðurinn ekki fram fyrir sig og ef þau beinast of mikið upp lýsa þau honum ekki neitt en blinda þá sem hann mætir,“ segir hann. Hann nefnir líka hæðarstilli á ljósum margra bíla og lýsir tilgangi hans. „Ef skottið á bílnum er hlaðið þá sígur hann niður að aftan en framendinn fer upp. Þá er ætlast til að menn lækki ljósin handvirkt. Margir vita hins vegar ekki hvað þessi takki gerir og fikta í honum að óþörfu. En ef menn leggja upp að vegg þá sjá þeir hvert ljósin vísa.“ Jón bendir á sá sem mæti bíl með einu ljósi geti haldið að þar sé mótorhjól á ferð og bætir við að oftar þurfi að skipta um perur í bílum sem séu farnir að eldast en nýrri bílunum. „Ef perurnar hafa ekki verið í lagi í einhvern tíma þá er perustæðið oft ónýtt, það kemst raki í það og það ryðgar og skemm- ist. Það er nefnilega hitinn frá per- unni sem heldur ljósabúnaðinum þurrum,“ segir hann. Allir bílavarahlutir hafa hækkað í verði og þar á meðal perur. „Við erum með perur í dag sem kosta yfir tvö þúsund krónur og algengt verð á þeim er 1.500 til 2.000 krónur,“ segir Jón. Á tímabili var skylda að fara með bílinn í ljósastillingu áður en hann fór í skoðun. Síðan tóku skoð- unarstöðvarnar að sér ljósastill- ingarnar en hafa ýtt því frá sér aftur. Starfsmenn bensínstöðva og smurstöðva skipta oft um perur fyrir viðskiptavini sína en átta sig ekki alltaf á hversu vandasamt það er. „Menn gera þetta vafalaust eins vel og þeir geta en hafa hvorki þekkingu, tæki né aðstöðu til þess,“ segir Jón. „Oft er nefnilega mjög erfitt að skipta um perur. Stundum þarf að taka ljósin hrein- lega úr og á sumum bílum þarf að fjarlægja rafgeyminn til að kom- ast að þeim,“ segir hann og bætir við að lokum: „Það sem einu sinni tók tíu mínútur er orðin viðgerð sem tekur klukkutíma og það þýðir að menn verða að skilja bílana eftir.“ gun@frettabladid.is Dónaskapur að aka um á bíl með biluð ljós Jón hefur áralanga reynslu í ljósastill- ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfærutrukkur Öflugasta útgáfan til þessa KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Sendum frítt um land allt! P IP A R • S ÍA • 7 0 62 3 Felgustærðir: 15", 16" og 17" Úrval jeppadekkja upp í 38" Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.