Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 22
22 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
Þegar Parísarbúar vöknuðu einn morgun í nóvember gat
þeim fundist eins og hjól tímans
hefðu snúist afturábak um tólf ár,
samgöngukerfið var lamað af
verkföllum og ástandið keimlíkt
því sem var í desember 1995,
menn urðu að fara fótgangandi
langar leiðir gegnum borgina í
kulda og mengun, einhvern tíma á
mótum dags og nætur, eftir
götum sem þeir voru annars ekki
vanir að fara, og ástæðan fyrir
vinnudeilunum var hin sama:
áform stjórnvalda um að skerða
eftirlaunaréttindi lestarstjóra og
annarra starfsmanna, þau áform
sem náðu ekki fram að ganga
fyrir tólf árum. Miðað við það
sem þá gerðist fannst mér þetta
verkfall þó eitthvað í líkingu við
hálft verkfall, ef svo má segja:
Það stóð yfir í tíu daga, en þrjár
vikur þá, og nú stöðvuðust
neðanjarðarlestir ekki að öllu
leyti, mér reiknaðist svo að ég
hefði komist um helming leiða
minna með slíkum farartækjum
en orðið að styðjast við hesta
postulanna það sem eftir var. Á
öðru sviði var einnig nokkur
munur. Svo var að sjá að stjórn-
völd væru farin að uppskera
ávöxtinn af linnulausri áróðurs-
herferð sinni sem miðaði að því
að koma þeirri skoðun inn hjá
almenningi að lestarstarfsmenn-
irnir væru einhver forréttinda-
lýður, því þeir hafa sérstakt
eftirlaunakerfi og geta hætt
störfum eitthvað fyrr en aðrir og
fengið full eftirlaun; þessi
óheyrilegu forréttindi þyrfti að
afnema, jafnréttisins vegna.
Áróður af þessu tagi dundi
sífellt í fjölmiðlum. Fréttamenn
voru fundvísir á fólk sem var æft
af reiði yfir að vera stranda-
glópar á brautarpöllum, þótt ég
yrði að vísu ekki var við annað á
mínum ferðum um borgina en
menn tækju óþægindunum af
verkfallinu með jafnaðargeði, og
á því var hamrað að nú hefðu
verkfallsmenn ekki stuðning
almennings eins og ljóst var 1995.
Viðhorf fjölmiðla kom ekki síst
fram í því, að lítið var sagt frá
afstöðu verkfallsmanna sjálfra,
þeir fengu sjaldan að hafa orðið
og segja frá málstað sínum.
Þó gerðist það. Og þá bentu
verkfallsmennirnir á að þessi
svokölluðu „forréttindi“ væru
einfaldlega uppbætur fyrir annað,
eins og reyndar margt það sem
nú er úthrópað sem „forréttindi“,
uppbætur fyrir að þurfa að vinna
illa launaða nætur- og helgidaga-
vinnu, þurfa að vera fjarri
fjölskyldum sínum á hátíðum, fá
óregluleg frí og eiga á hættu að
verða sagt upp snemma, því eftir
vissan aldur er ekki víst að hver
og einn sé fær um að stjórna
brunandi hraðlestum við alls
konar skilyrði.
En svo bentu einhverjir aðrir á
að lestarstarfsmennirnir væru
ekki einir um að búa við sérstakt
eftirlaunakerfi, það gerðu fleiri,
t.d. þingmenn: þeir þyrftu heldur
ekki að sinna því starfi ýkja lengi
til að fá upp frá því 1.500 evrur á
mánuði, eða jafn mikið og
lestarstarfsmennirnir hafa í
eftirlaun. Það voru sett á fót
samtök og þau spurðu hvort ekki
væri rétt að taka til endurskoðun-
ar öll þessi sérstöku eftirlauna-
kerfi og öll þessi „forréttindi“,
ekki eftirlaun lestarstarfsmanna
ein?
Þetta fór ekki hátt, en einhver
útvarpsmaður kom spurningunni
þó áleiðis, og fékk þá svör sem
hljómuðu ekki ókunnuglega:
þingmennirnir sögðu að eftirlaun
sín væru einfaldlega uppbætur
fyrir að þurfa að vinna óreglu-
legan vinnutíma, vera fjarri
fjölskyldum sínum í tíma og
ótíma, svo ekki væri minnst á það
hvað starfið væri ótryggt, þeir
gætu átt á hættu að missa það
fyrirvaralítið. Ég velti því fyrir
mér hvers vegna einhverjum gár-
unganum í útvarpsstöð skyldi
ekki detta í hug að snúa þessu
við, flytja orðræður þing-
mannanna þegar eftirlaun
lestarstarfsmannanna voru á
dagskrá, og öfugt. Ekki er víst að
menn hefðu heyrt mikinn mun.
En munurinn var eigi að síður
fyrir hendi. Lestarstarfsmenn
þurfa að vinna áratugum saman
til að fá sínar 1500 evrur
mánaðarlega í eftirlaun, og þeim
verður sagt upp störfum á sama
aldri og áður, þótt eftirlauna-
aldurinn verði hækkaður, þeir
hafa þá einfaldlega þeim mun
minni réttindi og fá lægri
eftirlaun. Og þeir hafa ekkert
annað. Þingmennirnir þurfa ekki
að sitja nema eitt kjörtímabil,
fimm ár, til að hafa rétt á 1500
evrum á mánuði til æviloka,
reyndar ekki alveg strax, því
eftir að þeir fara út af þingi fá
þeir enn full þingmannalaun í
fimm ár, eftirlaunin taka við
kjósendur skyldu þá enn gera þá
afturreka. Og þessar 1500 evrur
bætast við önnur laun, biðlaun
og eftirlaun sem þingmennirnir
fyrrverandi geta ausið upp úr
öðrum brunnum, þær eru sem sé
aukasporslur.
Og þá er ótalinn sá munur sem
kannske er ekki ómerkastur: um
eftirlaun lestarstarfsmanna
standa nú yfir tvísýnar samn-
ingaviðræður, en það er aldrei á
dagskrá að endurskoða réttindi
þingmannanna, um þau ríkir svo
mikill einhugi í öllum flokkum,
að fjölmiðlar sjá varla ástæðu til
að nefna þau.
Hjól tímans
UMRÆÐAN
Trúmál
Kirkja og skóli eru til umfjöllunar í
samfélagi okkar. Ástæður eru margvísleg-
ar enda eru tengsl ekki lítil. Kirkjan
annaðist áður fyrr allt skólahald og innan
hennar vébanda varð almenningsfræðslan
til. Ljóst er að nú eru breyttir tímar. Það
útilokar þó ekki samstarf þarna á milli
þrátt fyrir orð háværs minnihluta. Hins
vegar þarf að skýra forsendur þess
samstarfs. Fyrir þremur árum voru settar
fram á vegum starfshóps innan kirkjunnar nokkrar
slíkar forsendur:
1. Skólinn fræðir um kristna trú og önnur trúar-
brögð. Slík fræðsla verður mikilvægari eftir því sem
íslenskt þjóðfélag verður fjölbreyttara í trú og
lífsskoðun. Mikilvægt er að takast á við slík viðfangs-
efni í skólanum sem nær til allra.
2. Tileinkun trúar eða lífsskoðunar fer fram á
heimilum, í kirkjum eða trúfélögum.
3. Þjóðkirkjan er reiðubúin að veita heimilum og
skóla þjónustu í tengslum við trúarfræðslu. Sú
þjónusta sem veitt er skólanum verður þó alltaf að
vera á forsendum hans.
Þessar forsendur byggja á ólík hlut verki
kirkju og skóla. Eftir sem áður er hagur
barna sameiginlegt markmið. Því má
heldur ekki gleyma að snar þáttur í gildum
kristninnar er náungakærleikur, auk þess
sem hið barnslega er í hávegum haft. Að
kalla ofangreinar áherslur trúboð fær ekki
staðist að mínu mati. Að fárast út í litlu
jólin og helgileiki er ansi skrýtinn
mál flutningur. Í samhljóðan við ofan-
greindar forsendur hefur Þjóðkirkjan
boðið þjónustu sína, ekki síst á stundum
sorgar og áfalla. Hefur það samstarf verið
vel þegið af hálfu skólans. Fræðsla um
sorg og áföll hefur einnig verið veigamikil í þessu
samstarfi, svo og fræðsla um kristna trú t.d. í
tengslum við stórhátíðir og menningararf þjóðarinnar.
Þjóðkirkjan vill vinna verk sitt í sátt við ólík
lífsviðhorf og með virðingu fyrir þeim leikreglum
sem skólastarf byggir á. Að sama skapi þarf hinn
háværi minnihluti að virða það sögulega samhengi
sem er milli skóla og kirkju og hefur farsæld
barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er erfitt að sjá
hvernig slíkt getur verið brot á mannréttindum.
Höfundur er verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskups-
stofu.
Skólinn, kirkjan og mannréttindin
HALLDÓR REYNISSON
Verkföll í Frakklandi
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG |
Í
gær var gengið frá samkomulagi milli Listaháskóla Íslands
og Samson Properties um lóðaskipti á lóð í Vatnsmýri sem
fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti úthlutaði skólanum og
lóðum sem Samson Properties hefur keypt upp á liðnum miss-
erum við Frakkastíg milli Laugavegs og Hverfisgötu. Þegar
Listaháskólanum var afhent lóðin í Vatnsmýri var þegar ljóst að hún
gæti orðið skiptimynt í áætlunum rektors Listaháskólans að finna
skólanum annan stað í borginni. Hjálmar H. Ragnarsson vildi að
skólinn væri í miðborginni, taldi það umhverfi henta best því starfi
sem þar færi fram. Það er nú gengið eftir en Hjálmar hefur barist
hart fyrir nýbyggingu undir skólann sem nú er dreifður í nokkrum
byggingum frá Skuggahverfi út í Laugarnes. Er full ástæða til að
óska rektornum til hamingju með þennan áfanga.
Nýja byggingin verður í fyrsta áfanga 13.500 fermetrar og
mun verða aðsópsmikil á þessum stað, rétt eins og sú gríðarstóra
bygging sem fyrirhugað er að reisa nær Rauðaránni og mun hýsa
verslunarrekstur af ýmsu tagi. Þegar litið er til þess að aðeins utar
á nesinu við rætur Arnarhóls eru á vegum tengdra aðila að rísa
firnastórar byggingar, Tónlistarhús, hótel og höfuðstöðvar Lands-
bankans, verður æ ljósara að Björgólfur Guðmundsson er að setja
mark sitt á Reykjavík til langs tíma af grímulausum metnaði.
Enn er óljóst hvernig mörg þessara húsa líta út en við blasir að
mikið byggingarmagn er sett niður í nágrenni við smáar lóðir
með lágum húsum. Sá forni ávali svipur Reykjavíkur með einni
trónandi kirkju sem áður var líkt við hina sjálfsprottnu rómversku
hæðaborg er nú horfinn.
Þær raddir heyrast þótt lágt fari að í raun hafi Listaháskólinn
skorið Samson niður úr snörunni: lóðaverð milli Laugavegs og
Hverfisgötu hafi reynst Samson dýrt. Það virðist byggður inn í
samkomulag Listaháskóla og Samsons gambítur: skólinn á lóðina
og byggingarfyrirtækið húsin, en Listaskólanum tryggður vaxtar-
möguleiki niður Hverfisgötuna þar sem Samson á lóðir fyrir.
Með þessum áætlunum er kafla lokið í uppbyggingu listmennt-
unar í landinu: litlu skólarnir hófust margir á þessum slóðum
í Þingholtunum og Skuggahverfinu, uxu síðan í sérskóla sem
reknir voru af hugsjón, umbreyttust á endanum í sameinaða stóra
stofnun, sem nú þarf á samkeppni innanlands að halda þótt enn
berjist hún við nemendur sem sækja nám erlendis. En það er ekki
nóg að eiga stofnanir og hús til að mennta listamenn. Þeir verða
að eiga sér markað sem þiggur verk þeirra og er reiðubúinn að
gjalda fyrir. Margt bendir til að íslenskur listamarkaður sé harla
vanþróaður og líta verði til hans gagnrýnum augum hin næstu
ár. Hvernig er hann studdur opinberu fjármagni, hvernig standa
listamenn gagnvart dreifingaraðilum og markaði sínum, hvað þarf
til að þróa þann markað sem hér er og hvernig er best að styrkja
útrás íslenskra listamanna á nálæga markaði.
Samningur Samson Properties tryggir að á miðjan Laugaveg
er nú komin mannmörg starfsemi, rétt eins nýjar verslunarhallir,
nýjar íbúðarblokkir styrkja þar borgarlífið, því þétting byggðar á
þessu svæði kallar vísast á aukna umferð og hún verður ekki öll bíl-
andi: gangandi fólk fer senn í hrönnum um miðborg Reykjavíkur.
Nýtt heimilisfang Listaháskóla Íslands er fagnaðarefni.
Skólinn
í Skuggahverfi
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
IPL varanleg, sársaukalítil
háreyðing
Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310
Nematilboð -20% Miðvikud. Handsnyrting
Vilhjálmur beittur
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var í essinu
sínu á fundi borgarstjórnar í gær
og las nýja meirihlutanum pistilinn.
Hann byrjaði reyndar á að hrósa fjár-
málaáætlun borgarinnar, sem hann
kallaði „raunhæfustu þriggja ára áætl-
un sem gerð hefur verið,“ en minnti
á að það var nú líka fráfarandi meiri-
hluti sem stóð að henni. Vilhjálmur
gagnrýndi hins vegar að nýi meirihlut-
inn hefði hætt við að leggja mislæg
gatnamót á Kringlumýrarbraut og
Miklubraut en sett fram óljósar
hugmyndir um stokk í staðinn.
Þá benti hann á að ágreiningur
væri innan meirihlutans um
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Kannski hann verði líka
lagður í stokk.
Enginn málefnasamningur
Síðast en ekki síst átaldi Vilhjálmur
nýja meirihlutann fyrir að hafa ekki
lagt fram neinn málefnasamning og
sagði fordæmalaust að sveitar- eða
borgarstjórn hefði ekki slíkt plagg til
grundvallar. „Nema hann hafi ekki
hugsað sér að vera lengi,“ bætti
Vilhjálmur við, „þá þarf hann ekki
neinn málefnasamning.“ Vel athugað
en eins og oddviti sjálfstæðismanna
þekkir af biturri reynslu er málefna-
samningur aftur á móti engin
trygging fyrir langlífum stjórnar-
meirihluta.
Heitt loft
Loftslagsþingið á Balí stendur
fyrir dyrum og í gær lýsti
ríkisstjórnin yfir að hún
styddi markmið Sameinuðu þjóðanna
um að iðnríki drægju úr losun gróður-
húsalofttegunda um 25 til 40 prósent
fyrir árið 2020. Þingmönnum VG
þótti yfirlýsingin ekki nógu skorinorð;
Steingrímur J. Sigfússon kallaði hana
„silkumbúðir utan um ekki neitt“ og
Kolbrún Halldórsdóttir sagði að Þórunn
Sveinbjarnardóttir hefði verið látin „éta
ofan í sig“ fyrri yfirlýsingar. Ekki eru allir
náttúruverndarsinnar jafn svartsýnir,
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna
til dæmis yfirlýsingunni.
Varla eru þau minna
einlæg í baráttunni
gegn hlýnun jarðar
en Steingrímur og
Kolbrún?
bergsteinn@
frettabladid.is