Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 16
16 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
SMOKKUM ÞAKIÐ KENNILEITI Eitt
helsta kennileiti Brussel er Manneken
Pis eða Pissandi strákurinn. Hefð er
fyrir því að klæða hann upp í ýmsa
búninga og var hann skreyttur með
smokkum 1. desember í tilefni af
Alþjóðlega alnæmisdeginum.
NORDICPHOTOS/AFP
TRÚARBRÖGÐ Séra Guðrún
Karlsdóttir hefur verið valin úr
hópi ellefu
umsækjenda til
að gegna
prestsembætti í
Grafarvogs-
prestakalli.
Hún hefur
verið prestur á
Gautaborgar-
svæðinu í
Svíþjóð síðan
hún hlaut vígslu
2004. Guðrún lauk guðfræðiprófi
frá Háskólanum árið 2000 og
hefur reynslu af æskulýðsstarfi
og starfi með eldri borgurum.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir,
sem hefur þjónað sem prestur í
Grafarvogssöfnuði er orðin
dómkirkjuprestur. - kóþ
Grafarvogsprestakall:
Guðrún Karls-
dóttir valin
SÉRA GUÐRÚN
KARLSDÓTTIR
MENNTUN Tveir nemendur Háskóla
Íslands hlutu styrk úr Þórsteins-
sjóði til blindra og sjónskertra
nemenda. Þetta er í fyrsta sinn
sem styrkur er veittur úr
sjóðnum.
Það voru þau Gunnar Valur
Gunnarsson, meistaranemi í tölv-
unarfræði við verkfræðideild
Háskóla Íslands, og Erla Soffía
Jóhannesdóttir, BA-nemi í þýsku
við hugvísindadeild Háskóla
Íslands, sem hlutu styrkinn að
þessu sinni. Bæði Gunnar Valur
og Erla Soffía hafa þótt sýna
framúrskarandi námsárangur
við skólann.
500.000 krónur voru til
úthlutunar úr sjóðnum, en auk
þess lagði Blindravinafélag
Íslands fram 500.000 króna við-
bótaframlag. Sjóðnum bárust alls
sex umsóknir.
Þórsteinssjóður er til minning-
ar um Þórstein Bjarnason, sem
stofnaði Blindravinafélag Íslands
árið 1932 og var það fyrsta félag-
ið til hjálpar fötluðum á Íslandi.
Sérstök áhersla er lögð á styrki
til rannsókna í félags- og hugvís-
indum sem aukið geta þekkingu á
blindu og skertri sýn og afleið-
ingum hennar. Megintilgangur
sjóðsins er að styrkja blinda og
sjónskerta til náms við Háskóla
Íslands. - eb
Styrkur til blindra og sjónskertra nemenda Háskóla Íslands:
Ein milljón króna veitt úr Þórsteinssjóði
STYRKUR Gunnar Valur Gunnarsson og Erla Soffía Jóhannesdóttir hlutu 500 þúsund
króna styrk úr Þórsteinssjóði, sem nefndur er eftir stofnanda Blindravinafélagsins.
SVEITARSTJÓRNIR Minnihluti bæjar-
ráðs í Hveragerði segir það vekja
undrun að lögmaður bæjarins
virðist ætla að láta nægja að orðið
verði við kröfu bæjarins um að
eignarhald á svokallaðri Tívolílóð
verði leiðrétt í fasteignabók sýslu-
manns. Lóðin var ranglega skráð
eign byggingarréttarhafans á lóð-
inni eftir að hann breytti áritunum
á skjölum til þinglýsingar. „Það
getur seint kallast krafa að lög-
mætum eignum sé skilað til réttra
eigenda heldur er það sjálfgefið.
Minnihluti A-listans leggur enn og
aftur áherslu á að málið verði
skoðað í heild og hljóti réttarfars-
lega meðferð,“ segir í bókun
Róberts Hlöðverssonar, bæjarfull-
trúa A-listans. - gar
Minnihlutinn í Hveragerði:
Réttvísin skoði Tívolílóð
AUSTURMÖRK 24
Eignarhald á svokallaðri Tívolílóð í
Hveragerði skolaðist til.
REYKJAVÍK „Það er býsna blóðugt
fyrir fólk að borga jafnvel mörg
þúsund krónur fyrir hvert bréf.
Það getur verið nógu erfitt að ná
endum saman fyrir innheimtunni
samt,“ segir Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri, spurður um fyrir-
komulag innheimtu vangoldinna
fasteignagjalda.
Í Fréttablaðinu hefur verið
greint frá því að fjármálaskrif-
stofa borgarinnar og fyrrverandi
borgarstjóri sömdu við fyrirtæki
um þessa innheimtu, án útboðs og
formlegrar verðkönnunar.
Þáverandi fjármálastjóri taldi
samræmast venju hjá borginni að
semja beint við einkafyrirtæki.
Helgi Þór Jónasson innheimtu-
stjóri kveður samninginn í sam-
ræmi við stefnu borgarinnar um
góða nýtingu fjármuna og gagn-
sæja stjórnsýslu, enda hafi mark-
miðið verið fjárhagslegt hagræði,
almennt jafnræði og hagsmuna-
vernd borgaranna. Þá hafi samn-
ingurinn verið ræddur mikið
innan borgarinnar og loks sam-
þykktur af borgarráði.
Borgarstjóri minnir á að Sam-
fylkingin hafi lagt það til í borgar-
ráði á sínum tíma að þessi þjón-
usta yrði boðin út.
„Útboðsstefnan á að vera reglan
og hitt að heyra til algjörra undan-
tekninga. Þessi samningur [við
innheimtufyrirtækið Momentum]
gildir út næsta ár. Ég hef látið
kanna það og borgin virðist vera
bundin af því. En við munum nota
árið til að fara yfir innheimtumál-
in í heild sinni og undirbúa þá
hugsanlegt útboð,“ segir hann.
Með nýja fyrirkomulaginu
getur kostnaður skuldara hækkað
um 43 prósent, utan dráttarvaxta.
Að þeim meðtöldum hækkar
kostnaður um 55 prósent. Hver
og ein áminning kostar 4.358
krónur, með bæði kostnaði og
ítrekunarkostnaði. Áður sá Toll-
stjóri um innheimtuna og bættust
þá einungis dráttarvextir við
skuldina.
„Það hlýtur að koma til álita á
hvaða stigi menn senda innheimtu-
aðgerðir frá sér,“ segir Dagur.
„Við höfum verið að innheimta
sjálf og okkar innheimtudeildir
hafa náð mjög góðum árangri og
átt í góðum samskiptum við greið-
endur á fjölmörgum sviðum. Við
þurfum því að samræma áralagið,
hvort sem við erum að innheimta
leikskólagjöld eða önnur þjónustu-
gjöld.“ klemens@frettabladid.is
Innheimtan
er blóðug
Borgarstjóri segir að til álita hljóti að koma hvernig
innheimtu hjá borginni er háttað. Fjármálastjóri
segir markmið samningsins vera almennt jafnræði
og hagsmunavernd borgara.
SKRIFSTOFUR MOMENTUM OG GJALDHEIMTUNNAR Borgarstjóri hefur látið kanna
samning borgarinnar við fyrirtækin og telur borgina bundna af honum út næsta ár.
Sá tími verði notaður til að endurskoða fyrirkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborg-
ar bregst rösklega við og ætlar á
næstunni að senda Fréttablaðinu
ýmis umbeðin gögn, sem tengjast
innheimtusamningnum.
Hún hefur nú svarað þeim spurn-
ingum sem lagðar voru fyrir hana
26. nóvember. Þar var hún meðal
annars spurð hvort talið væri að
jafnræðis- og samkeppnissjónarmiða
hefði verið gætt þegar ákveðið var að
semja beint við einkafyrirtæki.
Farið verður yfir svör skrifstofunnar
og þau gögn sem enn eru ókomin,
svo skjótt sem auðið er.
Þess má geta að skrifstofan hefur
komið til móts við skuldara um
þessi gjöld og leyfði honum þá
að greiða einungis höfuðstól og
dráttarvexti. Sá hafði neitað að
greiða það sem hann taldi óeðlileg
innheimtugjöld.
BEÐIÐ GAGNA FRÁ FJÁRMÁLASKRIFSTOFU
FRÍTT Í BÍÓ
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
2
4
0
4
Gáfaðar græjur
Nýju HP Photosmarttækin tala saman, milliliðalaust. Engin tölva!
Þú einfaldlega tengir myndavélina beint í prentarann eða stingur
minniskortinu í hann og prentar út myndirnar þínar.
SÖLU- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Omnis - Reykjanesbæ, Akranesi, Borgarnesi • TRS - Selfossi
Eyjatölvur - Vestmannaeyjum • Verslun Opinna kerfa - Reykjavík
SÖLUAÐILAR: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar - Húsavík • Hátíðni - Höfn • Kaupfélag Skagfirðinga - Sauðárkróki • Netheimar -
Ísafirði • A4 • Start tölvuverslun - Kópavogi • Tölvutækni - Kópavogi • Office 1 • Munus - Hafnarfirði • Snerta Ísland - Vogum