Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 52
5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR44
07.00 Barnatími Stöðvar 2 Stubbarnir,
Jesús og Jósefína, Kalli kanína og félagar.
08.10 Oprah
08.55 Í fínu formi
09.10 The Bold and the Beautiful
09.35 Wings of Love (78:120)
10.20 Commander In Chief (5:18)
11.15 Veggfóður (6:20)
12.00 Hádegisfréttir
12.45 Nágrannar
13.10 Það var lagið (e)
14.20 Las Vegas (10:17)
15.10 Extreme Makeover: Home Edit-
ion (25:32)
15.55 Barnatími Stöðvar 2
17.28 The Bold and the Beautiful
17.53 Nágrannar
18.18 Ísland í dag og veður
18.30 Fréttir
19.25 The Simpsons (3:22) (e)
19.50 Friends
20.15 Örlagadagurinn (27:31) Að
þessu sinni ræðir Sirrý við Hendrikku Waage
um örlagadaginn hennar en skartgripir
Hendrikku hafa slegið í gegn meðal fína og
fræga fólksins í Lundúnum.
20.50 Grey´s Anatomy (6:22) Fjórða
sería vinsælasta dramaþáttar í heimi. Sam-
band systranna fer æ batnandi og George
og Izzy hafa loksins náð saman. En aðrir á
spítalanum eiga erfiðara með að sætta sig
við þetta óvænta samband.
21.40 Losing Gemma Seinni hluti fram-
haldsmyndar mánaðarins. Þar segir frá vin-
konum sem ákveða að fara saman í ferða-
lag til Indlands. Þegar þangað er komið hitta
þær vinalegt par sem býður þeim með
sér í bátaferð sem á eftir að taka skelfilega
stefnu. Aðalhlutverk: Jason Flemyng, Alice
Eve, Rhian Grundy, Rachel Leskovac. 2006.
22.50 Oprah Aðalgestur Opruh er grínist-
inn Jerry Seinfeld en brátt verður frumsýnd
hér á landi ný teiknimynd frá honum sem
heitir Bee Movie.
23.35 Stelpurnar Bönnuð börnum.
00.00 Kompás
00.35 Silent Witness (4:10)
01.30 I Capture the Castle
03.20 The Secret Life of Girls
04.50 Grey´s Anatomy (6:22)
05.35 Fréttir og Ísland í dag
06.30 Tónlistarmyndbönd frá PoppTíVí
EKKI MISSA AF
▼
▼
▼
SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
SJÓNVARP NORÐURLANDS
12.15 Samantekt helstu frétta vikunn-
ar á N4 . Endursýnt á klukkutíma fresti til
10.15 á sunnudag.
STÖÐ 2 BÍÓ
06.00 Be Cool
08.00 The Commitments (e)
10.00 New York Minute
12.00 Beauty Shop
14.00 The Commitments (e)
16.00 New York Minute
18.00 Beauty Shop
20.00 Be Cool Framhald hinnar geysi-
vinsælu glæpamyndar Get Shorty. Hér er
sama gengið mætt til leiks og gáskinn orð-
inn jafnvel ennþá meiri.
22.00 Grosse Point Blank (e)
00.00 The Clearing
02.00 Blade: Trinity
04.00 Grosse Point Blank (e)
07.30 Allt í drasli (e)
08.00 Dr. Phil (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
15.25 Vörutorg
16.25 World Cup of Pool 2007 (e)
17.15 Dýravinir (e)
17.45 Dr. Phil
18.30 The Drew Carey Show (e)
19.00 Innlit / útlit (e)
20.00 Less Than Perfect (8:11) Banda-
rísk gamansería sem gerist á fréttastofu
bandarískrar sjónvarpsstöðvar.
20.30 Giada´s Everyday Italian (15:26)
Að þessu sinni sýnir Giada hvernig gera má
einfalda og gómsæta rétti með því að sjóða
allt saman í einum potti. Kryddaður sjávar-
réttarseyður með kræklingum, skelfiski og
rækjum. Gómsæt grænmetissúpa og kraft-
mikil kjúklingakássa.
21.00 America’s Next Top Model (11:13)
Stúlkurnar fimm, sem eftir eru, eru sendar á
fund fatahönnuða í Shanghai. Sumar þeirra
fá hrós á meðan aðrar ná ekki að heilla
hönnuðina. Nigel Barker tekur myndir af
stúlkunum.
22.00 How to Look Good Naked
(7:8) Lucy er 25 ára og finnst hún vera svo
stór og klunnaleg að hún geti ekki verið
sexí. Henni líður eins og risa en langar vera
kvenleg og kynæsandi. Lucy dreymdi um
að verða leikkona en skorti sjálfsöryggið til
að koma fram fyrir framan áhorfendur og
vinnur nú erfiðisvinnu. Nær Gok að hjálpa
henni að finna sjálfstraustið og breyta henni
í Öskubusku?
22.50 The Drew Carey Show
23.25 Heroes (e)
00.25 State of Mind (e)
01.15 NÁTTHRAFNAR
01.16 C.S.I.
02.05 Ripley’s Believe it or not!
02.55 Trailer Park Boys
03.20 Vörutorg
04.20 Óstöðvandi tónlist
07.00 AC Milan - Celtic Meistaradeild
Evrópu Útsending frá leik AC Milan og
Celtic í Meistaradeild Evrópu.
16.00 Shakhtar - Benfica Meistara-
deild Evrópu Útsending frá leik Shakhtar
og Benfica í Meistaradeild Evrópu sem fór
fram í gær.
17.40 Þýski handboltinn
18.20 Gillette World Sport 2007 Íþróttir
í lofti, láði og legi.
18.50 Spænsku mörkin Öll mörkin frá
síðustu umferð í spænska boltanum.
19.35 Everton - Zenit Evrópukeppni fé-
lagsliða Bein útsending frá leik Everton og
Zenit í evrópukeppni félagsliða.
21.40 Mayweather vs. Hatton 24/7
Hitað upp fyrir stærsta bardaga ársins þar
sem mætast Floyd Mayweather og Rick
Hatton. Fylgst með undirbúningi þeirra fram
að bardaganum sem er þann 8. desember
næstkomandi.
22.10 Íslenska landsliðið Þáttur þar
sem rætt er um stöðu íslenska landsliðsins
í knattspyrnu.
23.00 Everton - Zenit Evrópukeppni
félagsliða
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Fréttahaukar (5:6)
18.00 Disneystundin
18.01 Herkúles (39:56)
18.22 Fínni kostur (11:21)
18.45 Jóladagatal Sjónvarpsins – Jól á
leið til jarðar
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.05 Bráðavaktin (21:23) Bandarísk
þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkra-
húss í stórborg. Aðalhlutverk: Laura Innes,
Mekhi Phifer, Goran Visnjic, Maura Tierney,
Parminder Nagra, Linda Cardellini, Shane
West og Scott Grimes. Atriði í þáttunum eru
ekki við hæfi barna.
20.55 Liljur (4:8) Nýr breskur mynda-
flokkur. Þetta er þroskasaga þriggja katólskra
systra í Liverpool sem hafa misst mömmu
sína og feta sig áfram í lífinu á árunum eftir
fyrri heimsstyrjöld. Aðalhlutverk leika Cath-
erine Tyldesley, Kerrie Hayes.
22.00 Tíufréttir
22.25 Kiljan
23.10 Markúsarguðspjall 14:22 „þetta
er líkami minn” (MC 14/22 “ceci est mon
corps”) Upptaka frá sýningu Dansflokks Par-
ísaróperunnar á verki eftir Angelin Preljocaj.
Á meðal dansara eru Marie-Agnes Gillot,
Wilfried Romoli og Eleonora Abbagnato.
00.10 Kastljós
00.35 Dagskrárlok
16.00 Sunderland - Derby Útsending
frá leik Sunderland og Derby í ensku úr-
valsdeildinni sem fór fram laugardaginn 1.
desember.
17.40 English Premier League 2007/08
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögu-
legum sjónarhornum, og viðbrögð þjálfara,
stuðningsmanna og sérfræðinga.
18.35 Premier League World Nýr þáttur
þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá
ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn heim-
sóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og
svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum
um heim allan.
19.05 Coca Cola mörkin
19.35 Newcastle - Arsenal Bein útsend-
ing frá leik Newcastle og Arsenal í ensku úr-
valsdeildinni.
21.40 Leikur vikunnar
23.20 4 4 2
00.45 Newcastle - Arsenal Útsending
frá leik Newcastle og Arsenal í ensku úrvals-
deildinni sem fór fram fyrr í kvöld.
20.05 Bráðavaktin
SJÓNVARPIÐ
20.15 Örlagadagurinn STÖÐ 2
20.00 Be Cool STÖÐ 2 BÍÓ
22.00 NCIS SIRKUS
22.00 How to Look Good
Naked SKJÁREINN
> VINCE VAUGHN
„Ef ég hef ekki áhuga á
konu, þá er ég hreinskilinn
við hana. Ég segi henni að ég
hafi ekki áhuga á meiru eftir
kynlífið og þakka henni fyrir
komuna,“ sagði Vince eitt
sinn í viðtali. Vonandi
notaði hann ekki þessa
línu á Jennifer Aniston
þegar þau hættu saman
eftir rúmlega árssamband.
Vince leikur í myndinni Be
Cool á Stöð 2 Bíó í kvöld.
▼
Sprengjuhasarinn var mikill í sakamálaþættinum
Glæpahneigð í Ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld.
Þar glímdu þrautþjálfaðar rannsóknarlöggurnar við
brjálaðan náunga sem vildi sprengja þjóðfélagið
aftur til steinaldar af ótta við að vélmenni tækju
völdin í heiminum.
Já, söguþráðurinn var áhugaverður og þrátt fyrir
að margir betri sakamálaþættir en þessi hafa komið
fram á undanförnum árum var vel hægt að hafa
gaman af hasarnum.
Hápunktur þáttarins var þegar brjálaði bombarinn
hafði komið sprengju fyrir undir bílsæti eins fórnar-
lambs síns og til að fjarlægja hana þurfti sérfræð-
ingur sprengjudeildarinnar að taka á öllu sínu til
að hún ylli engum skaða. Á meðan fór konan inni í
bílnum með bænirnar ótt og títt og henni til halds
og trausts var ein af löggunum, sem datt ekki til
hugar að yfirgefa hana á svona ógnarstundu.
Það mætti alveg framleiða meira af
sprengjuþáttum eða -myndum því þessi eld-
fimi efniviður hittir oftast í mark. Að vita til þess
að eitthvað geti sprungið í loft upp á auga-
bragði ef minnstu mistök eru gerð, getur ekki
annað en fært mann framar á sætisbrúnina.
Allt þetta var gert með miklum ágætum í
hinni bráðskemmtilegu hasarmynd Speed þar
sem Keanu Reeves þurfti heldur betur að vinna
fyrir kaupinu sínu. Um leið og framleiðendur
eru farnir að feta þessar sömu, hættulegu
slóðir ættu þeir að eiga greiða leið að athygli
manns, alla vega á meðan söguþráðurinn og
leikurinn er svona í þokkalegu standi.
VIÐ TÆKIÐ FREYR BJARNASON FYLGDIST MEÐ SPRENGJUHASAR Í SJÓNVARPINU
Eldfimur efniviður virkar alltaf
CRIMINAL MINDS Þátturinn Glæpahneigð er á
dagskrá Ríkissjónvarpsins.