Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 10
10 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGSMÁL Flugskóli Helga Jónssonar verður sektaður um 50 þúsund krónur á dag vegna óleyfi- legrar afgreiðslubyggingar á Reykjavíkurflugvelli. Óskað var eftir því við borgaryfirvöld að heimila afgreiðsluhús flugskólans á árinu 2001. Var tekið jákvætt í þá beiðni en skýrt tekið fram að samþykki flugmálastjórnar og lóðarhafans yrði liggja fyrir. Að auki var sett fram sú kvöð að bygginguna yrði að fjarlægja ef og þegar borgin krefðist þess. Að sex árum liðnum kom á daginn að Flugskóli Helga Jónssonar hafði ekki farið að þessum skilmálum en samt reist húsið. „Í mars 2007 kom í ljós að fyrrnefnt afgreiðsluhús hefur verið staðsett á flugvellinum án þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi og því síður að uppfyllt hafi verið þau skilyrði sem færð voru til bókar við málið hjá skipulagsfulltrúa,“ segir Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi í bréfi til skipulagsráðs þar sem hann leggur til að Flugskóli Helga Jónssonar verði sektaður um 50 þúsund krónur á dag þar til fullnægjandi byggingarleyfisumsókn hafi verið skilað. Flugskólinn hafi áður margfengið fresti til að komi skikki á málinu, síðast 30 daga frest frá 19. október síðastliðinn. „Enn hefur ekki bólað á umsókn vegna málsins,“ segir Magnús sem fékk samþykki skipulagsráðs fyrir dagsektunum. Flugskólinn fékk í framhaldinu tíu daga lokafrest til andmæla en nýtti hann ekki. Og nú hefur borgarráð heimilað að sektirnar verði lagðar á. Jytte Jónsson, meðeigandi Helga Jónssonar, segist ekki hafa hafa heyrt af því að dagsektir hefðu verið samþykktar á flugskólann í borgarráði. „Þetta mál er í vinnslu en ég get ekki svarað því núna hvað við gerum,“ segir Jytte aðspurð um næstu skref fyrir- tækisins í málinu. Að sögn Jytte er Flugskóli Helga Jónssonar í fullum rekstri. „Við erum bæði með leyfi til að reka flugskóla og með almennt flugrekstrarleyfi. Hér er allt á fleygiferð og verður áfram. Það er öruggt,“ segir Jytte Jónsson. gar@frettabladid.is EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN PAKKINN 600 KR. x4 Remington hárblásari Remington rakvél Fullt verð 8.900 kr. Safnkortshafar borga aðeins 4.900 kr. auk 1000 punkta Þriggja hausa rakvél með stálblöðum sem skila góðum rakstri. Sjálfstæð fjöðrun á hausum. Má skola undir vatni. Rafhlaða dugar í 45 mín. Bartskeri. Vélinni fylgir sérstakur snyrtir með batteríi fyrir nef- og eyrnahár. Frábær jólagjöf. Fullt verð 5.900 Safnkortshafar borga aðeins 1.900 kr. auk 1000 punkta Kraftmikill 2000W Remington hárblásari. 3 hita- stillingar og 2 hraðastillingar. Upphengilykkja. Frábær hárblásari í jólapakkann. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast. Safnkortstilboðin fást á þjónustustöðvum N1 og í verslun N1 Bíldshöfða 9. Flugskóli sektaður fyrir óleyfilegt hús Leggja á 50 þúsund króna dagsektir á Flugskóla Helga Jónssonar fyrir að hunsa ítrekuð fyrirmæli og vera með afgreiðsluhús á Reykjavíkurflugvelli án þess að hafa sótt um byggingarleyfi. Eigandi flugskólans segir málið í vinnslu. JÓLASERÍUSVEINN Krakkar klífa jólasvein í Berlín sem er samansettur að megninu til úr útijólaseríum. Um svipað leyti og jólaskreytingar birtast í Berlín hefst umræðan um hvort verslanir eigi að vera opnar á sunnu- dögum, sem er viðkvæmt deilumál í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Jákvætt var tekið í það fyrir sex árum að leyfa Flugskóla Helga Jónssonar að byggja en ýmis skilyrði voru sett sem aldrei voru uppfyllt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins, sór á mánudag embættiseið sem forsætisráðherra og lét það verða sitt fyrsta verk að því loknu að fullgilda Kyoto-bókunina við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Ástrala. Fyrirrennari hans í embætti hafði skirrst við að gera það í áratug. Með fullgildingu Ástrala á Kyoto-bókuninni standa Banda- ríkin ein í hópi ríkra iðnríkja heims í að standa gegn bindandi skuldbindingum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að vinna gegn loftslags- breytingum. - aa Stjórnarskipti í Ástralíu: Rudd fullgildir Kyoto-bókun DÓMSMÁL Sveitarstjórnarmenn í Grímsey rannsaka nú bókhald hreppsins eftir að oddviti hans játaði fjárdrátt í Héraðsdómi Norðurlands eystra á dögunum, en skrifstofa hans var innsigluð í framhaldinu. Maðurinn dró sér tæp þrettán tonn af olíu á meðan hann gegndi starfi umboðsmanns Olíudreifing- ar, til að kynda heimili sitt og versl- un sem hann rak í Grímsey, en það var áður en hann tók við embætti oddvita Grímseyjarhrepps. „Við erum að rannsaka málið og erum að vinna í því að fara í gegnum bókhaldið með bókaranum okkar,“ segir Alfreð Garðarsson, einn af þremur mönnum sem sitja í sveitarstjórn Grímseyjarhrepps. Sveitarstjórnin hefur ráðfært sig við sýslumanninn á Akureyri til að kanna stöðu sína reynist ekki allt með felldu í bókhaldi hrepps- ins. „Við höfum bara hreinlega ekki nógu mikið vit á þessu og höfum því verið að kynna okkur þetta,“ segir Alfreð. Oddviti hreppsins fór frá Gríms- ey á laugardaginn eftir fjölmiðla- umfjöllun um olíustuldinn. Sveitarstjórnarmenn hafa ekki náð tali af honum síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann ku vera í veikindaleyfi á Akureyri. „Þetta mál er mjög viðkvæmt hér í eynni, enda er samfélagið hér lítið. Hér er mjög slæm staða og fólk í miklu áfalli vegna málsins.“ - æþe Bókhald Grímseyjarhrepps rannsakað í kjölfar fjárdrátts oddvita: Skoða hvort allt sé með felldu HÖFNIN Í GRÍMSEY Íbúar í Grímsey eru harmi slegnir eftir að upp komst um fjárdrátt núverandi oddvita hreppsins, á meðan hann gegndi stöðu umboðs- manns Olíudreifingar. Nú er verið að rannsaka störf hans fyrir hreppinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.