Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 20
20 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR > Gengi Bandaríkjadals 1. desember hvers árs síðastliðinn áratug. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 71 kr. 110 kr. 61 kr. Svona erum við fréttir og fróðleikur Vladimír Pútín Rússlands- forseta varð að ósk sinni er rússneskir kjósendur tryggðu flokki hans, Sam- einuðu Rússlandi, öll völd á þingi. Hann hefur sagzt munu víkja úr sæti forseta í vor, en enn er óljóst hvað hann hyggst annars fyrir. Öruggt virðist aðeins eitt: Pútín ætlar sér ekki láta völdin af hendi. Í sjónvarpsávarpi sínu eftir að úrslit voru kunngjörð í þingkosn- ingunum á sunnudag fagnaði Pútín velgengni flokks síns og sagðist líta á hana sem stuðningsyfirlýs- ingu þjóðarinnar við völd sín og stefnu. Hann lét þó enn ekkert uppi um hvað hann hygðist sjálfur fyrir. Samkvæmt stjórnarskrá má sami maður ekki gegna forseta- embættinu þrjú kjörtímabil í röð. Pútín hefur ekki viljað láta breyta stjórnarskránni til að þetta ákvæði standi ekki í vegi fyrir því að hann haldi óslitið áfram um valdataum- ana sem forseti. Því mun hann víkja úr embættinu í vor. Hann hefur gefið í skyn að hann kynni að gerast forsætisráðherra, en til þess hefur hann ótvírætt umboð með mikinn þingmeirihluta að baki sér. Í ávarpinu brást Pútín ekki með einu orði við hinni alvarlegu gagn- rýni sem höfð hefur verið í frammi á framkvæmd kosninganna af hálfu talsmanna stjórnarandstöðu- afla í Rússlandi og þeirra fáu vest- rænu kosningaeftirlitsmanna sem fengu að fylgjast með á vettvangi. Áform Pútíns ættu þó að skýrast fljótlega. Sameinað Rússland ætlar að halda flokksþing 17. desember, en aðalverkefni þess verður að útnefna frambjóðanda fyrir for- setakosningarnar. Helztu valkostir Pútíns í stöð- unni eru eftirfarandi. Forsætisráðherra-valkosturinn Meirihluti Rússa styður Pútín. Hann leiddi sjálfur framboðslista stjórnmálaflokks síns, Sameinaðs Rússlands, í þingkosningunum á sunnudag, en hann fékk 64 prósent atkvæða og 70 prósent þingsæta. Með þennan sterka meirihluta að baki sér – sem er nógu stór til að ákveða stjórnarskrárbreytingar – hefði Pútín ótvírætt umboð til valda ef hann skyldi ákveða að setjast í stól forsætisráðherra. Hver svo sem kjörinn yrði í forsetaembættið í marz stæði í skugga Pútíns. Hugsanlegt væri þar að auki að stjórnarskránni yrði breytt þannig að valdheimildir væru færðar frá forsetanum til forsætisráðherrans. Talsmaður forsetaembættisins í Kreml, Dímítrí Peskov, útilokar þetta þó, að því er fréttavefur Der Spiegel hefur eftir honum: „Það má ekki snerta stjórnarskrána.“ Forseta-valkosturinn Hér er gert ráð fyrir að Pútín verði aðeins forsætisráðherra um skamma hríð. Í forsetakosningun- um 2. marz lætur hann kjósa lepp sinn í embættið. Sá segi hins vegar fljótlega af sér, til dæmis „af heilsu- farsástæðum“. Samkvæmt stjórn- arskrá tekur forsætisráðherrann þá sjálfkrafa við embættisskyldum forseta. Pútín yrði þá aftur orðinn forseti, án þess að snerta við stjórnar- skránni. Í framhaldinu gæti hann löglega látið kjósa sig forseta til tveggja kjörtímabila til viðbótar. Stjórnarskráin bannar aðeins að sami maður gegni embættinu þrjú kjörtímabil í röð. Eini gallinn við þessa áætlun – frá hans bæjardyrum séð – er að Pútín þarf að finna mann í forsetaembættið sem er nógu trúr honum til að víkja úr embættinu þegar það hentar Pútín. „Gasprom-valkosturinn“ Ef Pútín skyldi telja pólitískum metnaði sínum fullnægt hefði hann kost á því að gerast stjórnandi rík- isfyrirtækis eins og Gasprom, stærsta jarðgasvinnslu- og dreif- ingarfyrirtækis heims, og þéna með því miklu meira fé en hann gæti sem virkur stjórnmálamaður. „Það er sennilegt, að Pútín vilji verða að ólígarka,“ hefur fréttavef- ur Spiegel eftir Georgí Satarov, yfirmanni stjórnmálarannsókna- stofnunarinnar Indem í Moskvu. Pútín hefur sjálfur að vísu gefið í skyn að vilja setjast í stól forsætis- ráðherra. Satarov gefur þó ekki mikið fyrir þau orð hans: „Tungan er gefin njósnara til að dylja raun- verulegar ætlanir sínar.“ „Stalín-valkosturinn“ Maðurinn sem stjórnar að tjalda- baki: það er hlutverk Pútíns sam- kvæmt þessum valkosti. Sögulegt fordæmi fyrir því er Deng Xiaop- ing, sem á valdaferli sínum í kín- verska kommúnistaflokknum gegndi engu háu formlegu embætti á vegum ríkisins en hélt fast um valdatauma landsins fram á elliár. Hugsanlega stefnir Pútín að því að koma sér í hliðstæða stöðu í Rúss- landi. Þá kæmi sér vel fyrir hann það gagnasafn, sem sagt er að hann hafi, með afhjúpandi upplýsingum um flesta stjórnmálamenn lands- ins. Enginn myndi voga sér að hafna ráði hans. Stjórnarandstæð- ingurinn Vladimír Rysjkov nefnir dæmi um slíkt úr sögu eigin lands: „Stalín drottnaði yfir Sovétríkjun- um án þess að hafa nokkurt ríkis- embætti. Hann var bara flokks- leiðtogi.“ Kreml-talsmaðurinn Dímítrí Peskov vill halda öllu opnu: „Pútín er af stjórnmálamanni að vera mjög ungur og orkumikill. Það er augljóst að hann vill áfram hafa áhrif – við vitum bara ekki enn með hvaða hætti.“ LEIÐTOGINN Í KREML Pútín segir kosningasigur Sameinaðs Rússlands staðfesta stuðning Rússa við völd sín og stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrirætlanir Pútíns enn á huldu FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Þrettánda Loftslagsþing aðildarríkja Rammasamn- ings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar hófst á Balí í Indónesíu í fyrradag. Hugi Ólafsson er skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu. Um hvaða atriði er ágreiningur? Nokkuð gott samkomulag er um að efla þurfi aðgerðir frá því sem nú er en skiptar skoðanir um leiðir og kannski mestur ágreiningur um aðkomu þróunarríkjanna, hvernig og hvenær þau komi inn. Hverjar eru hugmyndirnar í stuttu máli? Þróuð ríki vilja hefja víðtækar samningaviðræður strax þar sem öll ríki koma að borðinu en ört vaxandi þróunarríki eins og Kína og Indland taki á sig einhverjar skuldbindingar þó að þær verði ekki sambærilegar við það sem ríku löndin hafa. Þró- unarríkin telja að þau þurfi miklu meiri aðstoð frá ríku löndunum ef þau eigi að haga sínum efnahags- vexti á loftslagsvænni hátt. SPURT & SVARAÐ LOFTSLAGSÞINGIÐ Á BALÍ Þróunarríkin vilja meiri aðstoð HUGI ÓLAFSSON Skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt- inu. Stjórnmálaflokkurinn Sameinað Rússland, sem eftir þingkosningarnar á sunnudag ræður yfir 315 af 450 þingsætum í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, var stofnaður í apríl 2001 og skilgreinir sig oftast sem miðjuflokk. Flokkurinn styður Vladimír Pútín forseta og er oft kallaður Kremlverja- flokkurinn. Hann varð til við samruna flokkanna Föðurland-Allt Rússland og Einingarflokks Rússlands. Stórstíga fylgisaukningu Samein- aðs Rússlands rekja stjórnmálaskýr- endur að mestu til persónuvinsælda Pútíns, auk þess sem talsmenn fárra annarra flokka fá að tjá sig í fjölmiðlum landsins. Flokkurinn ræður yfir meirihluta í efri deild þingsins, 88 sætum af 178. FLOKKURINN „SAMEINAÐ RÚSSLAND“ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Vantrú hefur verið mikið til umfjöllunar að undanförnu og gagnrýni félagsmanna á margar þær hefðir sem fylgja kristnu samfélagi. Sumir hafa talað um aðför þeirra að kristinni trú. Sumir vildu meina að þeir væru andsnúnir jólahaldi og því að haldin væru lítil jól. Hvað er Vantrú? Vantrú er félag trúleysingja sem stofnað var lögform- lega á haustmánuðum 2004. Árið áður hafði verið komið á laggirnar vefriti með sama nafni en þar voru trúmál sérstaklega til umræðu frá sjónarhóli trúleys- ingja. Var þá í framhaldinu stofnað óformlegt félag en félagsmönnum fór fljótlega ört fjölgandi. Markmið félagsins er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu, eins og segir á vefsíðunni. Vantrúarmenn líta á kristni sem hindurvitni og gagnrýna málsvara hennar oft um að taka eingöngu hið jákvæða úr kristni- sögunni en sópa því illa undir teppi. Þessu markmiði hyggj- ast Vantrúarmenn ná með öflugri netútgáfu, blaðaskrifum, fyrirlestrum og rökræðum. Hvað finnst þeim um kristnihald? Þeir eru ekki á móti kristni né þeim sem aðhyllast kristna trú en þeir berjast gegn trúboði í skólum og leikskólum. Eins eru þeir ósáttir við stöðu trúmála í dag hér á landi og segja kristni gnæfa yfir aðrar lífsskoðanir í krafti hefðar og sögu sem þeir segja ekki standast mikla rýni. Þeir eru ekki mótfallnir kristnum hátíðarhöldum. Fyrir hverju hafa þeir staðið? Þeir voru með bingó á Austurvelli föstudaginn langa, þeir halda fyrirlestur á þemadögum í framhaldsskólum og hafa verið ötulir við greinaskrif og umræðu um málefni sín svo eftir er tekið í samfélaginu. Þeir eru ekki tengdir Siðmennt, sem er félag siðrænna húman- ista á Íslandi. FBL-GREINING: VANTRÚ – FÉLAG TRÚLEYSINGJA Ekki á móti kristnum hátíðarhöldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.