Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 50
Rakel og Hildur Magnúsdætur, betur þekktar sem Hara-systur, hafa í nógu að snúast fyrir jólin meðal annars við að fylgja eftir út- gáfu nýrrar plötu, Bara. Að eigin sögn er lagaúrvalið fjölbreytt á plötunni, allt frá diskó til kántrí svo allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Auk þess að leggja mikið upp úr góðu lagaúr vali, segja syst- urnar mikinn tíma fara í að velja réttu búningana til að koma fram í en valið ráðist oftast af tilefninu. „Við erum alltaf í búningum á sviði. Það er algjör skylda. Við komum ekki öðruvísi fram,“ segir Rakel hress í bragði og tekur fram að Hildur ráði nú yfirleitt hverju þær syngja í. „Ég ræð hins vegar öllu öðru, hvað við syngjum og segjum hverju sinni, eða þar til Hildur missir sig í bröndurunum,“ segir hún. Systurnar minnast þó atviks þar sem þessi yfirlýsta stefna fór þó eitthvað úrskeiðis, en það var á kántríhátíðinni á Skagaströnd þar sem gleymdist að hafa með kúrekahatta. „Við vorum alveg eins og asnar á sviðinu,“ rifjar Rakel upp og hlær. „En sem betur fer kom kona úr salnum hlaup- andi og reddaði okkur sitthvorum hattinum.“ Þær segja að búningarnar séu yfirleitt hugsaðir niður í smáatriði og Rakel eigi meira að segja sér- stakar lukkunærbuxur sem hún komi fram í. „Þetta eru svona Bridget Jones-nærbuxur. Þú veist þessar stóru og þar af leið- andi passa þær kannski ekki við öll dress,“ segir Rakel og blaða- maður veit ekki alveg hvort hann á að taka hana alvarlega, enda systurnar þekktar fyrir hreint ótrúlegt skopskyn. En að stórum nærbuxum frá- töldum, hvernig skyldu þær lýsa eigin fatasmekk. Rakel verður fyrri til svars. „Mér finnst gaman að fara í „second hand“-búðir eins og Gyllta köttinn. All Saints er uppáhaldsbúðin mín sem fellur ekki í þann flokk og eins Next, þar sem afgreiðslustúlkurnar eru alveg hreint út sagt yndislegar. Fötin þar eru svolítið öðruvísi, en ég reyni að finna föt sem fáir eiga. Svo skiptir ekki síður máli að fötin séu þægileg en flott.“ Hildur segist líkt og systir hennar sækja mikið í verslanir með notuð föt, annað kaupi hún á netinu. „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að versla, en er samt ekkert að tapa mér,“ viður- kennir hún. „Oft finnst mér við ekki eiga neitt þegar við ætlum að skemmta, sem er í lagi því þá fer ég bara að versla.“ Systurnar fá líka stundum föt lánuð hjá hvor hjá hinni, þótt Rakel leiti oftar í yfirfullan fataskáp- inn hjá Hildi, sem hún segir hafa sankað að sér fötum allt frá barns- aldri. „Það var tekin heil filma af henni tveggja til þrigga ára í rosalega pæjulegum fötum. Hún var eins og pínulítil kerling með varalit og hálsfesti. Við spring- um enn úr hlátri við að skoða myndirnar,“ segir Rakel, sem á sjálf ýmsar skrautlegar minn- ingar um fatakaup, meðal annars þegar hún keypti sér forláta kjól sem reyndist vera skyrta. En hverju skyldu systurnar ætla að klæðast um jólin? „Ég er búin að ákveða að klæðast rosa- lega flottum gömlum kjól, svört- um og bleikum, sem ég keypti í Spútnik fyrir fimm árum og not- aði við útskriftina,“ segir Hildur. „Hann er sá allra flottasti sem ég hef séð.“ Rakel virðist ekki jafn ákveðin. „Ég er ekki alveg búin að velja fötin, ætli það fari ekki svolítið eftir veðri og vindum. Svo fer það líka eftir því hvort ég ham- ast sjálf í eldhúsinu eða mamma verður hjá mér. Ef mamma eldar steikina þá fer ég í mitt fínasta púss.“ Ekki fylgir sögunni hvort skræpótti kjóllinn verði þá sóttur upp á háaloft. - rve Syngur í Bridget Jones nærbuxum ● Hara-systurnar Rakel og Hildur Magnúsdætur eru önnum kafnar við að fylgja eftir nýrri plötu en þær segja flott föt órjúfanlegan hluta af sviðsframkomunni. Hara-systrum, Hildi og Rakel Magnúsdætrum, finnst fátt skemmtilegra en að kaupa sér föt en sumum þeirra klæðast þær við opinber tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Kjólinn keypti ég í Spútnik fyrir ári en ég kaupi mikið af fötum í verslunum með notuð föt og líka á eBay,“ segir Hildur. „Ég keypti þennan kjól í Gyllta kett- inum. Mér fannst vera einhver Siggu Beinteins í Eurovision-fílingur í honum,“ segir Rakel. Fæst í helstu skartgripa- verslunum um land allt 7. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.