Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 28

Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 28
28 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 613 6.381 -1,99% Velta: 19.265 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,00 +0,00% ... Bakkavör 58,40 +0,34% ... Eimskipafélagið 36,30 +0,00% ... Exista 22,45 -2,18% ... FL Group 15,65 -4,28% ... Glitnir 22,90 -1,29% ... Icelandair 27,50 +0,00% ... Kaupþing 852,00 -3,29% ... Landsbankinn 35,40 -1,39% ... Straumur-Burðarás 15,65 +0,00% ... Össur 99,20 -0,80% ... Teymi 5,90 -2,96% MESTA HÆKKUN EIK BANKI 1,89% MAREL 1,45% ATLANTIC PETROL. 0,83% MESTA LÆKKUN 365 6,57% FL GROUP 4,28% KAUPÞING 3,29% Bannað að fara í ræktina Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hugsar vel um heilsuna eins og fleiri í fjármála- geiranum. Yfirstjórn Kaupþings á fastan tíma hjá einkaþjálfara klukkan 11 alla virka daga í World Class. Sé svigrúm hjá framkvæmdastjór- unum nýta þeir þennan tíma til æfinga. Nýlega fór Hreiðar í ræktina eins og vanalega. Þar hitti hann marga af framkvæmdastjórunum, forstöðumenn og maura af viðskiptagólfinu. Eitthvað fannst forstjóranum skrítið að svo margir starfsmenn bankans væru í ræktinni á meðan markaðir voru að hrynja í niður- sveiflunni. Sá hann ástæðu til að senda út leiðbeinandi tilmæli til starfsmanna um að ekki væri æskilegt að þeir æfðu á meðan markaðir væru opnir. Þegar Róm brennur eiga menn að slökkva elda en ekki spila á fiðlu. Einkaklúbbur auðmanna Undanfarnir dagar hafa verið þrungnir spennu fyrir marga fjárfesta. Hlutabréf hafa fallið í verði og margir tapað háum fjárhæðum. Þá er nauðsynlegt að geta slappað af í rólegu umhverfi. Nú hafa efnaðir einstaklingar í íslensku viðskiptalífi opnað einkaklúbb við Nýbýlaveg í Kópavogi. Þar er útvöld- um boðið að gerast meðlimir og þurfa að punga út hálfri milljón króna fyrir. Aðstaðan er til fyrir- myndar; golfhermir, ballskák, bar og sjónvarpstæki á veggjum. Allt til alls til að gleyma amstri dagsins stundarkorn. Þá eru þarna fundarherbergi til að ræða mikilvæg mál fjarri augngotum annarra. Efnaðir einstakl- ingar verða líka að fá að leika sér. Peningaskápurinn … „Það færist í vöxt að sérstök einka- hlutafélög séu stofnuð um verð- bréfaeign eða fasteignir,“ segir Skúli Jónsson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár, í grein í Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra. „Einkahlutafélög eru um þriðj- ungur félaga á skrá,“ segir Skúli, en frá og með árinu 2004 hafi tæp- lega tólf þúsund slík félög verið skráð. Enn sé einnig mikið um að einstaklingar færi rekstur inn í einkahlutafélög. „Það stefnir í enn eitt metár í skráningu nýrra einkahluta- félaga,“ segir Skúli. 3.158 ný einkahlutafélög voru skráð á fyrstu tíu mánuðum árs- ins. Þetta eru næstum fimm hundr- uð fleiri skráningar en á sama tíma í fyrra. - ikh Stofna hlutafélög um hús og verðbréf HÚS Í BYGGINGU Dæmi eru um að einkahlutafélög séu stofnuð um fast- eignir einstaklinga. NÝSKRÁNINGAR EINKAHLUTAFÉLAGA 2004 2.510 2005 2.942 2006 3.188 2007 3.158 Fjörutíu prósent hlutafjár í Kauphöllinni eru erlent fé en ætla má að jafnvel þrír fjórðu hlutar þeirrar erlendu fjárfestingar séu í höndum íslenskra félaga sem skráð eru erlendis. Allt upp í helmingur eignarhluta sumra stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni er í eigu erlendra félaga, sem aftur eru í eigu Íslend- inga. Yfirleitt er íslenska eignin geymd í hollenskum félögum. Stærsti eigandi Kaupþings er til dæmis hollenska félagið Exista B.V. Félagið á ríflega 23ja prósenta hlut í Kaupþingi, en þetta félag er aftur í eigu Exista sem er íslenskt félag. Næststærsta félagið er Egla Invest B.V. sem einnig er skráð í Hollandi. Félagið má rekja til Ólafs Ólafssonar, athafnamanns og stjórnarformanns Samskipa. Saman lagt eiga þessi félög 32,9 prósenta hlut í Kaupþingi. Erlend félög í eigu Íslendinga eiga næstum helmingshlut í Lands- bankanum. Samson eignarhalds- félag á 40,73 prósenta hlut, en það félag er aftur í eigu Samson Global Holding, sem er í eigu Björgólfs- feðga. Landsbankinn í Lúxemborg er svo skráður fyrir 6,59 prósent- um, en hann er í eigu Landsbank- ans sjálfs. Svipaða sögu má segja af Bakka- vör, en þar á Exista B.V. næstum fjörutíu prósenta hlut. Í Glitni eiga hollensk félög í eigu FL Group ríflega þrjátíu pró- senta hlut. Langstærsti hluthafinn í Exista er svo aftur hollenska félagið Bakkabraedur Holding B.V. sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar. Eins er með Alfesca. Þar er stærsti hluthafinn Kjalar Invest B.V. Félagið verður aftur rakið til Ólafs Ólafssonar. Straumur Burðarás er í meiri- hlutaeigu Samson Global Holdings og hluta í vörslu Landsbankans í Lúxemborg. Undantekningin í hópi stærstu félaga virðist vera Icelandic Group. Þar á Fjárfestingafélagið Grettir ríflega 28 prósenta hlut. Grettir er í eigu Hansa, sem skráð er hér á landi. Eigandi Hansa er Björgólfur Guðmundsson. Hins vegar á þýska félagið FAB rúm tuttugu prósent. Eftir því sem næst verður komist er félagið í eigu Finnboga Baldvinssonar. Óljóst er hvernig hlutir skiptast í FL Group en þar var stærsti hlut- hafinn félag Hannesar Smára- sonar, Oddaflug B.V. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í Frétta- blaðinu í gær að erlend fjárfesting hefði aukist í Kauphöllinni. Hún hefði numið 41 prósenti í september og hefði aukist tölu- vert frá sama tíma í fyrra. Aukn- ingin væri merki um aukna erlenda fjárfestingu hér, en erfitt væri að komast að því hversu mikið væri í raun í eigu Íslend- inga. Friðrik Már Baldursson hag- fræðiprófessor fullyrti að töluvert væri um þetta fyrirkomulag eignar halds. Það yrði einkum rakið til skattamála. ingimar@frettabladid.is Erlent fé í Kauphöllinni á sér íslenskar rætur KAUPHÖLLIN Mikið af því sem skráð er sem erlend fjárfesting reynist vera íslenskt fé. Kaupþing 32,9% Landsbanki 47,32% Bakkavör 39,63% Glitnir 30,85% Exista 45,21% Alfesca 39,67% Straumur 57,04 Icelandic 20,22% FL 20,59% Hlutföll miðast við 29. nóvember. MARKAÐSFRÉTTIR Landsmenn verða 437.844 árið 2050 samkvæmt spá Hagstofu Íslands um mannfjölda fyrir tímabilið 2007 til 2050. Gert er ráð fyrir því að árleg fjölgun íbúa verði um 0,8% á tímabilinu. Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfismat hollenska bankans NIBC, sem Kaupþing er að kaupa, úr A í A- vegna langtímaskuldbindinga og úr F1 í F2 vegna skammtíma- skulda. Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Eng- landsbanki lækkaði sína stýrivexti úr 5,75 prósent í 5,5 prósent. Ekki verður farin bráðabirgðaleið í skráningu hlutabréfa í evrum í Kauphöll Íslands. Þess í stað á endanleg lausn með aðkomu Seðla- banka Finnlands að vera tilbúin fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Verbréfaskráningar Íslands til Kauphallar í gær. Hér er lagaum- hverfi túlkað svo að uppgjör með verðbréf megi ekki eiga sér stað nema fyrir tilstilli Seðlabanka Íslands. Til þess að hann geti ann- ast slíkt uppgjör í evrum þarf bankinn fyrirgreiðslu evrubanka sem tryggt gæti honum aðgang að gjaldmiðlinum. Seðlabankinn leit- aði til Deutsche Bank um slíka fyrirgreiðslu og hefur svars þaðan verið beðið um nokkurt skeið. Þaðan barst svo í gær afsvar. „Þessi niðurstaða veldur því að fyrirhuguð bráða- birgðalausn er fallin á tíma. Verð- bréfaskráning mun nú einbeita sér að því að innleiða endanlegt fyrir- komulag til uppgjörs á verðbréfa- viðskiptum í evrum. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt næsta ár. Endanleg dagsetning mun liggja fyrir um áramót,“ segir í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins liggur skýringin á áhuga- leysi Deutsche Bank helst í því að bráðabirgðalausn sú sem stefnt var að er nokkuð flókin og umfangsmikil vegna örygg- iskrafna. Því hafi bankinn ekki viljað leggja í svo mikla vinnu við framkvæmdina. - óká Evruskráning frestast Deutsche Bank vill ekki styðja Seðlabanka Íslands. FJÖLTÆKNISKÓLI ÍSLANDS HÁTEIGSVEGI FTI@FTI.IS 30 rúmlesta réttindanámskeið Kennd eru þau grundvallarfög sem þarf til að öðlast skipstjórnarréttindi. Enn eru nokkur sæti laus á námskeið sem hefjast um helgina. GPS námskeið - tilvalin jólagjöf Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun. Nánari upplýsingar á www.fti.is og í síma 522 3300 námskeið í Fjöltækniskólanum Spennandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.