Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 82
46 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR Hið íslenska bókmenntafélag hefur látið hljóðrita upplestur úr tveimur ágætum Lærdómsritum Bók- menntafélagsins og fengið til lestrarins ekki lakari listamann en Hjalta Rögnvaldsson leikara. Fyrsta hljóðbók Lærdómsrita Bók- menntafélagsins er hið margróm- aða rit Birtíngur eftir Voltaire, sem Halldór Laxness þýddi af mikilli orðsnilld og kímni. Forspjall að verkinu ritaði Þorsteinn Gylfason prófessor. Birtíngur er ein sam- felld og skemmtileg háðsádeila gegn löghyggju 18. aldar um mann- legt eðli, þar sem allt hefur sinn jákvæða tilgang, sama hvað á dynur – heimurinn sé eins og best verður á kosið. Bjartsýnin er ávallt í fyrir- rúmi og leiðir Birtíng um heiminn með skynsamlegum rökum. Önnur hljóðbókin sem Hjalti les er Zadig eða örlögin, einnig eftir hinn franska Voltaire. Hefðbundin útgáfa verksins sem Lærdómsrits kom út í maí síðast- liðnum. Zadig eða örlögin er bráðskemmtileg saga og lýsandi fyrir hugmyndaauðgi og ritsnilld höfundarins – hárfín ádeila á hégóma samtímans og stirðnaða hugmyndafræði. Þetta er saga manns í eilífri glímu við örlögin, bæði ljúf og grimm. Hið fagra og skemmtilega hefur sárar afleið- ingar, hið sorglega er fyndið – til- veran virðist fullkomlega óút- reiknanleg. Þetta er óborganleg satíra um mannlegt samfélag. Hólmgrímur Heiðreksson þýddi verkið, en inngangur er eftir Ásdísi R. Magnúsdóttur. Hjalti mun lesa kafla úr þessum tveimur Lærdómsritum og einnig nokkrum öðrum í dag milli 16-17 fyrir framan Hagkaup í Kringlunni, 2. hæð, þar sem fram fer kynning á Lærdómsritum Bókmenntafélagsins með fremur óhefðbundnum hætti. Með þessum fyrstu hljóðrituðu útgáfum Bókmenntafélagsins er kynnt til sögunnar ný gerð á einu elsta Lærdómsritinu og einnig einu því yngsta. Hljóðvinnslan ehf. / Gísli Helgason sá um upp- tökur og fjölföldun hljóðbókanna og munu hljóðbækur Lærdóms- rita Bókmenntafélagsins fást í helstu bókaverslunum og kosta eins og sömu verk prentuð, aðeins kr. 2.990. Fyrir árslok verða útgefin Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins orðin 71 talsins síðan útgáfa þeirra hófst árið 1970. Virðulegri bókaflokkur er vandfundinn á Íslandi, enda er þar saman kom- inn mannleg hugsun ríflega 2.000 ára í sögu mannkyns. - pbb Lærdómsrit á hljóðbók Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari hefur sent frá sér geisladiskinn Granit Games. Á disknum má finna verk sem öll nema eitt voru samin sérstaklega fyrir Tinnu, enda hefur hún verið óhrædd við að panta sér verk frá íslenskum og erlendum tónskáldum. Verkin á disknum eru flest um tveggja ára gömul og voru frumflutt á Myrkum músíkdögum árið 2005. Þar var efnisskránni vel tekið og hefur Tinna ferðast um heiminn síðan og leikið verkin meðal annars í Berlín, Peking, Kaupmannahöfn, Bergen og á Ísafirði, svo einhverjir staðir séu nefndir. Tónskáldin sem leggja til tónlist á diskinn eru fjölbreytilegur hópur. Má þar nefna Mist Þorkels- dóttur, en Tinna leikur verk hennar, Granit Games, Kolbein Einarsson sem er höfundur verks- ins Dínamít og Steingrím Rohloff sem samdi Ikarus. Á disknum má jafnframt heyra Fjögur stykki op. 2 eftir Jón Leifs, Sononymus – Meitlað í stein eftir Hilmar Þórðar- son, Tvær tokkötur eftir Þorstein Hauksson og Fantasiestück eftir Áskel Másson. Í þremur verkanna fær Tinna sér meðleikara, sem er reyndar ekki af holdi og blóði heldur tölva. Þetta eru fyrstu upptökur sem gerðar hafa verið af öllum verk- unum, að verki Jóns Leifs undan- skildu. Tinna heldur áfram að kynna íslenska tónlist erlendis, en fram undan eru tónleikar í París, Róm og San Francisco á hinu þekkta tónlistarmaraþoni Bang on a Can-hópsins. Þetta er fyrsti einleiksdiskur Tinnu, en hann gefur innsýn í fjöl- breytilegan heim íslenskra tón- skálda á ólíkum tímum og spannar þannig allt frá þjóðlögum fortíðar til tónlistar sem samin er á far- tölvu. - vþ Tinna leikur granít TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Framtakssamur ungur píanóleikari. MENNING Hjalti Rögnvaldsson les texta Voltaire og fleiri í Kringlunni í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.