Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 94
58 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Kristinn Jakobsson dómari var í eldlínunni í fyrrakvöld þegar
hann dæmdi leik í Evrópukeppni félagsliða á milli Everton og
rússneska liðsins Zenit á Goodison Park í Liverpool.
„Þetta var vitanlega ekki í fyrsta skiptið sem ég dæmi í
Evrópukeppni félagsliða en það var óneitanlega skemmtileg
stemning á leiknum og þarna voru saman komnir 40
þúsund áhorfendur sem létu vel í sér heyra,“ sagði
Kristinn, sem þurfti að taka erfiða ákvörðun eftir
hálftíma leik. Kristinn dæmdi þá vítaspyrnu á
Nicolas Lombaerts, leikmann Zenit, fyrir meinta
hendi innan vítateigs og leikmaðurinn fékk að
líta rauða spjaldið fyrir vikið, en myndbands-
upptökur frá atvikinu sýndu að dómurinn
var rangur.
„Þetta var stór ákvörðun sem ég tók
í samráði við aðstoðardómara, sem var
Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við
stóðum náttúrlega og féllum með henni.
Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður
Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark,
þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa
viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð
atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku
eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leik-
manninum rautt spjald. En maður gerir alltaf einhver mistök í
þessum bransa og það er bara svoleiðis, en burtséð frá þessu
atviki þá fannst mér ég dæma vel heilt yfir í leiknum,“ sagði
Kristinn og kvað leikmenn rússneska liðsins hafa hagað sér
með stakri prýði í leikslok.
„Þeir tóku þessu af mikilli fagmennsku þó svo að þeir
hafi ef til vill verið ósáttir með vítaspyrnudóminn og
rauða spjaldið og tóku í hendina á mér og þökkuðu fyrir
leikinn,“ sagði Kristinn, sem bíður spenntur eftir kom-
andi verkefnum.
„Næst fer maður að dæma í Fífunni og Egilshöll og
það er bara fínt, en auðvitað er það gulrót fyrir okkur
sem erum að standa í þessu að fá tækifæri til þess að
taka þátt í stórum leikjum erlendis.“
KRISTINN JAKOBSSON DÓMARI: DÆMDI LEIK EVERTON OG ZENIT Í EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Í FYRRAKVÖLD
Maður gerir alltaf einhver mistök í þessum bransa
KÖRFUBOLTI Anthony Susnara, mið-
herji toppliðs Keflavíkur í Iceland
Express-deild karla, tjáði sig um
dvölina á Íslandi í viðtali við ástr-
alska blaðið Parramatta á dögun-
um.
„Ég bý á gamalli herstöð og það
er svo mikið af skólakrökkum hér
að það er eins og ég sé kominn
aftur í háskóla,“ lýsir Susnara.
Hann er sáttur með aðstæðurnar.
„Þeir skildu allt eftir enda
nýfarnir af herstöðinni og hér hef
ég risastórt herbergi, ísskáp, tvo
skápa, internet, hægindastól,
sjónvarp og DVD-spilara þannig
að ég er mjög ánægður,“ segir
Susnara. Susnara hefur spilað vel
en þó verið í skugga þeirra Bobby
Walker og Tommy Johnson sem
hafa slegið í gegn með Keflavík-
urliðinu í vetur. Ástralinn, sem
hefur króatískt vegabréf, er með
7,2 stig og 6,6 fráköst á þeim 19,4
mínútum sem hann hefur spilað í
leik.
„Ég þurfti að aðlagast körfu-
boltanum. Margir góðir skotmenn
eru í deildinni en það er spilað fast
og gróft,“ segir Susnara, sem
sjálfur gefur ekkert eftir í
boltanum en hann hefur fengið 36
villur í fyrstu níu leikjunum eða 4
villur að meðaltali í leik.
„Íþróttahúsin eru lítil en áhorf-
endurnir láta vel í sér heyra og
það eru notaðar trommur og lúðrar
á pöllunum,“ segir Susnara, sem
hefur greinilega ekki kynnst hand-
boltaáhuga þjóðarinnar enda
búsettur í Reykjanesbæ.
„Það er mikill áhugi á körfu-
bolta í þessu litla landi og þetta er
vinsælasta íþróttin fyrir utan fót-
bolta,“ segir Susnara sem kvartar
yfir því að það sé dýrt að lifa á
Íslandi.
„Það er mjög dýrt að lifa hér þar
sem flestir hlutir eru fluttir inn.
Bensínlítrinn kostar um 2,20 doll-
ara svo ég keyri ekki mikið og er
auk þess orðinn afbragðskokkur,”
segir Susnara, sem hefur því æft
sig í eldhúsinu í stað þess að eyða
stórum fjárhæðum í að borða úti.
Susnara var stigahæsti leikmaður
Parramatta Wildcats í tvö ár og
staðarblaðið hefur því grafið upp
hvað fyrrverandi stjörnu leik-
maður Villikattanna er að gera
hinum megin á hnettinum. - óój
Keflvíkingurinn Anthony Susnara tjáir sig um veruna á Íslandi í áströlsku blaði:
Grófur körfubolti á Íslandi
REYNIR SKOT Anthony Susnara í leik gegn Hamri í vetur. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS
BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir
lækkar um tvö sæti á nýjasta
heimslistanum. Hún var í 55. sæti
og er nú í 57. sæti.
50 efstu komast á Ólympíuleik-
ana. - hbg
Heimslistinn í badminton:
Ragna lækkar
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Í harðri baráttu
um að komast á ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
> Ekkert gekk hjá Birgi Leifi
Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan dag á Alfred
Dunhill-mótinu á Leopard Creek-vellinum í Suður-Afríku í
gær en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum yfir pari og
er aðeins í 130. sæti af 156 keppendum. Það eru því ekki
miklar líkur á að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð-
inn en hann komst ekki í gegnum hann á sama móti í
fyrra. Birgir Leifur fékk skramba á fyrstu holu en
vann sig nokkuð vel út úr því. Martröðin hófst
fyrir alvöru á 8. til 14. holu þar sem hann tapaði
átta höggum á þessum sjö holum. Það dugði
Birgi því lítið að fá fjóra fugla á hringnum og
hann lék einn sinn lakasta hring á Evrópu-
mótaröðinni til þessa. Spilaðir eru fjórir
hringir og 70 kylfingar komast áfram eftir
36 holur og leika tvo síðustu hringina.
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
SMS
LEIKUR
SENDU SMS BTC BOF
Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU DVD MYNDIR,
VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI
OG MARGT FLEIRA!
KEMUR Í VERSLANIR
13. DESEMBER
HANDBOLTI Veturinn hefur verið
erfiður fyrir landsliðsmanninn
Loga Geirsson. Hann er búinn að
vera meiddur frá upphafi tímabils
og hefur í raun ekki spilað alvöru
leik síðan 17. júní. Hann er loksins
orðinn leikfær á ný og mun spila
gegn TuS N-Lübbecke, liði Birkis
Ívars Guðmundssonar og Þóris
Ólafssonar, um næstu helgi.
„Ég er allur að koma til og er
klár í slaginn. Hef verið að æfa á
fullu og setið á bekknum í síðustu
leikjum. Ég fæ þó að spila gegn
Lübbecke um helgina sem er mjög
jákvætt,“ sagði Logi brattur í gær
en honum gekk mjög illa að fá bót
meina sinna og endaði með því að
koma til Íslands í meðferð sem
virðist hafa borið tilætlaðan
árangur.
„Ég er ekki alveg 100% og er
enn í meðferðum á fullu en ég er
samt klár í að koma út á völlinn.
Þetta er allt á réttri leið og ég er
bjartsýnn á framhaldið. Það er
búið að vera leiðinlegt að standa
fyrir utan en ég hef reynt að vera
jákvæður og duglegur.“
Logi hafði undanfarin ár notið
þess að hafa íslenskan félagsskap í
Lemgo af Ásgeiri Erni Hallgríms-
syni en hann ákvað að söðla um
fyrir tímabilið og fara til GOG í
Danmörku. Logi hefur því verið
eini Íslendingurinn í Lemgo í vetur.
Næsta vetur fær hann hins vegar
annan Haukamann til félagsins en
línumaðurinn Vignir Svavarsson
er búinn að semja við félagið.
Þeir félagar elduðu grátt silfur
saman fyrir nokkrum árum í leik
Hauka og FH. Þá ruglaði Vignir
greiðslunni hjá Loga, sem brást
hinn versti við og danglaði aðeins
í Vigni. Hann hefði betur sleppt
því þar sem dómarinn rak hann af
velli með rautt spjald í kjölfarið.
„Þetta rauða spjald situr enn í
mér. Ég hefni mín á honum þegar
hann kemur. Ég sagði í einhverju
viðtali á sínum tíma að ég væri
búinn að fyrirgefa honum en það
var haugalygi. Ég mun hefna,“
sagði Logi léttur en hann sér strax
fram á marga möguleika í þeim
efnum.
„Hann kann enga þýsku og ég
mun því eflaust kenna honum ein-
hverja vitleysu. Svo verð ég
kannski settur í að þýða fyrstu
viðtölin við hann og það býður
klárlega upp á ýmsa möguleika.
Honum mun hefnast fyrir að rugla
greiðslunni,“ sagði Logi hress en
hann segir að að öllu gríni slepptu
verði gaman að fá Vigni til félags-
ins. henry@frettabladid.is
Hef ekki fyrirgefið Vigni fyrir rauða
spjaldið er hann ruglaði greiðslunni
Logi Geirsson mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik í vetur um næstu helgi. Hann er bjartsýnn á
framhaldið eftir að hafa nánast ekkert spilað í vetur. Logi segir að hann muni hefna sín á Vigni Svavars-
syni þegar hann kemur til Lemgo en Vignir fiskaði hann af velli í frægum leik Hauka og FH á sínum tíma.
Í HEFNDARHUG Logi Geirsson ætlar að vanda valið þegar kemur að því að hefna
fyrir rauða spjaldið sem Vignir Svavarsson fiskaði á hann á sínum tíma í leik FH og
Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON