Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 7. desember 2007
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Varnarmál
Í Fréttablaðinu 19. nóv. sl. skrifar Ingimar Jónsson grein undir
fyrirsögninni og spurningunni
„Þýskur her velkominn?“. Þar
fjallar Ingimar m.a. um breytta
stöðu Íslands í öryggis- og varnar-
málum. En sem kunnugt er hafa
íslensk stjórn-
völd tekið upp
nána samvinnu
við Dani og
Norðmenn í
þessum málum
eftir brotthvarf
bandaríska hers-
ins frá Íslandi.
Þá hafa íslensk
stjórnvöld átt í
viðræðum við
NATO og einstök
ríki þess um
aðkomu að vörnum Íslands.
Eitt þessara ríkja er Þýskaland
og sem Ingimar Jónsson gerir
furðulegar athugasemdir við. Nán-
ast með afar ósmekklegum for-
dómum og tortryggni gagnvart
þýskri þjóð. Það er því full ástæða
til að mótmæla þessum furðulegu
viðhorfum Ingimars hér og nú. Því
ef einhver þjóð hefur sýnt Íslend-
ingum óskoraða vináttu og virð-
ingu gegnum tíðina þá eru það ein-
mitt Þjóðverjar. Menningarleg
tengsl Íslendinga og Þjóðverja
hafa ætíð verið afar sterk. Hins
vegar hefðu hin pólitísku tengsl
þjóðanna mátt vera mun meiri, og
ekki síst nú og í framtíðinni. Því
Þjóðverjar gegna mörgum lykil-
hlutverkum, bæði í Evrópu og
víðar. Þess vegna er það sérstakt
ánægjuefni að Þjóðverjar hafi sýnt
öryggis- og varnarmálum Íslands
áhuga. Það gæti leitt til stórauk-
inna pólitískra samskipta Íslands
og Þýskalands í framtíðinni, báðum
þjóðum til mikilla heilla.
Þess má svo að lokum geta, að
áður en bandaríski herinn yfirgaf
Ísland voru þýskar herflugvélar
sem næst komu þeim bandarísku
með millilendingar á Keflavíkur-
flugvelli. Þýski herinn er einn af
öflugustu herjum heims, og yrði
því ómetanlegur fengur í því að
Þjóðverjar, okkar besta vinaþjóð,
kæmu að vörnum Íslands. Og það
sem allra fyrst.
Höfundur er bókhaldari.
Þjóðverjar og
varnir Íslands
GUÐMUNDUR
JÓNAS
KRISTJÁNSSON
Blómstrandi mannlíf!
Viltu slást í hópinn?
www.austurat.is