Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 78
42 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Hmm. Það er
ekki kjaftur
hér í kvöld...
Maður saknar næstum væls-
ins í Jóa. Tíminn líður hraðar
þegar maður hefur einhvern
sér til samlætis...
Þá get ég alveg eins
sleppt því að fara.
Ekki gera neitt
heimskulegt.
Ókei.
Ég ætla að kíkja til Pitta.
Þetta kallast
naflastrengur.
Hvað er
þetta?
Hannes, komdu og
sjáðu.
Fuss.
Þeir fljúga hring
um bæinn.
Þeir borða og
syngja söngva
allan daginn.
Hvernig
veistu þetta
allt?
Túristar
Fuglarnir snúa brátt
aftur í hrönnum.
Læknirinn setur hann á
þegar barnið fæðist svo
innyflin leki ekki út.
Svona nokkuð
lærir maður
þegar maður
verður eins
gamall og ég.
Get ég fengið börnin
þín lánuð um helgina?
Foreldrar mínir
eru alltaf að spyrja
hvenær þeir fái að sjá
barnabörn.
Nú er kominn sá
tími þegar manni
finnst dimmt nán-
ast allan sólarhring-
inn og því ekkert
sérstaklega gaman
að vakna á morgn-
ana. Verst finnst mér samt að þurfa
að draga sex ára son minn á fætur
eldsnemma dags sem er ekki einu
sinni kominn og eiginlega finnst
mér það bara ómanneskjulegt að
pína lítil börn fram úr öruggu og
hlýju rúmi út í kulda og kolniða-
myrkur.
Þó að margir foreldrar þurfi ekki
að mæta í vinnu fyrr en klukkan
níu er ætlast til þess að börnin séu
mætt í skólann klukkan átta eða
hálfníu, það fer svolítið eftir skól-
um. Börnin þurfa því í mörgum til-
fellum að hefja sinn vinnudag á
undan þeim fullorðnu, sem er
náttúrlega bara rugl. Ef ég mætti
ráða sneri þetta alveg öfugt. Börnin
þyrftu ekki að byrja sinn vinnudag
fyrr en svona hálftíu, tíu og þau
sem yrðu að vera mætt fyrr í skól-
ann vegna þess að foreldrarnir
væru komnir í vinnu fengju að vera
á dýnum á gólfinu þar sem þau
gætu kúrt undir teppi þangað til
tímabært væri að hefjast handa.
Mér finnst það eiginlega alveg
furðulegt að við skulum ekkert
hægja á okkur á veturna þegar
líkaminn hreinlega kallar á okkur
að hvílast meira. Flest dýr taka því
mun rólegar á veturna en á sumrin
og sum leggjast hreinlega í dvala
og sofa hann allan af sér. Okkur
finnst hins vegar sjálfsagt að
spretta á fætur klukkan sjö á
hverjum morgni og hamast fram á
kvöld eins og bjánar.
Enda skynja börnin alveg hvað
þetta er vitlaust því þau eru, líkt og
dýrin, í miklu betra sambandi við
líkamsstarfsemi sína en við. Í
fyrsta skipti sem ég gerði syni
mínum þann óleik að fara með
hann út klukkan átta að morgni að
vetrar lagi var hann tæplega
tveggja ára. Á leiðinni í leik skólann
horfði hann líka á mig stórum
augum eins og ég væri eitthvað
mikið að ruglast og hló svo bara og
sagði eins og ég hefði ekki hug-
mynd um það: „Mamma, það er
nótt!“
STUÐ MILLI STRÍÐA Á fætur um miðja nótt
EMILÍA ÖRLYGSDÓTTIR VILL AÐ BÖRNIN FÁI AÐ SOFA LENGUR Á VETURNA