Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 94
58 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Kristinn Jakobsson dómari var í eldlínunni í fyrrakvöld þegar hann dæmdi leik í Evrópukeppni félagsliða á milli Everton og rússneska liðsins Zenit á Goodison Park í Liverpool. „Þetta var vitanlega ekki í fyrsta skiptið sem ég dæmi í Evrópukeppni félagsliða en það var óneitanlega skemmtileg stemning á leiknum og þarna voru saman komnir 40 þúsund áhorfendur sem létu vel í sér heyra,“ sagði Kristinn, sem þurfti að taka erfiða ákvörðun eftir hálftíma leik. Kristinn dæmdi þá vítaspyrnu á Nicolas Lombaerts, leikmann Zenit, fyrir meinta hendi innan vítateigs og leikmaðurinn fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið, en myndbands- upptökur frá atvikinu sýndu að dómurinn var rangur. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leik- manninum rautt spjald. En maður gerir alltaf einhver mistök í þessum bransa og það er bara svoleiðis, en burtséð frá þessu atviki þá fannst mér ég dæma vel heilt yfir í leiknum,“ sagði Kristinn og kvað leikmenn rússneska liðsins hafa hagað sér með stakri prýði í leikslok. „Þeir tóku þessu af mikilli fagmennsku þó svo að þeir hafi ef til vill verið ósáttir með vítaspyrnudóminn og rauða spjaldið og tóku í hendina á mér og þökkuðu fyrir leikinn,“ sagði Kristinn, sem bíður spenntur eftir kom- andi verkefnum. „Næst fer maður að dæma í Fífunni og Egilshöll og það er bara fínt, en auðvitað er það gulrót fyrir okkur sem erum að standa í þessu að fá tækifæri til þess að taka þátt í stórum leikjum erlendis.“ KRISTINN JAKOBSSON DÓMARI: DÆMDI LEIK EVERTON OG ZENIT Í EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Í FYRRAKVÖLD Maður gerir alltaf einhver mistök í þessum bransa KÖRFUBOLTI Anthony Susnara, mið- herji toppliðs Keflavíkur í Iceland Express-deild karla, tjáði sig um dvölina á Íslandi í viðtali við ástr- alska blaðið Parramatta á dögun- um. „Ég bý á gamalli herstöð og það er svo mikið af skólakrökkum hér að það er eins og ég sé kominn aftur í háskóla,“ lýsir Susnara. Hann er sáttur með aðstæðurnar. „Þeir skildu allt eftir enda nýfarnir af herstöðinni og hér hef ég risastórt herbergi, ísskáp, tvo skápa, internet, hægindastól, sjónvarp og DVD-spilara þannig að ég er mjög ánægður,“ segir Susnara. Susnara hefur spilað vel en þó verið í skugga þeirra Bobby Walker og Tommy Johnson sem hafa slegið í gegn með Keflavík- urliðinu í vetur. Ástralinn, sem hefur króatískt vegabréf, er með 7,2 stig og 6,6 fráköst á þeim 19,4 mínútum sem hann hefur spilað í leik. „Ég þurfti að aðlagast körfu- boltanum. Margir góðir skotmenn eru í deildinni en það er spilað fast og gróft,“ segir Susnara, sem sjálfur gefur ekkert eftir í boltanum en hann hefur fengið 36 villur í fyrstu níu leikjunum eða 4 villur að meðaltali í leik. „Íþróttahúsin eru lítil en áhorf- endurnir láta vel í sér heyra og það eru notaðar trommur og lúðrar á pöllunum,“ segir Susnara, sem hefur greinilega ekki kynnst hand- boltaáhuga þjóðarinnar enda búsettur í Reykjanesbæ. „Það er mikill áhugi á körfu- bolta í þessu litla landi og þetta er vinsælasta íþróttin fyrir utan fót- bolta,“ segir Susnara sem kvartar yfir því að það sé dýrt að lifa á Íslandi. „Það er mjög dýrt að lifa hér þar sem flestir hlutir eru fluttir inn. Bensínlítrinn kostar um 2,20 doll- ara svo ég keyri ekki mikið og er auk þess orðinn afbragðskokkur,” segir Susnara, sem hefur því æft sig í eldhúsinu í stað þess að eyða stórum fjárhæðum í að borða úti. Susnara var stigahæsti leikmaður Parramatta Wildcats í tvö ár og staðarblaðið hefur því grafið upp hvað fyrrverandi stjörnu leik- maður Villikattanna er að gera hinum megin á hnettinum. - óój Keflvíkingurinn Anthony Susnara tjáir sig um veruna á Íslandi í áströlsku blaði: Grófur körfubolti á Íslandi REYNIR SKOT Anthony Susnara í leik gegn Hamri í vetur. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir lækkar um tvö sæti á nýjasta heimslistanum. Hún var í 55. sæti og er nú í 57. sæti. 50 efstu komast á Ólympíuleik- ana. - hbg Heimslistinn í badminton: Ragna lækkar RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Í harðri baráttu um að komast á ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR > Ekkert gekk hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan dag á Alfred Dunhill-mótinu á Leopard Creek-vellinum í Suður-Afríku í gær en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum yfir pari og er aðeins í 130. sæti af 156 keppendum. Það eru því ekki miklar líkur á að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð- inn en hann komst ekki í gegnum hann á sama móti í fyrra. Birgir Leifur fékk skramba á fyrstu holu en vann sig nokkuð vel út úr því. Martröðin hófst fyrir alvöru á 8. til 14. holu þar sem hann tapaði átta höggum á þessum sjö holum. Það dugði Birgi því lítið að fá fjóra fugla á hringnum og hann lék einn sinn lakasta hring á Evrópu- mótaröðinni til þessa. Spilaðir eru fjórir hringir og 70 kylfingar komast áfram eftir 36 holur og leika tvo síðustu hringina. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . SMS LEIKUR SENDU SMS BTC BOF Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DVD MYNDIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! KEMUR Í VERSLANIR 13. DESEMBER HANDBOLTI Veturinn hefur verið erfiður fyrir landsliðsmanninn Loga Geirsson. Hann er búinn að vera meiddur frá upphafi tímabils og hefur í raun ekki spilað alvöru leik síðan 17. júní. Hann er loksins orðinn leikfær á ný og mun spila gegn TuS N-Lübbecke, liði Birkis Ívars Guðmundssonar og Þóris Ólafssonar, um næstu helgi. „Ég er allur að koma til og er klár í slaginn. Hef verið að æfa á fullu og setið á bekknum í síðustu leikjum. Ég fæ þó að spila gegn Lübbecke um helgina sem er mjög jákvætt,“ sagði Logi brattur í gær en honum gekk mjög illa að fá bót meina sinna og endaði með því að koma til Íslands í meðferð sem virðist hafa borið tilætlaðan árangur. „Ég er ekki alveg 100% og er enn í meðferðum á fullu en ég er samt klár í að koma út á völlinn. Þetta er allt á réttri leið og ég er bjartsýnn á framhaldið. Það er búið að vera leiðinlegt að standa fyrir utan en ég hef reynt að vera jákvæður og duglegur.“ Logi hafði undanfarin ár notið þess að hafa íslenskan félagsskap í Lemgo af Ásgeiri Erni Hallgríms- syni en hann ákvað að söðla um fyrir tímabilið og fara til GOG í Danmörku. Logi hefur því verið eini Íslendingurinn í Lemgo í vetur. Næsta vetur fær hann hins vegar annan Haukamann til félagsins en línumaðurinn Vignir Svavarsson er búinn að semja við félagið. Þeir félagar elduðu grátt silfur saman fyrir nokkrum árum í leik Hauka og FH. Þá ruglaði Vignir greiðslunni hjá Loga, sem brást hinn versti við og danglaði aðeins í Vigni. Hann hefði betur sleppt því þar sem dómarinn rak hann af velli með rautt spjald í kjölfarið. „Þetta rauða spjald situr enn í mér. Ég hefni mín á honum þegar hann kemur. Ég sagði í einhverju viðtali á sínum tíma að ég væri búinn að fyrirgefa honum en það var haugalygi. Ég mun hefna,“ sagði Logi léttur en hann sér strax fram á marga möguleika í þeim efnum. „Hann kann enga þýsku og ég mun því eflaust kenna honum ein- hverja vitleysu. Svo verð ég kannski settur í að þýða fyrstu viðtölin við hann og það býður klárlega upp á ýmsa möguleika. Honum mun hefnast fyrir að rugla greiðslunni,“ sagði Logi hress en hann segir að að öllu gríni slepptu verði gaman að fá Vigni til félags- ins. henry@frettabladid.is Hef ekki fyrirgefið Vigni fyrir rauða spjaldið er hann ruglaði greiðslunni Logi Geirsson mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik í vetur um næstu helgi. Hann er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa nánast ekkert spilað í vetur. Logi segir að hann muni hefna sín á Vigni Svavars- syni þegar hann kemur til Lemgo en Vignir fiskaði hann af velli í frægum leik Hauka og FH á sínum tíma. Í HEFNDARHUG Logi Geirsson ætlar að vanda valið þegar kemur að því að hefna fyrir rauða spjaldið sem Vignir Svavarsson fiskaði á hann á sínum tíma í leik FH og Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.