Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 82
46 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Hið íslenska bókmenntafélag hefur
látið hljóðrita upplestur úr tveimur
ágætum Lærdómsritum Bók-
menntafélagsins og fengið til
lestrarins ekki lakari listamann en
Hjalta Rögnvaldsson leikara.
Fyrsta hljóðbók Lærdómsrita Bók-
menntafélagsins er hið margróm-
aða rit Birtíngur eftir Voltaire, sem
Halldór Laxness þýddi af mikilli
orðsnilld og kímni. Forspjall að
verkinu ritaði Þorsteinn Gylfason
prófessor. Birtíngur er ein sam-
felld og skemmtileg háðsádeila
gegn löghyggju 18. aldar um mann-
legt eðli, þar sem allt hefur sinn
jákvæða tilgang, sama hvað á dynur
– heimurinn sé eins og best verður
á kosið. Bjartsýnin er ávallt í fyrir-
rúmi og leiðir Birtíng um heiminn
með skynsamlegum rökum.
Önnur hljóðbókin sem Hjalti
les er Zadig eða örlögin, einnig
eftir hinn franska Voltaire.
Hefðbundin útgáfa verksins sem
Lærdómsrits kom út í maí síðast-
liðnum. Zadig eða örlögin er
bráðskemmtileg saga og lýsandi
fyrir hugmyndaauðgi og ritsnilld
höfundarins – hárfín ádeila á
hégóma samtímans og stirðnaða
hugmyndafræði. Þetta er saga
manns í eilífri glímu við örlögin,
bæði ljúf og grimm. Hið fagra og
skemmtilega hefur sárar afleið-
ingar, hið sorglega er fyndið – til-
veran virðist fullkomlega óút-
reiknanleg. Þetta er óborganleg
satíra um mannlegt samfélag.
Hólmgrímur Heiðreksson þýddi
verkið, en inngangur er eftir
Ásdísi R. Magnúsdóttur.
Hjalti mun lesa kafla úr þessum
tveimur Lærdómsritum og einnig
nokkrum öðrum í dag milli 16-17
fyrir framan Hagkaup í
Kringlunni, 2. hæð, þar sem fram
fer kynning á Lærdómsritum
Bókmenntafélagsins með fremur
óhefðbundnum hætti.
Með þessum fyrstu hljóðrituðu
útgáfum Bókmenntafélagsins er
kynnt til sögunnar ný gerð á einu
elsta Lærdómsritinu og einnig
einu því yngsta. Hljóðvinnslan
ehf. / Gísli Helgason sá um upp-
tökur og fjölföldun hljóðbókanna
og munu hljóðbækur Lærdóms-
rita Bókmenntafélagsins fást í
helstu bókaverslunum og kosta
eins og sömu verk prentuð, aðeins
kr. 2.990.
Fyrir árslok verða útgefin Lær-
dómsrit Bókmenntafélagsins
orðin 71 talsins síðan útgáfa
þeirra hófst árið 1970. Virðulegri
bókaflokkur er vandfundinn á
Íslandi, enda er þar saman kom-
inn mannleg hugsun ríflega 2.000
ára í sögu mannkyns. - pbb
Lærdómsrit á hljóðbók
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari
hefur sent frá sér geisladiskinn
Granit Games. Á disknum má
finna verk sem öll nema eitt voru
samin sérstaklega fyrir Tinnu,
enda hefur hún verið óhrædd við
að panta sér verk frá íslenskum og
erlendum tónskáldum. Verkin á
disknum eru flest um tveggja ára
gömul og voru frumflutt á Myrkum
músíkdögum árið 2005. Þar var
efnisskránni vel tekið og hefur
Tinna ferðast um heiminn síðan og
leikið verkin meðal annars í
Berlín, Peking, Kaupmannahöfn,
Bergen og á Ísafirði, svo einhverjir
staðir séu nefndir.
Tónskáldin sem leggja til tónlist
á diskinn eru fjölbreytilegur
hópur. Má þar nefna Mist Þorkels-
dóttur, en Tinna leikur verk
hennar, Granit Games, Kolbein
Einarsson sem er höfundur verks-
ins Dínamít og Steingrím Rohloff
sem samdi Ikarus. Á disknum má
jafnframt heyra Fjögur stykki op.
2 eftir Jón Leifs, Sononymus –
Meitlað í stein eftir Hilmar Þórðar-
son, Tvær tokkötur eftir Þorstein
Hauksson og Fantasiestück eftir
Áskel Másson. Í þremur verkanna
fær Tinna sér meðleikara, sem er
reyndar ekki af holdi og blóði
heldur tölva.
Þetta eru fyrstu upptökur sem
gerðar hafa verið af öllum verk-
unum, að verki Jóns Leifs undan-
skildu. Tinna heldur áfram að
kynna íslenska tónlist erlendis, en
fram undan eru tónleikar í París,
Róm og San Francisco á hinu
þekkta tónlistarmaraþoni Bang on
a Can-hópsins.
Þetta er fyrsti einleiksdiskur
Tinnu, en hann gefur innsýn í fjöl-
breytilegan heim íslenskra tón-
skálda á ólíkum tímum og spannar
þannig allt frá þjóðlögum fortíðar
til tónlistar sem samin er á far-
tölvu. - vþ
Tinna leikur granít
TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Framtakssamur ungur píanóleikari.
MENNING Hjalti Rögnvaldsson les texta Voltaire og fleiri í Kringlunni í dag.