Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2007 11 SVÍÞJÓÐ, AP Ríkislögreglustjórinn í Svíþjóð, Stefan Strömberg, hættir um áramótin. Þrjú ár Strömbergs í embætti hafa einkennst af harðri gagnrýni í hans garð vegna áætlana um að gera lögregluna miðstýrðari og að koma á fót stofnun í líkingu við bandarísku Alríkislögregluna (FBI). „Ég og Stefan höfum orðið sammála um að við þurfum nýjan ríkislögreglustjóra,“ sagði dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Beatrice Ask, á blaðamanna- fundi. „Stefan á ekki í vandræðum með að tala við lögregluna en viðræðurnar hafa ekki gengið sem skyldi.“ - sdg Sænski ríkislögreglustjórinn: Hættir eftir mikla gagnrýni DÓMSMÁL Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl. Konan stal tveimur bolum og pilsi í Markaðstorgi Kringlunnar, samtals að verðmæti 1.970 krónur. Hún játaði fyrir dómi. Konan er rúmlega sextug. Samkvæmt sakavottorði hefur hún þrívegis verið sak felld fyrir búðarhnupl og ávallt verið gerð sektar refsing. Með hliðsjón af greindum sakaferli, aldri konunnar, greiðri játningu og loks því að um smáræði var að ræða, sem komst óskemmt til skila, taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda refsinguna. - jss Kona á sjötugsaldri: Dæmd fyrir búðarhnupl ATVINNUMÁL Vinnumiðlun fyrir eldri borgara, sem starfrækt er hjá Reykjavíkurborg, þótti takast vel og mun Sesselja Ásgeirsdóttir halda áfram sem verk- efnastjóri miðlunarinn- ar. Hún segir marga komna út á vinnu- markaðinn og þeir láti vel af því. „Við munum sinna öllum sem vilja við okkur tala og líka þeim sem eru yngri en sextugir, því það er nóg af störfum,“ segir Sesselja. Flestir þeirra sem þegar hafa hafið störf vinna á leikskólum og í grunnskólum. Sesselja segir þó fleiri störf standa til boða. Hægt er að hafa samband við vinnumiðlunina daglega með því að hringja í þjónustusíma Reykjavíkurborgar. - eb Störf fyrir eldri borgara: Vinnumiðlun heldur áfram SESSELJA ÁSGEIRSDÓTTIR Radisson SAS Saga Hotel Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is P IP A R • S ÍA • 7 24 66 Súlnasalur verður stjörnum prýddur hvort sem er á sviðinu eða úti í sal á nýárskvöld. Hver skemmtikrafturinn á eftir öðrum mun gera kvöldið eftirminnilegt sem og girnilegur maturinn og gleðin sem ríkir. Pantaðu borð í síma 525 9900. Misstu ekki af stærsta kvöldi ársins. Dagskrá kvöldsins: Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, tekur á móti gestum með fallegum undirleik. Ragnar Bjarnason stjórnar veislunni eins og honum er einum lagið. Jónas Þórir leikur undir kvöldverði. Diddú tekur lagið. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Bjarni Ara syngur og hver veit nema Raggi Bjarna syngi með. Hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi. Flugeldasýning í Súlnasal á nýárskvöld skemmtikrafta KOSOVO, AP Ráðamenn í Kosovo- héraði segjast staðráðnir í að lýsa yfir einhliða sjálfstæði héraðsins í janúar eða febrúar. Utanríkisráðherrar aðildar- ríkja Evrópusambandsins sátu á fundi í Brussel í gær og sögðust allir, að undanskildum fulltrúan- um frá Kýpur, á einu máli um að styðja sjálfstæði héraðsins. Meira en þrjú þúsund manns komu saman í gær á útifundi í Pristina, höfuðborg héraðsins, og kröfðust þess að sjálfstæði verði lýst yfir hið fyrsta. „Engar frekari tafir, engar frekari málamiðlanir,“ sagði Burim Balaj, leiðtogi námsmanna, í ávarpi sem hann hélt á fundin- um. Skender Hyseni, talsmaður stjórnarinnar, segir spurninguna ekki lengur snúast um það hvort, heldur hvenær sjálfstæði verður að veruleika. Embættismenn sögðu yfirlýsinguna líklega koma strax í janúar eða febrúar á næsta ári. Í gær rann út 120 daga frestur sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu til að miðla málum milli Serba og Kosovo-Albana um framtíðar- stöðu héraðsins. Kosovo-búar vilja ólmir lýsa yfir sjálfstæði sem fyrst en Ser- bar geta ekki hugsað sér að missa héraðið úr Serbíu, bæði vegna þess að þar eru sögulegar minjar sem hafa mikið gildi fyrir Serba, auk þess sem serbneskir íbúar héraðsins verða í minnihluta og missa tengslin við Serbíu. - gb Evrópusambandið styður sjálfstæði Kosovohéraðs: Stefnt að sjálfstæði í byrjun næsta árs KOSOVOBÚAR KREFJAST SJÁLFSTÆÐIS Fánum Albaníu og Evrópusambandsins var veifað á útifundi í Pristína í gær þar sem Kosovobúar komu saman til að hvetja leiðtoga sína til að lýsa yfir sjálfstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FLÓRÍDA, AP Nasa hefur frestað skoti geimskutlunnar Atlantis fram í janúar. Áætlað var að Atlantis yrði skotið á loft í vikunni og að áhöfn hennar setti upp rannsóknastofu í alþjóðlegu geimstöðinni. Tvær tilraunir voru gerðar til að skjóta flauginni á loft en í bæði skiptin biluðu nemar í eldsneytistönkum flaugarinnar. Nemarnir koma í veg fyrir að það slokkni á hreyflum flaugar- innar of seint og þeir vinni eldsneytislaust, nokkuð sem gæti haft hörmulegar afleiðingar. Í von um að leysa endurtekin vandræði nemanna var skotinu frestað þar til í fyrsta lagi annan janúar. - eá Eldsneytisnemar virka ekki: Nasa frestar geimskotinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.