Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 12
12 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Brag› sem segir sögu Vi› teygjum tímann Vi› nostrum vi› laxinn okkar til fless a› tryggja einstakt brag›. www.opal.is Handflaka›ur úr fersku hráefni fiurrsalta›ur í höndum me› sjávarsalti Hangireyktur me› birkispæni Handsneiddur af sérstakri alú› Hangireykti laxinn okkar fæst í verslunum Nóatúns, verslunum Hagkaupa, Melabú›inni, Ostabú›inni og í Flugstö› Leifs Eiríkssonar í versluninni Inspired by Iceland. ÁN LITAR- OG ROTVARNAREFNA TÍMI TIL AÐ NJÓTA Gæða www.isam.is KRAFTUR FJARSKIPTI Jan Malkus, sem situr í stjórn svissneska fyrirtækisins Amitelo, segist hissa ef rétt sé að tilboði fyrirtækisins í uppsetningu og rekstur síðari áfanga GSM- þjónustu á landinu verði ekki tekið þrátt fyrir að það hafi boðið best. Óskað verði eftir skriflegri stað- festingu frá Póst- og fjarskipta- stofnun vegna þessa máls. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Amitelo fái ekki að taka að sér verkið vegna þess að fyrirtækið hafi ekki uppfyllt kröfur um fjár- hagslegt hæfi og fái ekki banka- ábyrgð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þess í stað gengið að næstbesta tilboðinu, sem Og Fjarskipti áttu. „Ég hef lesið um þetta í blöðum en get ekki staðfest að tilboðinu okkar verði ekki tekið,“ segir Malkus. „Við teljum okkur hafa uppfyllt öll skil- yrði, og vitum ekki hvers vegna bankaábyrgðin okkar var ekki samþykkt ef þetta er rétt. Þetta kemur okkur á óvart.“ Spurður hvort niðurstaðan hafi áhrif á áætlanir Amitelo varðandi rekstur GSM-kerfis á Íslandi svarar Malkus neitandi. „Þetta hefur ekki áhrif á hitt útboðið okkar enda allt annað svæði. Okkar staða breytist ekki, en þetta vekur spurningar um hvernig staðið er að málum.“ - sþs Talsmaður Amitelo segist telja fyrirtækið uppfylla öll skilyrði um fjárhagslegt hæfi: Kveðst hissa á útboðsaðferðum ■ Verkið snýst um að koma upp og reka farsímaþjónustu á völdum svæð- um á landinu, einkum á Vestfjörðum og Norðausturlandi. ■ Þrjú tilboð bárust, og var Amitelo með það lægsta. Það hljóðaði upp á 468 milljónir og tólf mánaða verktíma. ■ Og Fjarskipti voru með næstlægsta boðið, 487 milljónir og 22 mánaða verktíma. Hæsta boðið átti Síminn eða 655 milljónir og tólf mánaða verktíma. ■ Amitelo AG er annað tveggja fyrirtækja frá Sviss sem fengu fyrr á árinu úthlutað tíðniheimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir rekstur GSM- kerfis á Íslandi. Hitt heitir IceCell. BUÐU BEST Í VERKIÐ UTANRÍKISMÁL Mannréttindamál eru nú forgangsmál í utanríkis- stefnu Íslands. Þessu lýsti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra yfir í erindi á málþingi á vegum Háskólans á Akureyri í gær. Málþingið var liður í háskóla- fundaröð um Ísland á alþjóðavett- vangi, sem haldin er í samstarfi utanríkisráðuneytisins og háskól- anna í landinu. Yfirskrift þess var „Mannréttindi í utanríkisstefnu Íslands – hvers vegna?“ Málþingið var haldið á afmælisdegi Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en í tilefni af 60. afmælisári hennar á næsta ári hleyptu samtökin í gær af stokkun- um alþjóðlegri herferð til að styrkja vitund fólks um allan heim á mannréttindum. Opnuð hefur verið sérstök heimasíða herferðar- innar, knowyourrights.org. Guðmundur Alfreðsson, prófess- or í alþjóðalögum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raoul Wallen- berg-stofnunarinnar í Lundi, minnti á það í sínu erindi að íslensk stjórnvöld hefðu ekki enn uppfyllt skilyrði Parísarsáttmálans svo- nefnda um að koma á fót svo- nefndri Þjóðarmannréttindastofn- un, en líta mætti á umboðs mannaembættin – umboðs- mann Alþingis, umboðsmanna barna og svo framvegis – sem vísi að slíkri stofnun. Í sínu erindi sagði Ingibjörg Sól- rún að mannréttindamál væru útrásarverkefni, meðal annars í samhengi við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Spurð út í þetta segir hún að „sérhver vegur að heiman sé vegurinn heim“. „Það sem við gerum og leggjum áherslu á á alþjóðavettvangi það verðum við auðvitað að passa upp á að sé í góðu lagi heima fyrir, til að við höfum trúverðugleika erlendis til að tala fyrir þessum málum,“ sagði hún og hélt áfram: „En það líka að við tökum þá ákvörðun að tala fyrir þessum málum á alþjóða- vettvangi gerir að verkum að við þurfum kannski að skoða betur hvernig er umhorfs í túninu heima. Þannig að það er víxlverkun þarna á milli, þetta styrkir hvert annað. Heimsmálin eru heimamál og öfugt. Þannig að ég held að áhersl- an á þetta á erlendum vettvangi gagnist okkur heima fyrir og geti leitt til umbóta á okkar eigin mann- réttindamálum.“ Meðal mála á þessu sviði sem Ingibjörg telur að Íslendingar hafi einhverju að miðla á alþjóðavett- vangi eru réttindi kvenna og að virðing sé borin fyrir alþjóðalög- um almennt. Hún segist annars vilja efla umræðu um þessi mál innanlands til að fram komi hvað þjóðin vilji leggja mesta áherslu á. audunn@frettabladid.is Mannréttindamál eru forgangsmál Utanríkisráðherra lýsti því yfir á málþingi í gær að mannréttindamál væru for- gangsmál í utanríkisstefnu Íslands. Sú ákvörðun að tala fyrir mannréttindum á alþjóðavettvangi kalli á að vel sé staðið að mannréttindamálum hér heima. NÝ HEIMASÍÐA OPNUÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hóf málþingið á að opna nýja heimasíðu framboðs Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. MYND/ÞÓRIR LINCOLN Í KLAKABÖNDUM Mikið óveður í Springfield í Illinois í Banda- ríkjunum, skildi eftir sig þessa styttu af þjóðhetjunni Abraham Lincoln í klaka- böndum með grýlukertin hangandi úr andlitinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.