Fréttablaðið - 11.12.2007, Page 13

Fréttablaðið - 11.12.2007, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2007 13 Samkeppnin harðnar í líkamsræktargeiranum: Fimm stöðvar opnaðar senn FIMM NÝJAR STÖÐVAR Verið er að opna fjórar nýjar heilsuræktarstöðvar á vegum World Class og svo er Hreyfing að flytja sig til og opna í nýju og stærra húsnæði á næstu vikum. FRAKKLAND, AP Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi fékk veglegar móttökur þegar hann kom til Parísar í gær. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að nýir samningar, sem þeir undirrituðu í gær, séu gerðir gagngert til þess að verðlauna Gaddafí fyrir bætta hegðun. Samningarnir hljóða upp á 10 milljarða evra, en sú upphæð samsvarar rétt rúmlega 900 milljörðum króna, og snúast meðal annars um vopnasölu til Líbíu og nýjan kjarnaofn sem settur verður upp í Líbíu með aðstoð Frakka. „Við verðum að hvetja þá sem hafna hryðjuverk- um og hafna því að eiga kjarnorkuvopn,“ sagði Sarkozy eftir að þeir Gaddafí höfðu ræðst við í gær. Líbía var lengi vel höfð að mestu utangarðs í samfélagi þjóðanna vegna umdeildrar hegðunar leiðtogans á alþjóðavettvangi og stuðnings hans við hryðjuverkamenn og uppreisnarmenn í öðrum löndum. Frakkland er fyrst Vesturlanda til þess að bjóða Gaddafí í opinbera heimsókn frá því slettist upp á vinskapinn fyrir aldarfjórðungi. Sarkozy hefur sætt harðri gagnrýni í Frakklandi fyrir að veita Gaddafí móttöku. Meira að segja Rama Yada, ráðherra mannréttindamála í ríkis- stjórn Sarkozys, lýsti fyrirlitningu sinni á því að Gaddafí kæmi til Frakklands á alþjóðlega mannrétt- indadeginum. - gb Moammar Gaddafí fékk höfðinglegar móttökur í París í gær: Umbunað fyrir góða hegðun SARKOZY TEKUR Á MÓTI GADDAFÍ Sarkozy hefur fengið harða gagnrýni í Frakklandi og víðar fyrir að taka Gaddafí í sátt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Jeppi valt á Uxahryggjarvegi á móti Meyjar- sæti um klukkan sjö á sunnudags- kvöld. Bíllinn er mikið skemmdur eftir byltuna, en engin slys urðu á fólki. Tveir menn voru í bílnum. Kerra með tveimur vélsleðum var aftan í jeppanum þegar hann valt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi þurfti að kalla eftir kranabifreið til að draga jeppann á brott. Orsök slyssins megi rekja til fljúgandi hálku sem var á veginum. - sþs Hálka á Uxahryggjarvegi: Enginn slasaður eftir bílveltu LÖGREGLUMÁL Fólksbíll keyrði aftan á jeppa við Bollastaði í Hraungerðishreppi á Suðurlandi um klukkan tíu í gærmorgun. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild á Selfossi, en að sögn lögreglu voru meiðsl þeirra minniháttar. Þeir voru báðir einir á ferð. Slysið varð þegar bíll sem var á undan jeppanum hægði á sér til að beygja inn á afleggjara að Bollastöðum, og jeppinn stöðvaði á meðan. Hann var ekki kominn af stað þegar annar fólksbíll lenti aftan á honum. Ísing var á veginum, og fólksbíllinn var á þremur sumardekkjum. - sþs Var á þremur sumardekkjum: Fólksbíll keyrði aftan á jeppa HEILBRIGÐISMÁL Fimm nýjar líkamsræktarstöðvar verða opn- aðar á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði og fram í byrjun janúar. World Class opnar fjórar nýjar stöðvar og Hreyfing opnar nýja stöð og lokar á gamla staðn- um. World Class opnar heilsu- ræktar stöð í Hafnarfirði, við Lágafellslaug í Mosfellsbæ, við sundlaugina á Seltjarnarnesi og á fimmtándu hæð í Smáranum í Kópavogi. Í byrjun janúar verða því sjö heilsuræktarstöðvar reknar undir merkjum World Class hér á landi með aðstöðu fyrir um tuttugu þúsund iðkend- ur, eftir því sem fram kemur á vef World Class. World Class á Seltjarnarnesi verður stærst nýju stöðvanna en hún mun rúma um tvö þúsund manns. Líkamsræktarstöðin Hreyfing opnar glænýja heilsulind 29. desember en námskeiðin hefjast 7. janúar. Tinna Brynjólfsdóttir, deildarstjóri áskriftar og markaðs mála hjá Hreyfingu, segir að nýja stöðin verði 3.300 fermetrar í nýbyggingu við Glæsibæ í Reykjavík. Þar verði um heilsulind að ræða með böðum og allskyns snyrtimeð- ferðum auk aðstöðu til líkams- ræktar og hreyfingar. „Við höfum ekki nákvæma tölu um það hve margir rúmast í nýju stöðinni. Við ætlum ekki að keyra á fjöldanum, frekar gæð- unum,“ segir hún og telur hugsan- legt að aðsóknin verði takmörk- uð ef hún verði svo mikil að það verði óþægilegt fyrir þá sem fyrir eru. „Þetta á allt að vera hið þægilegasta. Upplifunin á ekki að felast í biðröðum við tæki,“ segir hún. Fjöldamargar nýjar stöðvar hafa verið opnaðar á hótelum borgarinnar undanfarið, til dæmis á Hilton og Grand Hótel. Þá hefur Fréttablaðið áreiðan- legar heimildir fyrir því að ein líkamsræktarstöð til viðbótar sé á teikniborðinu. - ghs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.