Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 16
16 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Íslenski fáninn er búinn til úr efni frá Bretlandi sem er sérhannað fyrir íslensk- ar aðstæður. Hann er svo saumaður í Íslensku fána- saumastofunni á Hofsósi en hann samanstendur af fimmtán borðum. Aðrir fánaframleiðendur hafa byrjað útrás frá Þórshöfn. „Íslenski fáninn er alltaf að verða vinsælli svo það er nóg að gera, það er til dæmis orðið vinsælt að fólk gefi hann sem gjöf,“ segir Lára Angantýsdóttir, verkstjóri á Íslensku fánasaumastofunni á Hofsósi. „Áður var hann saumaður í Klæðaverksmiðjunni Gefjun á Akureyri. Þá var hann saumaður úr ullarefni en nú fáum við sérstakt efni frá Bretlandi sem er sérlega hentugt fyrir íslenska veðráttu.“ Eflaust hrósa margir Hofsós- búar happi yfir því að sauma stofan skyldi flytjast þangað fyrir ellefu árum en það er nú eitt af þremur fyrirtækjum sem starfrækt eru í þorpinu. Fjórir starfsmenn vinna á sauma- stofunni og hafa snör handtök. „Það eru fimmtán borðar í fánanum sem þarf að sauma saman, það fer náttúrlega eftir stærð hvað við erum lengi að þessu en það eru til einar sextán stærðir. En ætli við séum ekki svona einn og hálfan tíma með miðlungs fána,“ segir Lára. En íslenski fáninn er ekki aðeins búinn til á Hofsósi. Fánasmiðjan á Þórshöfn er stærsti fánaframleið- andinn á landinu og prentar um þrjátíu kílómetra af fánum á ári að jafnaði. Þar á meðal er íslenski fán- inn sem prentaður er í sérstakri silkiprentvél. „Hann er nú reyndar aðeins aukabúgrein hjá okkur, við erum aðallega í fyrirtækjafánum,“ segir Karen Konráðsdóttir fram- kvæmdastýra. „Nú erum við að hefja útrás til Danmerkur og þurf- um sennilegast að fara að bæta við okkur starfsfólki ef fram fer sem horfir,“ segir hún en nú starfa þar fjórir starfsmenn. Fyrirtækið var flutt frá Dvergs- höfða í Reykjavík til Þórshafnar í febrúar 2005. „Ég var búsett hérna en langaði satt að segja ekkert að flytja í bæinn svo ég ákvað bara að flytja vinnuna hingað,“ segir hún. jse@frettabladid.is Íslenski fáninn úr bresku efni BAKKUS: MARGT SAMEIGINLEGT MEÐ JESÚ KRISTI ■ Sá alræmdi guð Bakkus hét upphaflega Díónýsos og var vinsæll meðal Forn-Grikkja. Margt svipað því sem seinna kom fram í trú á Jesú Krist má finna í trú á Díónýsos, sem er sagður hafa búið um skeið í Palestínu. Báðir áttu guð að föður og voru yfirheyrðir af vantrúuðu löggjafarvaldi fyrir að æsa upp lýðinn. Þá fundust hugmyndir um að drekka blóð guðs (vín) og eta líkama hans (brauð) einnig í dýonís- ískri trú. Rómverjar nefndu Díonýsos Bakkus og er það nafn næstum samnefnari áfengis. Orðið bakari er úr annarri átt. Patreksfirðingar eru þekktir fyrir allt annað en gikkshátt og eru hinir ýmsu réttir bornir á borð þegar menn gera sér glaðan dag í skammdeginu. Það sannaðist á jólahlaðborði sem haldið var á veit- ingastofunni Þorpið á Patreksfirði þar sem maturinn var bæði hefð- bundinn og framandi. Meðal rétta voru hrátt hangikjöt og hrátt hreindýrakjöt og runnu réttirnir tveir ljúflega niður hjá gestunum að sögn Kolbrúnar Páls- dóttur veitingamanns í Þorpinu. Það er annríkt á veitingastofunni því 14. desember næstkomandi munu hinir svokölluðu Pottormar, en það er félagsskapur sem hittist oftlega í heita pottunum í sundlaug Patreksfjarðar, þiggja þar skötu í hinni árlegu skötuveislu. Þessir vösku Pottormar skutu flestum ref fyrir rass þegar kom að forvitnilegu fæði en áður fyrr matreiddu þeir ref og báru á borð í samkvæmum sínum. Það var reyndar löngu áður en Þorpið var opnað svo það kom ekki í Kolbrúnar hlut að matreiða skolla. - jse Hrátt kjöt á hlaðborði á Patreksfirði: Áður borðuðu Pottormarnir ref FRAMANDI OG HEFÐBUNDIÐ Fremst í ferkantaðri skál er hráa hangikjötið en hráa hreindýrakjötið á fatinu fyrir framan laufabrauðið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Hvaða hálfviti er þetta? „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las um þetta var „Hvaða hálfviti er þetta?“,“ segir Elva Ósk Ólafs- dóttir leikkona um uppátæki Vífils Atlasonar sem hringdi í Hvíta húsið og þóttist vera forseti Íslands. Hann reyndi að koma á símafundi við George Bush Bandaríkjaforseta, en uppskar athygli bandarísku alríkis- lögreglunnar fyrir vikið. „Þegar það var farið að lyfta þessu upp á hærri stall þá missti ég bara málið. Mér finnst þetta ekki fyndið.“ Spurð hvað henni finnist um seinni hrekk Vífils, þar sem hann sendi vin sinn í viðtal á Stöð 2 undir sínu nafni, segist Elva alltaf hafa gaman af gríni milli vina en þetta hafi henni ekki fundist sniðugt. „Ég hef alveg húmor, en ekki fyrir öllum hlutum og sérstaklega ekki svona. Hallæris- legt er eina orðið sem mér dettur í hug yfir þetta uppátæki,“ segir hún. SJÓNARHÓLL SÍMAAT VÍFILS ATLASONAR ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Leikkona „Það er bara allt slétt og leikandi þó nóg sé að gera,“ segir Árni Johnsen þingmaður. „Ég er með svona um tuttugu mál sem ég er tilbúinn til að leggja fyrir þingið enda af nógu að taka, mörg aðkallandi mál. Til dæmis er ég að berjast í því að Suðurlandsbraut verði tvö- földuð. Svo þarf að aðhafast í málinu um skipalyftuna í Eyjum en hún féll með skipi í fyrir tveimur árum. Menn telja að þetta eigi tildrög sín í skemmd sem kom í skjálftanum mikla árið 2000 en eyjan hristist rétt eins og meginlandið.“ Árni var fórnarlamb Audda í þætti hans Tekinn 2 fyrir skemmstu. Þá varð hann fyrir afgreiðslustúlku á veitingastað sem kom heldur óblíðlega fram við hann efir að sessunautur Árna missti disk í gólfið. Hún sakaði hann meðal annars um kynferðislega áreitni. „Ég hafði bara gaman af þessu enda hrekkjalómur sjálfur. Í því felst að kunna að gera grín en jafnframt og ekki síður mikilvægt er að kunna að taka gríni. Enda lét ég engan bilbug á mér finna, sumir vina og vandamanna hafa meira að segja sagt mér að þeir sjálfir hefðu orðið brjálaðir í sömu aðstöðu og ég var settur í.“ Þá er hann spurður að því hvort annríkið á Alþingi leysi hann ekki undan öllum jóla- önnum. „Nei, það er ekki svo. Maður er alltaf settur í eitt- hvað síðustu dagana fyrir jól, setja upp seríur og svona. Enda bara gaman að því.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁRNI JOHNSEN ÞINGMAÐUR Kann að grínast og að taka gríni KONURNAR Á BAK VIÐ FÁNANN Svona fáni er ekki hristur fram úr erminni enda gerður úr fimmtán borðum. Hér eru þær með afreksturinn Lára Angantýsdóttir verkstjóri, Guðmunda Kristjánsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir og Anna Halldórsdóttir. STÓR FÁNI Þessum verður heldur ekki stungið í vasann. Guðrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri saumastofunnar, er í hvítri peysu lengst til hægri og við hlið hennar við krossinn er Lára verkstjóri. UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Á SAUMA- STOFUNNI Framleiðsla íslenska fánans er með helstu atvinnuvegum á Hofsósi, enda er saumastofan eitt þriggja fyrir- tækja í kauptúninu. nær og fjær „ORÐRÉTT“ Svartur sjór af síld „Þetta er léttasta síldarvertíð sem við höfum verið á.“ SKIPVERJAR Á SIGHVATI BJARNA- SYNI VE, SEM MOKAR UPP SÍLD NÁNAST Í FLÆÐARMÁLINU Í GRUNDARFIRÐI. Morgunblaðið, 10. desember. Dýr leikur „Mér finnst líklegra að einhverjir hafi verið að leika sér með eld sem hafi farið úr böndunum.“ RAGNAR MAGNÚSSON, EIGANDI TÍU NÝLEGRA BÍLA SEM GJÖREYÐI- LÖGÐUST Í ELDI Í VOGUM. Fréttablaðið, 10. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.