Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 11.12.2007, Síða 24
24 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 297 6.407 -0,39% Velta: 1.650 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,00 -0,99% ... Bakkavör 58,60 -0,17% ... Eimskipafélagið 36,05 -0,96% ... Exista 22,40 -0,44% ... FL Group 15,35 -1,60% ... Glitnir 22,95 -0,22% ... Icelandair 27,50 +0,00% ... Kaupþing 863,00 -0,46% ... Landsbankinn 35,80 +0,28% ... Straumur-Burðarás 15,35 -1,29% ... Össur 98,00 +0,00% ... Teymi 5,97 +0,34% MESTA HÆKKUN SPRON +1,19% MAREL +0,51% ALFESCA +0,45% MESTA LÆKKUN FLAGA -6,54% FL GROUP -1,60% STRAUMUR-BU.ÁS -1,29% B&L Lítið lát virðist vera á afskriftum banka í tengslum við bandarísk undirmáls- lán en bæði svissneski bankinn UBS og hinn breski Lloyds TBS greindu frá milljarðaafskriftum á lánum í gær. Afskriftir UBS nema tíu milljörðum dala, jafnvirði 617 milljarða íslenskra króna. Þetta er hæsta upphæðin sem evrópskur banki hefur strikað út úr bókum sínum af þessum sökum en útlit er fyrir að hann skili tapi á árinu. Bankinn hefur varið sig gegn tapinu að hluta með breyttu formi arð- greiðslna og sölu á níu prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í eigu stjórnvalda í Síngapúr og ónefnds fjárfestis frá Miðausturlöndum. Kaupverð nemur 11,5 milljörðum dala. Þá nema afskriftir Lloyds 200 milljónum punda, jafnvirði 25 milljarða íslenskra króna. Þetta er fjórðungi meira en stjórnendur bankans höfðu reiknað með. - jab UBS afskrifar milljarða Með klukku í stofunni Magne Arge, forstjóri færeyska flugfélagsins Atl- antic Airways, var hinn glaðbeittasti þegar að því koma að hringja markaðsbjöllunni í Kauphöll Íslands við lokun markaðar í gær. Bjöllunni er alla jafna hringt í upphafi viðskipta- dags þegar hafin eru viðskipti með bréf nýs félags, en í gærmorgun var fagnað í Færeyjum og svo við lok viðskiptadags hér heima. „Ég er með svona bjöllu í stofunni heima,“ sagði Magne og kvað hana vera úr færeysku skipi sem sökk við Ólafs- fjörð árið 1951. Hann segir hljóminn svipaðan, en fram kom að klingjandinn vekti litla lukku meðal heimilisfólks þegar hann laumast til að hringja á laugardagsmorgni. Engin blankheit Starfsmenn fjármálafyrirtækisins Goldman Sachs fá hver um sig 36 milljónir króna í jólabónus í ár. Á Vísir.is í gær sagði að Lloyd Blankfein fengi rúma þrjá milljarða króna þetta árið. Ástæðan er meðal annars sú að fjármálafyrirtækið þykir hafa sloppið vel frá undirmálskrísunni sem herjar á fjármálamark- aði. Það hafa reyndar íslenskir bankar líka gert og ekki þurft að afskrifa mikið það sem af er ári. Bankafólk má því eiga von á að fá þrettánda mánuðinn í bónus þetta árið eins og þau fyrri. Reyndar þekkist það vel hér á landi að starfsmenn fái bónus þegar vel gengur. Þannig fékk hver starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Brimi á Akureyri 125 þúsund í kaupauka í fyrra. Guðmundur Kristjánsson ætti því ekki að vera kallaður „vinalausi“ heldur Guðmundur „góði“. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARÍ nýrri húsnæðisspá Greiningar Glitnis er gert ráð fyrir 15,4 prósenta hækkun á íbúðarhúsnæðisverði yfir þetta ár en að verðið verði nánast óbreytt árið 2008 sem er töluverður viðsnúningur eftir mikla hækkun undanfarin ár. Sala hjá McDonalds hækkaði um 8,2 prósent í nóvember vegna aukinn- ar sölu á ostborgurum og kaffi í Bandaríkjunum ásamt aukinnar sölu á morgunmat og kjúklingasamlokum í Evrópu og Asíu. Sala hjá fyrirtækinu hefur aukist samfellt í 55 mánuði. Þetta kom fram í hálffimm fréttum. Icelandair mun hætta flugi til Balti- more hinn 13. janúar en flogið hefur verið þangað í áraraðir. Hins vegar mun félagið hefja flug til Toronto 2. maí samkvæmt vegvísi Landsbank- ans. Gengi hlutabréfa í bresku herra- fatakeðjunni Moss Bros rauk upp um tæp 23,5 prósent þegar mest lét í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi í gær eftir að bresku blöðin Sunday Times og Telegraph sögðu Baug vera að skoða yfir- tökutilboð í herrafatakeðjuna upp á allt að fimm milljarða króna í vikunni. Sara Lind, upplýsingafulltrúi Baugs, neitaði að tjá sig um málið í gær og sagði Baug vera fjárfest- ingafélag sem skoði alla áhuga- verða kosti. Gengi Moss Bros náði hæstu hæðum í janúar fyrir tæpum þremur árum og hefur fallið hratt síðan, þar af um rúm 50 prósent síðan í júlí. Gangi tilboðið eftir mun það hljóða upp á um 40 pens á hlut, að sögn Sunday Times. Loka- gengi bréfa í versluninni stóð í 45,5 pens á hlut. Baugur á fyrir tæpan 29 pró- senta hlut í Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity Invest- ments í félagi við FL Group og breska athafnamanninn Kevin Stanford. - jab Baugur skoðar yfir- töku á Moss Bros Fimm koma nýir í stjórn FL Group á hluthafafundi félagsins næsta föstudag. Tveir sitja áfram í stjórninni, formaðurinn Jón Ásgeir Jóhannsson, stjórnarfor- maður Baugs og varaformaðurinn Þorsteinn M. Jónsson oft kenndur við Vífilfell. Út úr stjórninni ganga Jón Kristjánsson, Magnús Ármann, Paul Davidson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Smári S. Sigurðsson verður varamaður ásamt Peter Möllerup. Nýir stjórnarmenn eru Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, Kristín Edwald lögmaður, Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, og Þórður Már Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gnúps. - óká Fimm nýir í stjórn FL Í FÖTUM FRÁ MOSS BROS Breskir fjölmiðlar segja líkur á að Baugur leggi fram tilboð upp á fimm milljarða króna í herrafataverslunina Moss Bros í vikunni. Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi við- skipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en loka- gengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöll- inni á þessu ári, þar sem heildar- velta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var ein- ungis flogið á einni leið milli Fær- eyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en megin- starfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Fær- eyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways, segir spennandi tíma fram undan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sér- staklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þung- skýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félags- ins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hag- kerfið og hefur verið mjög ánægu- legt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færey- ingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitar félagið Atlantic Petrol- eum varð fyrst til árið 2005. olikr@frettabladid.is Viðskipti hafin á rólegasta tíma Viðskipti hófust með bréf færeyska flugfélagsins Atlantic Airways í Kauphöll Íslands í gær. Gengið hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi. VIÐ KAUPHALLARBJÖLLUNA Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunnar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, við lok viðskipta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.