Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 26
[ ] Jólin nálgast hratt og kominn tími til að gera jólalegt heima. Gleymum ekki börnunum sem í eftirvæntingu ljá barnshönd sína til að gera heimilið sem hátíðlegast. Hér koma gagn- leg ráð til að koma húsinu í hátíðar búning sem fyrst. 1. Veldu jólatréð. Jólatré er mikilvægasti skrautmunur jólanna. Gervitré hafa ýmsan kost umfram náttúrutré og eru umhverfisvæn því þau má nota áratugum saman. Af þeim hrökkva engar nálar og ekki þarf að vökva þau, auk þess sem litlar líkur eru á að þau festist í þröngri dyragætt. Veldu jóla- tré sem hentar fer- metrafjölda heimilis- ins og finndu besta staðinn fyrir tréð; þar sem það er ekki fyrir neinum og ekki verður gengið á það. 2. Hengdu upp jóla- kransa, og ekki bara á útidyrnar. Kransar bera með sér hátíð- legan blæ og þá má hengja í glugga, stigaganga, á eldhússkápa, hjónarúmsgaflinn og jafnvel klósetthurðina. 3. Blómsveigi er auðvelt að útbúa og strengja þvers og kruss um heimilið. Leyfðu hugmynda- fluginu að njóta sín. Vefðu þá um stigahandrið og gardínustangir, eða leyfðu þeim að slúta yfir myndaramma, bókahillur, klukkur og arinhilluna. 4. Ljósaseríur í glugga gleðja þá sem framhjá ganga og bjóða gesti velkomna með birtu sinni. 5. Fylltu heimilið með angan jólanna. Lyktar- skyn mannfólksins er kröftugt á aðventunni og flestar ilmtegundir vekja ljúfar minningar. Settu ilmjurtir í skál, kveiktu á ilmkertum með kanil, appel- sínum, negul og engifer, eða leyfðu börnum að stinga negulnöglum í appelsínur. Bak- aðu smákökur og útbúðu jólaglögg til að fylla heimilið lokkandi ilmi sem fylla húsa- kynnin ham- ingju. - þlg Heimilið í jólaskart Jólin voru upphaflega hátíð heiðinna manna. Á vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um upphaf jóla og kemur fram að þau hafi ekki tengst kristni heldur trú Rómverja og heiðinna norræna manna til forna. Hátíðin nefndist Saturnalia- hátíðin í Róm til forna. Þar var hún tengd heiðnum sólarguði, þar sem menn fögnuðu því að daginn fór að lengja á ný. Rómverjar gáfu síðan hver öðrum gjafir dagana 17. til 23. desember. Heiðnir norrænir menn héldu sams konar hátíð á svipuðum árs- tíma og kallaðist hún jól, rétt eins og í dag. Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantín- usi mikla árið 324, tók kirkjan smám saman yfir forna helgidaga og undir aldamótin festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú, jafnvel þótt vitað væri að svo var ekki. Sá dagur var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var álitinn vera hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Hann tók því sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðar- gleðinnar. Jólahátíðin var orðin miðlæg sem fæðingarhátíð Jesú um alla kristni á 5. öld. Sjá www.visinda- vefur.is - rve Jólin eldri en Jesús Jólin í sinni upphaflegu mynd höfðu lítið með fæðingardag Jesú að gera. Jólasveinar! Við minnum ykkur á að hafa allt klárt áður en þið setjið í skóinn en nú er ykkar vertíð að hefjast. Hnoðuð lagkaka Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar. Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.